Færslur: Salan á Mílu

Tilkynningu skilað og styttist í niðurstöðu
Samkeppniseftirlitinu hefur borist fullnægjandi tilkynning vegna samruna franska sjóðastýringafélagsins Ardian og Mílu en franska félagið kaupir allt hlutafé Mílu af Símanum.
11.02.2022 - 10:40
Segir umræðu um Mílufrumvarp vera á villigötum
Önnur umræða um hið svokallaða Mílufrumvarp fer fram á Alþingi í dag en ráðherra mælti fyrir frumvarpinu um miðjan desember. Minnihluti umhverfis- og samgöngunefndar segir umræðuna um málið hafa verið á villigötum og rauð flögg séu víða.
08.02.2022 - 13:27
Ósætti með mílufrumvarpið - reglubyrði óhófleg og óþörf
Stjórnendur Mílu eru ósáttir við mílufrumvarpið svokallaði sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir á Alþingi fyrir helgi. Því er ætlað að sögn ráðherra að treysta og tryggja lagastoð um fjarskipti með tilliti til þjóðaröryggis, en stjórnarandstaðan var mjög ósátt við hversu seint frumvarpið kæmi til umræðu í þinginu.
19.12.2021 - 15:15
Skammur tími til að tryggja þjóðaröryggi
Alþingi hefur aðeins örfáa daga til að samþykkja lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölunnar á Mílu til erlends fjárfestingafyrirtækis. Ráðherra fundaði með stjórnarandstöðunni til að tryggja framgang málsins.
12.12.2021 - 18:13