Færslur: Sálfræði

Sjónvarpsfrétt
Erfitt að fá starfsleyfi með útlenska sálfræðimenntun
Sálfræðingar menntaðir í útlöndum eiga margir erfitt með fá starfsleyfi hér á landi. Doktor í klínískri sálfræði er efins um að leggja í þá vegferð því óljóst sé hvaða kröfur þarf að uppfylla - á sama tíma og þeir sem hljóta menntun á Íslandi fá undanþágu frá starfsnámi.
07.11.2021 - 20:15
Sálfræðinám á Íslandi stenst ekki norrænar kröfur
Á sama tíma og það vantar sálfræðinga fá nýútskrifaðir sálfræðingar ekki starfsleyfi þar sem verklega þjálfun vantar fyrir sálfræðinga á Íslandi til að þeir fái löggildingu. Námið hér á landi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum.
02.11.2021 - 13:03
Danskir karlar leita unnvörpum í stafræn læknisráð
Ný og hraðvirk stafræn aðferð virðist hafa orðið til þess að danskir karlmenn leiti frekar til læknis en áður var. Þar í landi, líkt og mögulega víðar, hafa karlmenn síður en konur leitað sér aðstoðar finni þeir fyrir krankleika.
Kastljós
Segir ekki öllu skipta á hvað sé horft heldur hve lengi
Sálfræðingur segir ekki skipta öllu máli hvað börn horfa á heldur hve löngum tíma þau verji í áhorfið. Yfir 100 milljónir hafa séð suðurkóreska þáttinn Squid Game á streymisveitunni Netflix á aðeins öráum vikur.
Skjálftakvíði vegna aðstæðna sem maður ræður ekki við
Níu skjálftar, 3 til 4,2 að stærð, hafa skekið suðvesturhornið síðan í hádeginu í dag, mánudag. Sá stærsti var klukkan rúmlega tvö. Allir fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Yfir 80 skjálftar, þrír eða stærri, hafa mælst á svæðinu síðustu tvo sólarhringa og hrinan sem hófst í síðustu viku er enn í gangi. Doktor í áfallasálfræði segir eðlilegt að finna fyrir alls konar tilfinningum í svona ástandi, sérstaklega hjá þeim sem eru í erfiðum aðstæðum fyrir.
Morgunútvarpið
Börnum líður verr í síðari bylgjum faraldursins
Líðan grunnskólabarna hér á landi hefur farið versnandi, eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Salvör Nordal Umboðmaður barna segir frásagnir þeirra sem safnað var á síðasta ári sýna að þau hafa áhyggjur af mörgu og að mikilvægt sé að ræða við þau um það sem vekur þeim ugg.
Loftslagsdæmið
Kvíðinn getur ekki verið eini drifkrafturinn
„Ég veit alveg hvað getur skeð og allt það en ég er ekki með þvílíkar áhyggjur. Það eru svo margir í kringum mann sem eru ekkert að pæla í þessu þannig að af hverju á ég að vera ógeðslega mikið að passa mig? Á ég bara að taka þetta á mig? Mér finnst í raun vera meira sem dregur úr manni en hvetur mann.“
05.02.2021 - 13:20
Telja heilsuspillandi að sleppa hádegismat og slökun
Hætta er á að þau sem vinna af sér hádegismatinn í vinnunni og láta hjá líða að taka sér hlé geti orðið berskjölduð fyrir andlegri og líkamlegri þreytu og kvillum. Þetta sýna nýjar rannsóknir sem sálfræðiprófessorarnir Leif Rydstedt og David Andersen við háskólann í Innlands-fylki í Noregi unnu í samvinnu við Mark Cropley við háskólann í Surrey.
21.01.2021 - 14:03
Myndum ekki láta beinbrotinn bíða lengi eftir greiningu
Við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvot hann væri beinbrotinn. Við eigum heldur ekki að bjóða ungu fólki upp á slíkan biðtíma eftir greiningu á sálrænum vanda. Þetta sagði Bóas Valdórsson sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þingi heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum í morgun. Hann sagði að hér á landi væri notast við úrelt tæki til að mæla þroska og geðheilsu fólks.
Miklu meiri þreyta og pirringur vegna Covid-19
Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni segir að greina megi miklu meiri þreytu og pirring meðal fólks núna þegar farsóttin hefur tekið sig upp aftur. Þeim hafi fjölgað sem leiti sér aðstoðar sálfræðinga. Fjárhagsáhyggjur eigi þátt í kvíða fólks. 
