Færslur: Salómonseyjar

Jarðskjálfti af stærðinni sjö reið yfir Salómonseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni sjö skók Salómonseyjar í Kyrrahafi í nótt. Hús hristust ógurlega og innanstokksmunir féllu í gólfið að sögn þeirra sem upplifðu skjálftann.
22.11.2022 - 03:13
Sjóherinn ekki velkominn lengur á Salómonseyjum
Stjórnvöld á Salómonseyjum hafa ákveðið að banna allar komur bandaríska sjóhersins til eyríkisins. Þetta staðfesti talsmaður sendiráðs Bandaríkjanna á eyjunum í yfirlýsingu í morgun.
30.08.2022 - 11:10
Kína vonast eftir samningi við eyríki á Suður-Kyrrahafi
Utanríkisráðherra Kína hyggst funda með ráðamönnum tíu eyríkja á Kyrrahafi síðar í dag. Fundurinn er liður í átaki kínverskra stjórnvalda til að efla diplómatísk tengsl í heimshlutanum. Leynilegur samningur um frekari ítök Kínverja liggur á borðinu.
30.05.2022 - 04:10
Nýsjálenskir friðargæsluliðar halda til Salómonseyja
Nýsjálsenskir hermenn bætast við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að halda uppi lögum og reglum á Salómonseyjum. Óeirðir á eyjunum í síðustu viku kostuðu þrjú mannslíf og mikið eignatjón í höfuðborginni Honiara.
Fiji sendir friðargæslulið til Salómonseyja
Stjórnvöld á Fiji ætla að senda 50 hermenn til liðs við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að aðstoða yfirvöld á Salómonseyjum við að halda uppi lögum og reglum á eyjunum. Frank Bainimarama, forsætisráðherra Fiji, greindi frá þessu árla mánudags þar eystra. Með liðsaukanum frá Fiji verður mannafli friðargæsluliðsins, sem lýtur stjórn Ástrala, um 200 manns. Meirihlutinn ástralskur, en rúmlega þrjátíu koma frá nágrannaríkinu Papúa Nýju-Gíneu.
29.11.2021 - 02:24
Óeirðir á Salómonseyjum hafa kostað mannslíf
Átök og óeirðir á Salómonseyjum undanfarna daga hafa kostað minnst þrjú mannslíf. Lögregla í höfuðborginni Honiara greinir frá því að þrjú illa brunnin lík hafi fundist í brunarústum verslunar í Kínahverfi höfuðborgarinnar. AFP-fréttastofan hefur eftir öryggisverði að hann hafi fundið líkin í tveimur herbergjum verslunarinnar.
27.11.2021 - 00:58
Miklar óeirðir skekja Salómónseyjar
Miklar óeirðir hafa skekið Salómónseyjar í Suður-Kyrrahafi undanfarna þrjá daga. Þúsundir vopnaðra óeirðaseggja hafa farið um götur í höfuðborginni Honiara og kveikt í húsum og vöruskemmum.
Gömul sprengja varð tveimur að bana
Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur sprengjusérfræðingum, breskum og áströlskum, að bana á Salómons-eyjum í dag.
Slóð eyðileggingar eftir fellibylinn Harold
Fellibylurinn Harold er kominn að Fiji-eyjum á Kyrrahafi eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar á Salómonseyjum og Vanúatú. Vindhraði minnkaði heldur í nótt þannig að Harold telst nú fjórða stigs fellibylur.
08.04.2020 - 08:59
Öflugur fellibylur við Vanúatú
Öflugur fellibylur kallaður Harold hefur færst í aukana á Kyrrahafi og er nú við eyríkið Vanúatú. Yfirvöld óttast bæði manntjón og skemmdir, en 27 fórust þegar óveðrið fór yfir Salómonseyjar í síðustu viku. 
06.04.2020 - 08:18
Ástralar gagnrýna viðbrögð
Stjórnvöld í Ástralíu gagnrýndu í morgun viðbrögð eigenda flutningaskipsins Solomon Trader sem strandaði við Salómonseyjar fyrir rúmum mánuði.
08.03.2019 - 10:05

Mest lesið