Færslur: Sádi Arabía

Stöðvuðu eldflauga- og drónaárás á Sádi Arabíu
Sádí-arabísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tekist hefði að stöðva tvær eldflaugar sem skotið var frá nágrannaríkinu Jemen.
04.09.2021 - 22:35
Sádar herða tökin gegn andófi og málfrelsi
Mannréttindasamtök segja stjórnvöld í Sádi Arabíu hafa blygðunarlaust aukið ofsóknir gegn mannréttindafrömuðum og andófsfólki í landinu undanfarna sex mánuði og aftökum hefur fjölgað.
Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
Biden minnti Salman konung á mikilvægi mannréttinda
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði áherslu á mikilvægi mannréttinda og laga og reglu í samtali sínu við Salman konung Sádi Arabíu í gær. Að sögn sádiarabískra fjölmiðla undirstrikuðu leiðtogarnir öflugt samband ríkjanna og samstöðu í baráttunni gegn vígahreyfingum sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda.
26.02.2021 - 04:48
Þotur krónprinsins fluttu morðingja Khashoggis
Einkaþoturnar sem fluttu sádiarabísku aftökusveitina til og frá Tyrklandi til að drepa blaðamanninn Jamal Khashoggi voru í eigu krónprinsins Mohammed bin Salman. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofa CNN fékk að sjá. Innan við ári áður en Khashoggi var myrtur var eignarhald fyrirtækisins sem átti þoturnar fært í hendur krónprinsins.
25.02.2021 - 04:38
Bensínlítri hefur hækkað um nærri 11 krónur undanfarið
Bensínverð á Íslandi hefur hækkað um allt að 11 krónur síðustu vikur og dísilolía um 9 krónur lítrinn. Þetta kemur fram á vef FÍB. Skýringa er að leita á hráolíumarkaðinum en verð á Brent hráolíu var í upphafi vikunnar það hæsta sem sést hefur í meira en eitt ár.
17.02.2021 - 09:15
Erlent · Innlent · Neytendamál · Bensín · eldsneytisverð · FÍB · Jemen · Sádi Arabía · Íran · OPEC · Olíuverð · umferð
Baráttukonu í Sádi-Arabíu sleppt úr haldi
Sádíarabísku baráttukonunni Loujain al-Hathloul var sleppt úr haldi í gær. Hún hefur barist fyrir mannréttindum kvenna og hefur verið handtekin fyrir að aka bíl. Hún var fangelsuð árið 2018 og hefur setið inni síðan þá. Það var stuttu áður en konur í landinu fengu leyfi stjórnvalda til að taka bílpróf, sem var eitt af baráttumálum hennar.
11.02.2021 - 14:30
Leiðtogi al-Kaída á Arabíuskaga í haldi síðan í haust
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída í Jemen og á Arabíuskaganum öllum hefur verið í fangelsi um margra mánaða skeið, samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem flutt var Öryggisráðinu í gær. Samkvæmt henni var Khalid Batarfi, sem tók við stjórnartaumunum í Al Kaída á Arabíuskaganum fyrir ári síðan, handtekinn í hernaðaraðgerð í bænum Ghayda í suðausturhluta Jemen í október síðastliðnum. Næstráðandi hans, Saad Atef al-Awlaqi, er sagður hafa fallið í sömu hernaðaraðgerð.
Sádi Arabar loka á alla umferð til landsins
Sádi arabísk yfirvöld hafa ákveðið að loka landamærum sínum alveg, á landi, í lofti og á legi. Ráðstöfunin kemur til vegna nýs og meira smitandi afbrigðis kórónuveirunnar og er ætlað að gilda í hið minnsta viku.
21.12.2020 - 01:09
Létt á ferðahömlum til Sádi Arabíu
Stjórnvöld í Sádi Arabíu hyggjast rjúfa bann á flugferðum til landsins 15. september næstkomandi.
13.09.2020 - 20:31
Átta dæmd fyrir morðið á Khashoggi
Átta hafa verið dæmd til sjö til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir morðið á sádí-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018.
Sjálfstæðisyfirlýsing afturkölluð
Umbreytingarráð suðursins, aðskilnaðarsinnar sem vilja aukið sjálfræði fyrir suðurhluta Jemens, hefur afturkallað sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í apríl síðastliðnum.
Tækifæri til að byggja réttlátari heim
Þrátt fyrir að efnahagslíf heimsins sýni ákveðin batamerki stendur það frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Meðal þeirra er möguleikinn á annarri bylgju kórónuveirufaraldursins.
Bretar beita viðskiptaþvingunum við mannréttindabrotum
Bresk stjórnvöld beittu í gær viðskiptarefsingum gegn nærri fimmtíu einstaklingum og stofnunum vegna mannréttindabrota. Þetta er í fyrsta sinn sem Bretar gera slíkt án samstarfs við Sameinuðu þjóðirnar eða Evrópusambandið. 
