Færslur: Salan á WOW

Hafa tekið væntanlega söluskrifstofu á leigu
Félagið WOW air 2.0 hefur tekið á leigu húsnæði í miðborg Washingtonborgar í Bandaríkjunum. Þar stendur til að hýsa söluskrifstofu og vera með aðstöðu fyrir viðskiptavini þar sem hægt verði að fá sér kaffibolla og kanna framboð félagsins. Þetta segir Gunn­ar Steinn Páls­son, almannatengill nýja flugfélagsins. „Það verður að minnsta kosti heitt á könn­unni þarna all­an dag­inn.“
23.12.2019 - 14:57
Ballarin bar víurnar í Erni
Michele Ballarin, stofnandi hins nýja WOW Air, átti fund með forráðamönnum flugfélaginu Ernir með möguleg kaup á félaginu í huga. Forstjóri Ernis telur að Ballarin hafi haft augastað á flugrekstrarleyfi félagsins.
30.09.2019 - 11:35
Kaup Ballarin á eignum WOW hafa dregist
Samningar um kaup félags bandarísku athafnakonunnar Michele Ballarin á flugrekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW eru ekki frágengnir. Lögmaður bandaríska félagsins segist fullviss um að báðir aðilar vilji ganga frá samningum og það muni takast á næstu dögum.
25.07.2019 - 12:26
Borgin enn að átta sig eftir gjaldþrot WOW
Gjaldþrot WOW air getur haft mjög alvarleg áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar. Þetta er mat áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Þar segir að borgarsjóður standi sterkur, en fari hratt lækkandi ef verstu spár ganga eftir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, segir að staða mála valdi áhyggjum en of snemmt sé að segja til um hvar draga muni saman.
12.04.2019 - 08:22
Seldu losunarheimildir vegna launagreiðslna
WOW seldi losunarheimildir vegna útblásturs frá starfsemi flugfélagsins skömmu áður en að félagið varð gjaldþrota. Andvirði sölunnar var um 400 milljónir króna, samkvæmt heimildum Viðskipta Moggans, og átti að nota til að standa straum af launagreiðslum vegna marsmánaðar. 
10.04.2019 - 06:39
Hollenskt flugfélag hefur flug til Íslands
Hollenska flugfélagið Transavia ætlar að fljúga frá Schiphol til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku frá 5. júlí. Flogið verður frá Schiphol á mánudögum klukkan korter í sjö að morgni, en klukkan korter yfir fjögur síðdegis á miðvikudögum og föstudögum. Flogið verður til baka frá Keflavík klukkan korter í níu á mánudögum og korter yfir sex á miðvikudögum og föstudögum. Ráðgert er flogið verði á veturna líka og að fjöldi ferða aukist til framtíðar. Um 180-190 sæti verða í boði í hverri vél.
01.04.2019 - 16:28
Telur ímyndina sterka þrátt fyrir fall WOW air
Ímynd Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn mun ekki bíða hnekki, þrátt fyrir fall WOW air. Þetta er mat Péturs Óskarssonar, framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Mikil fjölmiðlaumfjöllun hafi verið um málið á fimmtudag og föstudag en hún hafi hjaðnað um helgina.  
01.04.2019 - 15:49
Yfir 200 fá boð um starf á ný
Af þeim 315 starfsmönnum Airport Associates sem sagt var upp störfum um mánaðamótin verður 205 boðinn nýr ráðningasamningur. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri félagsins, segir að fólkið fái boð um 50 til 100 prósent starfshlutfall.
01.04.2019 - 12:00
Viðtal
Aldrei jafn margir misst vinnuna í einu
Unnur Sverrisdóttir. forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að aldrei hafi jafnmargir misst vinnuna í einu líkt og í dag. Ljóst sé að miklu meira verði greitt úr atvinnuleysistryggingasjóði á þessu ári en spáð hafði verið. Um ellefu hundruð manns sem störfuðu hjá WOW air var í dag sagt upp störfum. 
28.03.2019 - 18:14
Samkeppnin lækkaði miðaverð um 30-40%
Samkeppniseftirlitið segir að þegar Iceland Express kom inn á markaðinn árið 2003 og boðið upp á flug til Kaupmannahafnar og Lundúna hafi verð lækkað um allt að 30-40%.
28.03.2019 - 16:10
Sveinn og Þorsteinn skiptastjórar yfir WOW
Flugfélagið Wow air var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegið. Við tekur skiptameðferð og hafa hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson verið skipaðir skiptastjórar yfir búið. Þeirra fyrsta verk verður að funda með stjórnendum WOW á skrifstofu félagsins síðar í dag.
28.03.2019 - 14:02
Gífurlegt áfall fyrir flugfreyjur og flugþjóna
„Fréttir morgunsins eru skelfilegar og gífurlegt áfall fyrir ykkur flugfreyjur og flugþjóna sem gengið hafa eld og brennistein fyrir félagið,“ segir í ávarpi stjórnar Flugfreyjufélags Íslands til félagsmanna. Stjórnin vottar félagsmönnum samúð sína. 
28.03.2019 - 13:10
Isavia beitti stöðvunarheimild á vél WOW Air
Isavia bárust fregnir af því að flugvélar WOW Air færu ekki frá Bandaríkjunum aftur til Íslands í nótt. Í kjölfarið beitti Isavia stöðvunarheimild á grundvelli loftferðalaga á flugvél WOW Air, sem staðsett var á Keflavíkurflugvelli, til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum. Ljóst sé að brotthvarf WOW hafi áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar.
