Færslur: Sádi Arabía

Sádi-Arabar réðust á uppreisnarmenn í Hodeida
Hernaðarbandalag Sádi-Araba, Jemensforseta og fleiri, gerði í gær loftárás á bækistöðvar uppreisnarsveta Húta í útjaðri hafnarborgarinnar Hodeida á suðuströnd Jemens. Er þetta fyrsta árás bandalagsins á uppreisnarmenn eftir að tvær stórar olíuvinnslustöðvar í Sádi Arabíu voru eyðilagðar í drónaárásum, sem jemenskir uppreisnarmenn lýstu á hendur sér. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum gærdagsins og uppreisnarmenn hafa ekki tjáð sig um þær enn sem komið er.
20.09.2019 - 03:24
Vill forðast stríð við Íran vegna drónaárása
Verð á hráolíu úr Norðursjó hækkaði um 14,6 prósent í dag vegna drónaárása á olíuframleiðslustöð Sádi-Araba á laugardag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kveðst vilja forðast stríð við Íran vegna árásanna.
16.09.2019 - 21:32
Trump opnar á varaolíubirgðir
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greinir frá því á Twitter í kvöld að hann heimili notkun varaolíubirgða ef þess þarf. Er það gert til að metta markaði ef árásirnar á olíuvinnslustöðvar í Sádi Arabíu valda skorti. Þá segir Trump Bandaríkjastjórn tilbúna til árásar á sökudólgana.
15.09.2019 - 22:57
Myndskeið
Hútar birtu myndband tekið með njósnadrónum
Uppreisnarfylking Húta birti myndskeið tekið með dróna sem flýgur yfir möguleg skotmörk í Sádi-Arabíu. Stjórnvöld í Bandaríkjnum kenna Íran um árásinar sem Hútar gerðu á stærsta olíufyrirtæki Sádi Arabíu í gær. Óttast er að olíuverð hækki.
15.09.2019 - 20:16
Áhrif á heimsmarkaðsverð koma í ljós á morgun
Hlutabréfamarkaðir í Sádi-Arabíu tóku dýfu í morgun eftir að stöðva þurfti olíframleiðslu í stærstu olíuvinnslustöð ríkisins. Innkaupastjóri eldsneystis hjá N1 segir að það komi í ljós á morgun hvaða áhrif þetta hefur á heimsmarkaðsverð á olíu.
15.09.2019 - 12:38
Þúsundir barna falla og særast í stríðsátökum
Í skýrslu til Öryggisráðsins fordæma Sameinuðu þjóðirnar Sádi Araba, bandamenn þeirra og fjendur fyrir gegndarlaust ofbeldi gegn börnum í stríðinu um Jemen, þriðja árið í röð. Í sömu skýrslu kemur fram að fleiri palestínsk börn voru drepin og særð í fyrra en árin þar á undan, langflest af ísraelskum hermönnum. Flest börn dóu þó og særðust í vopnuðum átökum í Afganistan, og næst flest í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Einn lést í árás á flugvöll í Sádi Arabíu
Einn lét lífið og sjö slösuðust í drónaárás uppreisnarsveitar Húta í Jemen á Abha flugvöllinn í sunnanverðri Sádi Arabíu í dag. Að sögn Al-Masirah fréttastofunnar, sem er rekin af Hútum, beindi sveitin árásum sínum bæði að Abha og Jizan flugvöllunum í Sádi Arabíu.
24.06.2019 - 01:48
Fordæma ákvörðun Trumps um Jerúsalem
Samtök um íslamska samvinnu samþykktu í dag ályktun þar sem sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis og flytja sendiráð sitt þangað er fordæmd. Jafnframt eru öll aðildarríki samtakanna, 57 að tölu, hvött til að sniðganga þau ríki sem hafa opnað sendiráð eða sendiskrifstofur í borginni.
01.06.2019 - 03:10
Emírnum af Katar boðið til Sádi Arabíu
Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emírinn af Katar, fékk boð frá Salman konungi Sáda um sæti á aukafundi samvinnunefndar Flóaríkja, GCC, 30. maí. Al Jazeera hefur þetta eftir yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í Katar. Utanríkisráðherann Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani tók við boðinu af formanni GCC, Abdullatif bin Rashid Al Zayani, í Doha í gær. 
27.05.2019 - 06:27
Sádi Arabar boða til neyðarfundar vegna Írans
Stjórnvöld í Sádi Arabíu saka Írana um að grafa undan stöðugleika í Miðausturlöndum með árásum á tankskip og olíuleiðslur. Hafa þau kallað eftir skyndifundi í Arababandalaginu og Samstarfsráði Persaflóaríkja, til að ræða vaxandi spennu í þessum heimshluta. Ríkisfréttastofa Sádi Arabíu upplýsir þetta, samkvæmt AFP-fréttastofunni.
19.05.2019 - 02:25
Fjórar baráttukonur úr haldi í Sádi Arabí
Fjórum konum sem handteknar voru fyrir mannréttindabaráttu sína í Sádi Arabíu á síðasta ári var sleppt úr haldi í gær. Konurnar voru í hópi ellefu kvenna sem handteknar voru í herferð stjórnvalda gegn baráttukonum fyrir auknum kvenréttindum síðasta vor. Er þeim meðal annars gefið að sök að efast um ágæti sádi-arabískra stjórnvalda og samfélags og að hafa átt í samskiptum við erlenda blaðamenn og diplómata.