07.07.2020 - 04:46
Réttarhöld yfir morðingjum Khashoggis hafin í Istanbúl
Réttarhöld yfir tuttugu sakborningum vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hófust í Tyrklandi í dag. Khashoggi var myrtur í sendiráið Sádi Arabíu í Istanbúl árið 2008. Sakborningarnir voru ekki í dómssal, því Sádar neituðu að framselja þá til Tyrklands.
04.07.2020 - 00:42
Fámennt á hajj hátíðinni í Mekka í ár
Einungis eitt þúsund pílagrímar fá að vera viðstaddir á hajj hátíðinni í Mekka í ár. Yfir tvö hundruð þúsund kórónuveirusmit hafa verið greind í Sádi Arabíu. Landið hefur orðið verst úti allra við Persaflóann af völdum veirunnar.
03.07.2020 - 17:40
WTO gæti komið í veg fyrir yfirtöku á Newcastle
Óvíst er hvort verður af yfirtöku konungsfjölskyldunnar í Sádi Arabíu á enska knattspyrnuliðinu Newcastle United eftir úrskurð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Stofnunin segir Sáda standa að ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni í gegnum gervihnött og streymi á vefnum. 
27.05.2020 - 06:06
Sádar stöðva ferðir pílagríma tímabundið
Pílagrímar sem vilja fara til Mekka eru ekki velkomnir til Sádi Arabíu á næstunni vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Riyadh segja í yfirlýsingu að gripið sé tímabundið til þessarra aðgerða. Eins verður hafnað vegabréfsáritunum ferðamanna frá löndum þar sem veiran hefur náð dreifingu.
27.02.2020 - 03:50
Þrír menn ákærðir fyrir njósnir í Danmörku
Þrír menn hafa verið handteknir í Danmörku, grunaðir um njósnir fyrir leyniþjónustu Sádi Arabíu.
03.02.2020 - 14:17
Krónprins Sáda sagður tengjast innbroti í síma Bezos
Krónprins Sádi-Arabíu er sagður ábyrgur fyrir því að brotist var inn í snjallsíma bandaríska milljarðamæringsins Jeff Bezos, forstjóra Amazon og aðaleiganda bandaríska stórblaðsins Washington Post, í fyrra.
22.01.2020 - 05:55
Kastljós
Mun berjast þar til systir hennar verður látin laus
Lina al-Hathloul, baráttukona fyrir mannréttindum kvenna í Sádi-Arabíu, er viðmælandi Kastljóss í dag í tilefni af alþjóðlegum degi mannréttinda. Hún ferðast um heiminn og berst fyrir því að systir hennar, Loujain al-Hathloul, sem er í fangelsi fyrir að keyra bíl í Sádi-Arabíu, verði látin laus. Systir hennar hefur þar sætt grimmilegum pyntingum af hálfu stjórnvalda.
10.12.2019 - 20:11
Yfirvöld í Sádi-Arabíu draga úr útgjöldum ríkisins
Yfirvöld í Sádi-Arabíu ætla að draga úr útgjöldum ríkisins vegna aukins halla á ríkissjóði. Konungur Sádi-Arabíu segir að með þessu séu hægt að tryggja fjármagn fyrir framtíðarsýn konungsveldisins sem krónprinsinn Mohammed bin-Salman stendur fyrir.
10.12.2019 - 03:05
Leikarar stungnir í miðri sýningu
Þrír leikarar voru stungnir uppi á sviði í miðri leiksýningu í Riyadh í Sádi Arabíu í kvöld. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Sáda var árásarmaðurinn handtekinn skömmu síðar. Maðurinn náði að stinga tvo karla og eina konu.
12.11.2019 - 01:43
Myndskeið
„Við vitum ekki hvar líkið af honum er“
Við vitum ekki enn hvar líkamsleifarnar eru, segir unnusta Jamals Khashoggis sádiarabíska blaðamannsins sem var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í Istanbúl. Hún krefur krónprins Sáda um svör og segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og Evrópuríki hafa brugðist í málinu. Í dag er eitt ár frá því að Khashoggi var myrtur.
02.10.2019 - 22:21
Íranar hafna ásökunum evrópskra leiðtoga
Íranar fordæma sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga Þýskalands, Frakklands og Bretlands um að þeir beri ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuvinnslustöðvar í Sádi Arabíu á dögunum og hafna þeirri ásökun fortakslaust. Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, sakar þau Angelu Merkel, Emmanuel Macron og Boris Johnson, um að „herma eftir fáránlegum ásökunum Bandaríkjanna eins og páfagaukar."
24.09.2019 - 05:36