28.03.2019 - 10:47
Viðtal
Fjögur þúsund manns strandaglópar vegna WOW
Fjögur þúsund manns eru strandaglópar eftir að WOW air hætti tilkynnti að starfsemi flugfélagsins væri hætt. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, eftir fund ráðherranefndar um samræmingu mála í morgun.
28.03.2019 - 10:27
Flug stöðvað á lokaspretti samningaviðræðna
Allt flug WOW air hefur verið stöðvað á meðan samningaviðræðum um hlutafjáraukningu lýkur. Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu segir að samningaviðræður við nýjan eigendahóp á félaginu séu á lokametrunum. Samkvæmt tilkynningunni verða nánari upplýsingar gefnar klukkan 9 í dag. Wow segist í fréttatilkynningunni þakka farþegum fyrir stuðninginn og biðst flugfélagið velvirðingar á þeim óþægindum sem stöðvunin veldur.
28.03.2019 - 03:26
Formaður BÍ segir ekki við blaðamenn að sakast
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það vera fjarstæðukennda óra að rekja rekstrarvanda WOW til umfjöllunar blaðamanna. Með því sé verið að „fara í geitarhús að leita ullar,“ segir Hjámar í yfirlýsingu sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands. 
27.03.2019 - 14:46
Flugmenn vilja rannsókn á blaðamönnum
Stéttarfélag flugmanna WOW air hefur farið fram á það við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, að fram fari rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna, svo sem frímiðahlunnindum frá helsta keppinauti WOW air.
27.03.2019 - 14:17
Ekki forgangsmál að ræða stöðu Skúla
Viðræður við mögulega nýja hluthafa í WOW air ganga vel, að sögn Guðmundar Ingva Sigurðssonar, lögmanns skuldabréfaeigenda í WOW. Skuldabréfaeigendur hafa undirbúið yfirtöku á WOW, frá því að viðræður WOW við Icelandair runnu út í sandinn um helgina .
27.03.2019 - 13:10
Skuldum breytt í hlutafé – framtíð Skúla óljós
Allir kröfuhafar WOW air nema Isavia hafa samþykkt formlega að breyta fimmtán milljarða króna kröfum sínum í 49 prósenta hlut í félaginu. Einn kröfuhafanna segir að félaginu sé þar með borgið, að minnsta kosti næstu vikurnar. Í tilkynningu frá Wow air segir að samþykki kröfuhafanna sé mikilvægt skref í endurskipulagningu fyrirtækisins.
26.03.2019 - 12:55
Viðræðum Icelandair og WOW slitið
Icelandair Group hefur ákveðið að ekki muni verða af hugsanlegri aðkomu félagsins að rekstri flugfélagsins WOW air sem tilkynnt var um fyrir helgi. Þetta kemur fram i tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar með hefur viðræðum á milli aðila verið slitið.
24.03.2019 - 17:37
Hefur enga trú á að Icelandair kaupi WOW
Jón Karl Ólason, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group og fyrrverandi framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, hefur enga trú á því að Icelandair hyggist kaupa WOW air. Tilkynnt var fyrir helgi að Icelandair ætti í viðræðum við WOW um aðkomu að rekstrinum. Í tilkynningunni kom fram að viðræðunum ætti að ljúka á morgun og þær færu fram í samráði við stjórnvöld.
24.03.2019 - 11:31
Myndskeið
Eignarhlutur Skúla gæti orðið enginn
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Indigo Partners er tilbúinn að leggja aukið fé inn í rekstur WOW, allt að 90 milljónir dala, með ákveðnum skilyrðum. Eignarhlutur Skúla Mogensen veltur á rekstrarframmistöðu félagsins á næstu árum - en gæti orðið enginn. Enn hefur ekki náðst samkomulag á milli Wow air og Indigo Partners og enn á eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri flugfélagsins.
09.03.2019 - 20:02
Síðasta skilyrði WOW air uppfyllt
Síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air verið uppfyllt, ef marka má heimildir Fréttablaðsins sem greint er frá í dag. Skilyrðin voru öll uppfyllt í síðustu viku þegar WOW air gerði samkomulag við leigusala sinn.
27.02.2019 - 06:25
Horfur Wow enn á huldu
Það eru erfiðir tímar í flugrekstri, tvö félög nýlega gjaldþrota og fleiri talin standa tæpt, til dæmis Wow og Norwegian. Gamalgrónu flugfélögin hafa átt erfitt með að laga sig að breyttum ferðaháttum og nýju flugfélögunum tekst að bjóða ódýr fargjöld en eru oft illa fjármögnuð og geta því illa brugðist við kostnaðarhækkunum eða færri farþegum. Og enn er þess beðið að flugfélagið Wow ljúki samningum við Indigo Partners.
21.02.2019 - 19:10
WOW air selur Air Canada fjórar flugvélar
Wow air hefur skrifað undir samning um að selja Air Canada fjórar Airbus flugvélar. Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að sjóðstaða Wow air muni batna um 12 milljónir Bandaríkjadala við söluna, eða um tæpan einn og hálfan milljarð króna.
21.12.2018 - 09:43