Færslur: Sálfræðingar

Réttargeðlæknir segir Breivik jafnhættulegan og áður
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik er jafnhættulegur samfélaginu og fyrir tíu árum. Þetta er mat réttargeðlæknis sem bar vitni á öðrum degi málflutnings varðandi umsókn hans um reynslulausn.
Kröfu um verknám sálfræðinga frestað um tvö ár
Nýútskrifuðum meistaranemum í klínískri sálfræði, sem hafa beðið eftir að geta hafið störf í faginu, verður veitt starfsleyfi á næstu dögum. Þá hefur gildistöku ákvæðis sem gerir kröfu um að nemar fari í verknám verið frestað til 2023. Ákvæðið hefur hlotið töluverða umfjöllun nýverið, í ljósi þess að slíkt verknám er hvergi í boði fyrir sálfræðinema hérlendis.
Ósáttur við að sálfræðingar séu ekki með í ráðum
Fyrrum formaður Sálfræðingafélag Íslands og kennari í faginu gagnrýnir aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins við að koma á fót starfsnámi svo nýútskrifaðir sálfræðingar fái starfsleyfi. Hann gagnrýnir einnig að aðrar stéttir eigi að ákveða hvernig starfsnáminu skuli hagað, en ekki fólk úr stéttinni.
06.11.2021 - 12:16
Nýútskrifuðum sálfræðinemum neitað um starfsleyfi
Meistaranemar sem útskrifuðust úr klínískri sálfræði í gær, fá ekki starfsleyfi þrátt fyrir að hafa lokið fimm ára háskólanámi í greininni. Íris Björk Indriðadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík í gær og segir hún sjái fram á að missa sitt fyrsta starf sem sálfræðingur vegna reglugerðar sem geri kröfu um verklega þjálfun, sem sé hvergi er í boði.