Færslur: Saif al-Islam Gaddafi

Fyrirhugðum forsetakosningum frestað í Líbíu
Þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að halda forsetakosningar í Líbíu 24. desember eins og fyrirhugað var. Óttast er að óeirðir brjótist út auk þess sem efasemdir eru uppi um lögmæti nokkurra framboða
Sonur Gaddafis fær að bjóða sig fram til forseta
Dómstóll í Líbíu hefur úrskurðað að Saif al-Islam Gaddafi megi gefa kost á sér í forsetakosningum sem fram undan eru í landinu. Hann er sonur Muammars Gaddafi fyrrverandi einræðisherra landsins sem uppreisnarmenn drápu árið 2011 í blóðugu borgarastríði.