Færslur: Saga

Þetta helst
Umdeildar ófrjósemisaðgerðir á norðurhveli
Þetta helst rifjar upp Íslenska ríkið hefur greitt skaðabætur til fólks sem var gert ófrjótt án vitundar sinnar eða samþykkis, á grundvelli úreltra laga. Ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á um 60 íslenskum konum án þess að þær veittu fyrir því samþykki. Þetta helst rifjar upp umdeildar ófrjósemisaðgerðir á Íslandi í tenglsum við ofbeldið sem Danir beittu grænlenskum stúlkum með getnaðarvarnarlykkjunni.
11.06.2022 - 08:30
Víðsjá
Rauðar varir tákna völd, dauða og andspyrnu
Saga rauða varalitarins er löng og áhugaverð. Rauðar hafa í gegnum tíðina táknað stéttarstöðu, sjálfsöryggi, dauða, dulúð og andspyrnu.
05.03.2022 - 08:00
Kastljós
Bloody Sunday breytti öllu
Fimmtíu ár eru nú liðin frá einum afdrifaríkasta atburði The Troubles, óaldarinnar á Norður-Írlandi, sem stóð yfir á árunum 1968-1998. Þann 30. janúar 1972 efndu kaþólikkar til friðsamlegrar mannréttindagöngu í borginni Derry þar sem þeir kröfðust aukinna borgaralegra réttinda og andmæltu nýjum lögum sem höfðu tekið gildi hálfu ári áður og heimiluðu yfirvöldum að fangelsa fólk um óákveðinn tíma, án réttarhalda.
02.02.2022 - 13:09
Pistill
„Konur skulu þegja á safnaðarsamkomum“
Í Tengivagninum var litið aftur til fortíðar og rýnt í árþúsundalanga sögu af kúgun kvenna. Melkorka skoðaði tvo kvenhöfunda frá gjörólíkum tímum og gerði samanburð á bókmenntaverkum Simone de Beauvoir og Kristínar frá Pizan
02.08.2021 - 09:00
Pistill
Er heimsendir í nánd?
Í þessum pistli eru áhrif Opinberunarbókar Jóhannesar, heimsendalýsingar Biblíunnar, á hamfaraumræðu nútímans skoðuð: Allt frá loftslagsbreytingum til COVID-19. Hvernig varpar upprunaleg merking orðsins apocalypse ljósi á heimsendafrásagnir?
24.07.2021 - 14:00
Eldhugarnir sem hristu upp í hlutunum
„Það eru mörg nöfn þarna sem ég hafði aldrei heyrt um. Sem sýnir hvað þetta er mikilvægt,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leikkona og sögumaður í nýrri franskri teiknimyndaþáttaröð um konur sem hafa sett mark sitt á heiminn.
03.04.2021 - 09:00
Ef lífið er vegur er vegur þá líka líf?
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson frumflutti lagið Þjóðvegur 1 í Sumarmálum á Rás 1. „Lagið skýrir sig algjörlega sjálft,“ segir hann. Hjónin Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson starfrækja menningarsetrið Bakkastofu á Eyrarbakka og þau buðu hlustendum Sumarmála upp á sýnishorn af dagskránni.
23.07.2020 - 08:47
Spegillinn
„Lína Langsokkur skrifar námskrár skóla í dag“
Ein ástsælasta barnabókapersóna síðustu aldar, já og kannski þessarar líka, hún Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli. Fyrsta bók sænska rithöfundarins Astridar Lindgren um þessa sterku og óútreiknanlegu stelpu á Sjónarhóli kom út árið 1945. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og bókmenntafræðingur, segir að samfélagsleg áhrif Línu séu meiri en við getum ímyndað okkur. Segja megi að hún skrifi námskrár skóla í dag. 
22.05.2020 - 16:21
Heimsminjaskráin aðeins toppur ísjaka
„Mér fannst, þá sérstaklega í auðnunum og þegar ég sá til fjalla, að ég væri komin heim,“ segir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir um þá tilfinningu að ferðast um Íran. Hún þekkir vel til sögu Mið-Austurlanda og Íraks og Írans en þar eru einhver elstu menningarsamfélög veraldar. Hótanir Bandaríkjaforseta um að ráðast á menningarlega mikilvæga staði í Íran vöktu mikla athygli í vikunni, þó svo að aðrir fulltrúar stjórnvalda þar vestra hafi dregið úr hótuninni. 
11.01.2020 - 09:08
Tímamót
80 ár frá upphafi seinni heimsstyrjaldar
Tuttugu mínútur í fimm að morgni 1. september 1939 féllu sprengjur úr lofti á pólsku borgina Wielun. Nokkrum mínútum síðar hleypti herskip sem var orðið úrelt fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldar af fyrstu skotunum á pólska herstöð við Danzig. Leifturstríð Þjóðverja var ný tegund stríðs með áherslu á skjóta landvinninga sem byggðu á samspili flughers, skriðdreka og stórskotaliðs. Stríðið breiddist út um nær allan heim. Og almennir borgarar voru hvergi hultir.
01.09.2019 - 04:48
Beinagrind herforingja Napóleons fundin?
Franskir og rússneskir fornleifafræðingar velta nú fyrir sér hvort þeir hafi fundið beingrind fransks herforingja sem var í uppáhaldi hjá Napóleon Frakkakeisara. Herforinginn, Charles-Étienne Gudin, lést þegar drep hljóp í sár hans eftir að annar fóturinn var tekinn af honum árið 1812.
