Færslur: Sakamál

Hinn grunaði í máli Madeleine ákærður fyrir fimm brot
Þjóðverjinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hvarfi hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann árið 2007, hefur verið ákærður fyrir þrjár nauðganir og tvö kynferðisbrot gegn börnum.
11.10.2022 - 14:49
Gasgrímurnar vegna myglusvepps en ekki amfetamíns
Tveir karlmenn og kona sem ákærð eru fyrir að hafa staðið að framleiðslu á amfetamíni í sumarhúsi í Miðdal í Kjósarhreppi þann 18. janúar árið 2020, neita allri sök í málinu. Þau segja að engin framleiðsla hafi farið fram í húsinu á þeirra vegum og kannast ekkert þeirra við að hafa meðhöndlað amfetamín þennan örlagaríka dag.
26.04.2022 - 17:16
Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Grunur um íkveikju þar sem Íslendingur fannst látinn
Tæplega fertugur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn í Danmörku grunaður um að hafa kveikt í húsi þar sem Íslendingur fannst látinn. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag.
14.11.2021 - 18:20
Hundruð minntust myrtrar konu í Lundúnum
Hundruð manna komu saman í Lundúnum á föstudagskvöld til þess að minnast grunnskólakennarans Sabinu Nessa, sem var myrt á göngu aðeins nokkrum mínútum frá heimili sínu. Í morgun tilkynnti breska lögreglan að 38 ára gamall maður hefði verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt Sabinu. Þetta er þriðji maðurinn sem lögreglan yfirheyrir vegna glæpsins, en þeir binda vonir við að hafa nú réttan aðila í haldi.
26.09.2021 - 15:40
Derek Chauvin segist saklaus af ofbeldi gegn unglingi
Fyrrum lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem var sakfelldur í apríl fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd, er einnig sakaður um að hafa notað óhóflega mikla hörku við handtöku á 14 ára dreng árið 2017. Chauvin, sem afplánar 22 ára dóm, sagðist í dag saklaus af þessum ákærum.
Dæmdur fyrir tvær nauðganir, í varðhaldi fyrir þriðju
Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í síðustu viku í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum.
Grunuð um fíkniefnasölu og peningaþvætti á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók á miðvikudag karl og konu vegna gruns um sölu fíkniefna. Rannsókn málsins er á frumstigi en þau eru einnig grunuð um peningaþvætti og brot á barnaverndarlögum. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald vegna málsins.
18.06.2021 - 14:13
Fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann til fimm ára fangelsisvistar auk greiðslu fjögurra milljóna króna í skaðabætur til brotaþola fyrir sérlega grófa nauðgun á heimili mannsins á Akureyri í september 2020.
Fallist á beiðni um endurupptöku í Glitnismáli
Krafa Magnúsar Arnars Argrímssonar um endurupptöku sakamáls sem dæmt var í Hæstarétti 2015 hefur hlotið samþykki endurupptökunefndar.
Vinsælt glæpahlaðvarp fjallar um morðið á Birnu
Í nýjasta þætti Crime Junkie, eins vinsælasta glæpahlaðvarps í heimi, er fjallað um morðið á Birnu Brjánsdóttur. Í á annað hundrað þáttum í hlaðvarpsröðinni hefur verið fjallað um sakamál af ýmsum toga víða um heim.
06.07.2020 - 11:25
Myndskeið
Játar að hafa myrt 93 konur
Bandaríska alríkislögreglan segist fullviss um trúverðugleika manns, sem hefur viðurkennt að hafa myrt níutíu og þrjár konur þar í landi á 40 ára tímabili. Reynist frásagnir mannsins réttar er hann alræmdasti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna.
08.10.2019 - 22:36

Mest lesið