Færslur: Sajid David

Allt að 70% minni líkur á innlögn vegna omíkron
Allt að 50 til 70% minni líkur eru á að fólk sem smitast af Omíkron afbrigði kórónuveirunnar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús en af völdum fyrri afbrigða veirunnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar viðamikillar breskrar rannsóknar.
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
Bretar herða takmarkanir vegna nýs kórónuveiruafbrigðis
Ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku verður gert að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Ástæðan er uggur um að fólkið kunni að bera nýtt mjög stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar.
Hvetur til örvunarbólusetningar fyrir jól
Íbúar á Bretlandseyjum ættu að þiggja örvunarskammt af bóluefni gegn COVID-19 svo komist verið hjá samkomutakmörkunum yfir jólin. Þetta segir Sajid Javid heilbrigðisráðherra og áréttar að allir ættu að taka þátt í því þjóðarátaki.
Lyf á töfluformi gegn COVID-19 samþykkt í Bretlandi
Breska lyfjaeftirlitið hefur gefi samþykki sitt fyrir lyfi sem ætlað er til meðhöndlunar þeirra sem smitaðir eru af COVID-19. Bretar verða þar með fyrstir til að samþykkja lyfið sem nefnist Molnupiravir og er í töfluformi.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.