29.08.2019 - 15:17
Erlent · Evrópa · Rússland · Napoleon · Saga
Pistill
Ferðamannastraumurinn á Íslandi fyrr á öldum
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur fjallar um ferðamennsku á Íslandi fyrr á öldum. Álit ferðamanna sem hingað komu á 19. öld var á Íslendingum var misjafnt segir hún. „Sumir hrifust af hinu íslenska landbúnaðarsamfélagi, gestrisni íbúanna og óvenju góðri latínukunnáttu, svo eitthvað sé nefnt. Aðrir náðu ekki upp í nefið á sér af hneykslun yfir því hvað Íslendingar væru skítugir, latir og ágjarnir.“
09.03.2019 - 14:00
Viðtal
Fullveldið er sveigjanlegt hugtak
Fullveldishugtakið er sveigjanlegt hugtak sem verður að þróast í takt við samfélagið, segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði, rifjaði upp að í baráttunni fyrir fullveldi hefðu Íslendingar oft líkt því við fullveðja einstakling. Það hefði verið til að átta sig á inntaki þess, hvort það væri að geta tekið eigin ákvarðanir eða standa einn og sjálfur.
21.11.2018 - 09:20
Nytsamleg en þreytt goðsögn
„Þetta er náttúrulega skemmtileg saga. Við erum hrifin af og höldum með Öskubusku,“ segir sagnfræðingurinn Axel Kristinsson um það sem hann kallar goðsögnina um aldalanga hnignun Íslands á tímabilinu 1400 til 1800. Axel sendi nýlega frá sér bókina Hingnun, hvaða hnignun?
05.11.2018 - 12:52
Dregur fram hinsegin sögu í Þjóðminjasafninu
Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur, er ein af þeim sem unnið hafa við að útbúa nýja leiðsögn í gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, sem dregur fram hinsegin sögu Íslendinga.
10.08.2018 - 17:06
Áfengisbannið var óvænt niðurstaða
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, segir að margt bendi til þess að alþingismenn hafi aldrei gert ráð fyrir því að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1908 yrðu áfengisbanninu í vil.
Ný þáttaröð um söguslóðir í Kaupmannahöfn
Á miðvikudag hefst ný sjónvarpsþáttaröð þar sem Egill Helgason og Guðjón Friðriksson leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum.
02.01.2018 - 14:53
Listin og októberbyltingin
Í dag, 7. nóvember, eru hundrað ár liðin frá októberbyltingunni í Rússlandi. Afmælið miðast við árásina á Vetrarhöllina í Petrograd, núverandi Sankti Pétursborg. Byltingin hafði víðtæk áhrif á þjóðlíf og listir í þessu risastóra landi.
07.11.2017 - 16:10
Bjó í helli og giftist frægri söngkonu
Xi Jinping, forseti Kína, varði táningsárum sínum í helli í afskekktri sveit. Faðir hans var forystumaður í kommúnistaflokknum en lenti í ónáð hjá Maó formanni og var þvingaður í útlegð. Systir hans svipti sig lífi vegna ofsókna. Engu að síður var Xi staðráðinn í að ganga í flokkinn frá unga aldri.
21.10.2017 - 12:20
Erlent · Asía · Menningarefni · Saga
Karlar í kvenfötum
Í síðustu viku fjallaði Ragnhildur Hólmgeirsdóttir um klæðaskipti á meginlandi Evrópu og í Englandi á 16.-18 í pistli sínum í Víðsjá á Rás 1. Nú heldur hún áfram umfjöllun um þessi mál. Ragnhildur skrifar:
06.10.2017 - 16:50
Pistill
Hið varasama leg
Hugmyndir um kynlíf, ástaratlot og afleiðingar þessa hafa verið fjölmargar og á reiki í gegnum tíðina. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir veltir fyrir sér getnaðinum, æxlunarfærum og hinu varasama legi í pistli sínum í Víðsjá.
11.09.2017 - 15:51
Margrétar saga notuð við fæðingar
Ýmsar leiðir - og misskynsamlegar - hafa verið notaðar í gegnum tíðina til þess að aðstoða konur í barnsnauð. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir rifjar upp hríðir sögunnar.
05.09.2017 - 15:45
Er okkur treystandi fyrir ungbörnum?
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir veltir fyrir sér hvernig menningin hefur áhrif á umönnun ungbarna - og hvort okkur sé yfirhöfuð treystandi fyrir þessum krílum.
29.08.2017 - 16:15
Sársaukafullt að horfa á táknmyndir þrælahalds
Heimsbyggðin hefur fylgst með viðbrögðum Bandaríkjaforseta á síðustu dögum við ofbeldi og kynþáttaólgu í landinu. Minnismerki sem halda á lofti minningu hershöfðingja og forystumanna Suðurríkjanna í þrælastríðinu blandast inn í þann fréttaflutning en minnismerkin er að finna víða um landið. Í Víðsjá var rætt við Lilju Hjartardóttur stjórnmálafræðing um minnismerkin.
Kvennalandsleikir voru ekki auglýstir
Saga kvennaknattspyrnu á Íslandi er stutt en ansi viðburðarík, ekki síst á síðustu árum. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands, segir stöðu mála hafa breyst töluvert frá því hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 1985.
12.07.2017 - 16:11