03.05.2019 - 05:52
37 aftökur í tengslum við hryðjuverk
37 menn voru teknir af lífi í Sádi Arabíu í gær eftir að hafa verið dæmdir sekir samkvæmt hryðjuverkalögum þar í landi. Að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty var einn hinna seku tekinn af lífi vegna glæps sem hann framdi áður en hann varð 18 ára gamall.
24.04.2019 - 00:55
Banamenn Khashoggis þjálfaðir í Bandaríkjunum
Hluti aftökusveitarinnar sem réði sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi af dögum gæti hafa hlotið hluta þjálfunar sinnar í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í grein blaðamannsins David Ignatius hjá Washington Post. Hann hefur rætt við á annan tug bandarískra og sádiarabískra heimildarmanna vegna málsins, sem allir vilja gæta nafnleyndar að sögn Ignatius.
31.03.2019 - 04:18
Segja Ísland leiða þrýsting á Sádi-Arabíu
Evrópuríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, með Ísland í forystu, ætla í vikunni að krefjast þess að yfirvöld í Sádi-Arabíu sleppi baráttufólki fyrir mannréttindum úr haldi og sýni samstarfsvilja við alþjóðlega rannsókn á morði á blaðamanninum Jamal Khashoggi.
05.03.2019 - 23:26
Gagnrýndi mannréttindabrot Sádi-Araba
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, gagnrýndi Sádiarabísk stjórnvöld í ræðu sinni við opnun fertugustu fundalotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Hann gagnrýndi þarlend stjórnvöld fyrir bága stöðu mannréttinda og tilgreindi sérstaklega réttindi kvenna og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi.
25.02.2019 - 18:15
Sádar skipa konu sendiherra í Bandaríkjunum
Konungsríkið Sádi-Arabía hefur skipað konu sem sendiherra landsins í Bandaríkjunum. Nýi sendiherrann er prinsessa, Reema bind Bandar Al Saud að nafni. Hún nam safnafræði við George Washington-háskólann í Washington, þar sem hún bjó um árabil á yngri árum þegar faðir hennar, Bandar bin Sultan, gegndi þar sendiherrastöðu.
23.02.2019 - 23:03
Vill taka þátt í uppgangi Pakistans
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, undirritaði samning um 20 milljarða dala fjárfestingu, jafnvirði nærri 2.400 milljarða króna, í Pakistan í dag. Hann kom til landsins í dag við mikla viðhöfn og hélt beinustu leið til fundar við forsætisráðherrann Imran Khan.
17.02.2019 - 23:56
Þingnefnd segir vopnasölu Breta lögbrot
Bretar fremja lögbrot með því að leyfa sölu á vopnum til Sádi Arabíu, sem eru svo notuð í stríðinu í Jemen. Þetta er mat utanríkisnefndar lávarðadeildar breska þingsins. Ríkið ætti jafnframt að rifta nokkrum útflutningsleyfum að sögn nefndarinnar. 
17.02.2019 - 00:41
Tyrkir sitja á upplýsingum um Khashoggi
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsviðtali í heimalandinu í gærkvöld að tyrknesk yfirvöld hafi enn ekki opinberað allar upplýsingar úr rannsókn sinni á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 
16.02.2019 - 06:10
Myndskeið
Bíður örlaga sinna í Taílandi
Átján ára stúlka frá Sádi-Arabíu, sem flúði og var stöðvuð á flugvelli í Taílandi, bíður niðurstöðu um hvort hún eigi rétt á stöðu flóttamanns. Yfirvöld í Taílandi reyndu í fyrstu að senda hana til baka.
07.01.2019 - 21:20
Sádiarabísk stúlka stöðvuð í Taílandi
Átján ára stúlka frá Sádi Arabíu segist vera föst á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Taílandi. Hún flýði fjölskyldu sína þangað, en sádiarabísk yfirvöld gerðu vegabréfið hennar upptækt. 
07.01.2019 - 03:47
SÞ krefst óháðrar rannsóknar á máli Khashoggis
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segist ekki geta tryggt að sanngirni sé gætt í réttarhöldunum í Sádi Arabíu vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Al Jazeera greinir frá þessu. Skrifstofan kallar enn og aftur eftir óháðri alþjóðlegri rannsókn á morðinu.
Netflix lokar á þátt til Sádi Arabíu
Myndveitan Netflix staðfesti í gær að lokað hafi verið á nýjasta þátt spjallþáttaraðar Hasan Minhaj í Sádi Arabíu. Kvartanir bárust frá ríkinu vegna gagnrýni í garð krónprins landsins og stjórnvalda almennt fyrir meðferð þeirra á máli blaðamannsins Jamals Khashoggi.
02.01.2019 - 04:21
Sádar herða eftirlit með leyniþjónustunni
Stjórnvöld í Sádi Arabíu ætla að koma á fót nefnd sem á að sjá til þess að meiri yfirsýn verði með starfsemi leyniþjónustustarfsmanna ríkisins. Að sögn ríkisfréttastofu Sáda samþykkti nefndin, undir leiðsögn krónprinsins Mohammed bin Salman, að stofna þrjár eftirlitsdeildir. Deildirnar eiga að fylgjast með því að leyniþjónustan vinni eftir settri þjóðaröryggisstefnu, sjá til þess að hún fylgi alþjóðlegum mannréttindalögum og starfsmenn hennar fari eftir settum starfsreglum.
21.12.2018 - 01:07
Sádar ekki framseldir til Tyrklands
Sádar neita að framselja tvo embættismenn til Tyrklands vegna rannsóknar Tyrkja á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi Arabíu, sagði á blaðamannafundi í gær að Sádar framselji ekki þegna ríkisins. 
10.12.2018 - 00:58