04.08.2020 - 12:30
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Samkomubann kærkomin hvíld fyrir suma
Formaður félags skólasálfræðinga segir að samkomubann og skert skólastarf hafi jafnvel verið kærkomin hvíld fyrir ákveðinn hóp nemenda. Vandi þeirra barna sem stóðu höllum fæti fyrir geti hins vegar verið meiri nú.
08.05.2020 - 13:15
Viðtal
Samfélagsmiðlar ekki skemmt þörfina til að snertast
Bóas Valdórsson, sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hefur notað hlaðvarpið sitt Dótakassann til að fræða nemendur á tímum samkomubanns. Hann hringir í nemendur og tekur fjarfundi til að halda halda áfram að vera til staðar fyrir þá sem þurfa á því að halda.
08.04.2020 - 15:56
Hlusta á börnin og nota skynsemi þegar talað er um vá
Mestu skiptir að vera skynsamur og hlusta á það sem vísindamennirnir segja, segir sálfræðingur um hvernig best er að takast á við hugsanlega yfirvofandi hættu. 
Mannlegi þátturinn
Eru menn í raun vélmenni og heilinn tölva?
Gamanleikarinn og rithöfundurinn Þorsteinn Guðmundsson er bæði húmoristi og mikill spekúlant. Á nýju ári fer hann af stað með nýja pistlaröð sem fjalla um breyskleika mannsins á heimspekilegan hátt. Pistlarnir verða skrifaðir í samtali við hlustendur sem hann hvetur til að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir um efni þeirra.
04.01.2020 - 15:39
Viðtal
Af hverju er dauðinn tabú?
„Fólk forðast það eins og heitan eldinn að tala um dauðann,“ segir Fjóla Dögg Helgadóttir doktor í klínískri sálfræði í viðtali í Síðdegisútvarpinu. Á mánudaginn fer fyrirlesturinn Af hverju er dauðinn tabú? fram í Veröld - húsi Vigdísar þar sem sálfræðingarnir og feðginin Ross og Rachel Menzies frá Ástralíu fjalla um rannsóknir sínar tengdar dauðakvíða.
13.07.2019 - 11:15
Myndskeið
Af hverju verður sumt fólk að innbrotsþjófum?
„Af hverju endar eitt barn sem innbrotsþjófur og á stofnun en annað verður flottur konsertpíanisti?“ Þannig spyr sálfræðingurinn Richie Poulton en hann hefur unnið að viðamikilli rannsókn sem hefur gefið mikilvægar upplýsingar um líffræðilegan þroska og félagsþroska mannsins. Sagt er frá rannsókninni í heimildaþáttaröðinni Horft til framtíðar sem sýnd er á RÚV.
20.06.2018 - 11:00
Umdeildur í stríði gegn pólitískri rétthugsun
Jordan Peterson er kanadískur fyrirlesari, fræðimaður og prófessor í klínískri sálfræði við Háskólann í Toronto. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu eftir mánuð. Peterson er umdeildur og hefur verið bendlaður við alt-right öfgahreyfinguna og skaðlegt erindi. Síðdegisútvarpið tók hann tali og spurði út í gagnrýnina og boðskapinn.
03.05.2018 - 20:33
Rauða bókin varð til úr „skapandi veikindum“
„Hann leit svo á að þetta væri ekki bara táknrænt heldur lifandi raunveruleiki,“ segir Hallfríður J. Ragnheiðardóttir um könnun Carls Gustavs Jungs á sínum eigin undirheimum í Rauðu bókinni.
20.04.2018 - 13:50
Viðtal
„Hugsanir sem djöflast í höfðinu á þér“
„Þetta eru hugsanir sem djöflast í höfðinu á þér.“ Þetta segir slökkviliðsmaður sem glímdi við áfallastreituröskun. Vakning hefur orðið um mikilvægi sálræns stuðnings og þess að vinna með áföll innan slökkviliðsins, lögreglunnar og meðal björgunarsveita undanfarin ár og áratugi en hann segir að stöðugt verði að minna á mikilvægi þess að tala um erfið útköll. Sérfræðingur segir þörf á að efla þekkingu og meðferðarúrræði hér á landi.