Færslur: Safnarar

Safnari greiddi 19 milljarða fyrir sportbíl
Sportbíll af gerðinni Mercedes-Benz 300 SLR Uhlenhaut Coupé árgerð 1955 var seldur fyrir metfjárhæð á uppboði fyrr í mánuðinum. Almennt þættu kaup á bíl ekki til tíðinda en RM Sothebys uppboðshúsið annaðist söluna.
20.05.2022 - 05:10
Örsmá handskrifuð ljóðabók föl fyrir rúma milljón dala
Örsmá handskrifuð bók, sem geymir ljóð eftir enska nítjándu aldar rithöfundinn Charlotte Brontë, er til sýnis í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem bókin kemur fyrir sjónir almennings í meira en öld.
22.04.2022 - 04:00
Sjónvarpsfrétt
Íslandskortasafn Minjasafnsins stækkar
Þýskur safnari færði á dögunum Minjasafninu á Akureyri 50 gömul landakort af Íslandi. Þetta er í þriðja sinn sem Minjasafnið tekur við kortum frá safnaranum.
01.11.2021 - 12:01
Keyptu einstaka plötu á uppboði fyrir 4 milljónir dala
Hópur safnara keypti á uppboði í júlí eina eintakið sem til er af Once Upon a Time in Shaolin plötu bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan frá árinu 2015. Upplýsingum um kaupandann var haldið leyndum þar til nú í vikunni.
Norska lögreglan gerir hundruð fornmuna upptæk
Efnahagsbrotalögregla í Noregi gerði húsleit í síðustu viku hjá kaupsýslumanninum Martin Schøyen sem er ákafur safnari fornra muna. Ástæða húsleitarinnar er að hann var talinn hafa í fórum sínum hluti sem ættu betur heima annars staðar.
04.09.2021 - 02:55
Óvíst um viðbrögð ráðuneytis vegna Biblíubréfsins
Ekki fást upplýsingar í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvernig brugðist verður við erindi Þjóðskjalasafns um Biblíubréfið svonefnda. Þjóðskjalasafn telur bréfið eign ríkisins og að því eigi að skila inn til safnsins.
14.05.2021 - 12:03
Telja Biblíubréfið hafa horfið úr Þjóðskjalasafni
Sérfræðingar Þjóðskjalasafns telja að Biblíubréfið svokallaða hafi horfið úr safninu á síðustu öld og sé í raun eign íslenska ríkisins. Þetta er eitt verðmætasta frímerkta skjal sögunnar og hefur verið metið á 200 milljónir króna. Bréfið er nú í safni sænsks frímerkjasafnara en samkvæmt íslenskum lögum er einkaaðilum skylt að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl í eigu ríkisins sem þeir kunna að hafa í sínum fórum.
12.05.2021 - 16:18
Myndskeið
Útgáfu nýrra frímerkja hætt
Tímamót urðu í sögu póstþjónustu hér á landi í gær þegar útgáfu nýrra frímerkja var hætt. Framkvæmdastjóri hjá Póstinum segir að þetta hafi ekki verið léttvæg ákvörðun.
30.10.2020 - 19:15
Ótal söfn hjá fámennri þjóð
Á Íslandi er nær eitt safn á hverja þúsund Íslendinga. Þetta segir rithöfundurinn A. Kendra Green sem hefur skoðað um þriðjung þeirra í sjö ferðum til landsins. Green fjallar um söfnin, sem hún segir vera lítil, heillandi og óhefðbundin, í nýrri bók.
27.07.2020 - 14:10