Færslur: SaltPay

Láti ekki undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta
Netárásir hafa verið gerðar á fjögur íslensk fjármálafyrirtæki og fleiri og stærri árásir kunna að vera í bígerð. Öryggissérfræðingur segir að fyrirtæki eigi alls ekki að láta undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta heldur efla varnirnar.
12.09.2021 - 19:21
Netárásir mögulega bara æfingar fyrir annað og verra
Netárásir þær sem gerðar voru á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og SaltPay í byrjun þessa mánaðar gætu einungis verið æfingar fyrir umsvifameiri netárásir.
Netárás á SaltPay truflaði kortagreiðslur
Færsluhirðingarfyrirtækið SaltPay, áður Borgun, varð fyrir netárás síðdegis í dag. Talsverðar truflanir urðu þar af leiðandi á þjónustu fyrirtækisins, þar á meðal urðu truflanir á notkun greiðslukorta. Fyrirtækið segir í tilkynningu að árásin hafi verið tilkynnt CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Talsmenn fyrirtækisins segja ekkert benda til þess að árásaraðilar hafi komist inn fyrir varnir fyrirtækisins og þeir hafi ekki getað nálgast gögn.
03.09.2021 - 18:25
Seðlabankinn með innlenda greiðslumiðlun í smíðum
Seðlabanki Íslands vinnur nú að uppbyggingu smágreiðslukerfis innanlands, sem hægt yrði að nýta ef viðskipti við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki stöðvuðust.
Hópuppsögn hjá SaltPay sú eina í apríl
Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þegar 55 starfsmönnum færslu­hirðinga­fyr­ir­tæk­isins SaltPay/Borgun, var sagt upp. SaltPay keypti ráðandi hlut í Borgun í fyrra og síðan þá hefur tugum starfsmanna verið sagt upp og tugir nýir ráðnir.
04.05.2021 - 14:52