Færslur: Saga

Bretum fannst of dimmt á Patreksfirði
Ljósastaurar eru ekki allir eins þó að það sé nú svipmót með þeim flestum. Á Patreksfirði standa enn ljósastaurar sem settir voru upp við upphaf raflýsingar bæjarins fyrir rúmum sextíu árum. Þessir staurar eru steinsteyptir en ekki er vitað um ljósastaura úr steinsteypu annars staðar á landinu.
26.12.2016 - 20:30
Mjaltastúlkan á hafsbotni
„Við höfum fengið það staðfest með aldursgreiningu á timbri úr flakinu að þetta er í raun skipið sem talið var að lægi þarna,“ segir Kevin Martin, neðansjávarfornleifafræðingur, en hann hefur, ásamt fleirum rannsakað flak hollenska kaupfarsins Melckmeyt sem liggur á botni gömlu hafnarinnar í Flatey.
26.12.2016 - 20:15
Eikurnar á Skógarbala aldursgreindar
Í landi Vallholts í Fljótsdal standa fimm stök tré á grænu túni og þarna hafa þau staðið lengur en elstu menn muna. Þetta eru eikurnar á Skógarbala - eða einstæðingarnir á Skógarbala eins og skáldið Gunnar Gunnarsson kallaði þær. Hér áður fyrr var þetta vinsæll áningarstaður og ferðamenn ristu gjarnan nöfn sín í börk trjánna. Þau hefur tíminn máð í burtu en eikurnar standa enn og eru af sumum talin með elstu trjám landsins.
05.12.2016 - 09:29
Arðrán, óstjórn og kúgun - eða hvað?
Sú mynd sem dregin hefur verið upp af samskiptum Dana og Íslendinga er einhliða og lituð þjóðernislegum viðhorfum. Horft er fram hjá því að íslensk þjóðmenning er að verulegu leyti dansk-íslensk. Nú er komin út bók, Gullfoss, sem á að gefa fjölbreyttari mynd af tengslunum og áhrifum Dana á 20. öld
21.08.2015 - 12:33
  •