Færslur: Sádi Arabía

Létt á ferðahömlum til Sádi Arabíu
Stjórnvöld í Sádi Arabíu hyggjast rjúfa bann á flugferðum til landsins 15. september næstkomandi.
13.09.2020 - 20:31
Átta dæmd fyrir morðið á Khashoggi
Átta hafa verið dæmd til sjö til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir morðið á sádí-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018.
Sjálfstæðisyfirlýsing afturkölluð
Umbreytingarráð suðursins, aðskilnaðarsinnar sem vilja aukið sjálfræði fyrir suðurhluta Jemens, hefur afturkallað sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í apríl síðastliðnum.
Tækifæri til að byggja réttlátari heim
Þrátt fyrir að efnahagslíf heimsins sýni ákveðin batamerki stendur það frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Meðal þeirra er möguleikinn á annarri bylgju kórónuveirufaraldursins.
Bretar beita viðskiptaþvingunum við mannréttindabrotum
Bresk stjórnvöld beittu í gær viðskiptarefsingum gegn nærri fimmtíu einstaklingum og stofnunum vegna mannréttindabrota. Þetta er í fyrsta sinn sem Bretar gera slíkt án samstarfs við Sameinuðu þjóðirnar eða Evrópusambandið. 
07.07.2020 - 04:46
Réttarhöld yfir morðingjum Khashoggis hafin í Istanbúl
Réttarhöld yfir tuttugu sakborningum vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hófust í Tyrklandi í dag. Khashoggi var myrtur í sendiráið Sádi Arabíu í Istanbúl árið 2008. Sakborningarnir voru ekki í dómssal, því Sádar neituðu að framselja þá til Tyrklands.
04.07.2020 - 00:42
Fámennt á hajj hátíðinni í Mekka í ár
Einungis eitt þúsund pílagrímar fá að vera viðstaddir á hajj hátíðinni í Mekka í ár. Yfir tvö hundruð þúsund kórónuveirusmit hafa verið greind í Sádi Arabíu. Landið hefur orðið verst úti allra við Persaflóann af völdum veirunnar.
03.07.2020 - 17:40
WTO gæti komið í veg fyrir yfirtöku á Newcastle
Óvíst er hvort verður af yfirtöku konungsfjölskyldunnar í Sádi Arabíu á enska knattspyrnuliðinu Newcastle United eftir úrskurð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Stofnunin segir Sáda standa að ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni í gegnum gervihnött og streymi á vefnum. 
27.05.2020 - 06:06
Sádar stöðva ferðir pílagríma tímabundið
Pílagrímar sem vilja fara til Mekka eru ekki velkomnir til Sádi Arabíu á næstunni vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Riyadh segja í yfirlýsingu að gripið sé tímabundið til þessarra aðgerða. Eins verður hafnað vegabréfsáritunum ferðamanna frá löndum þar sem veiran hefur náð dreifingu.
27.02.2020 - 03:50
Þrír menn ákærðir fyrir njósnir í Danmörku
Þrír menn hafa verið handteknir í Danmörku, grunaðir um njósnir fyrir leyniþjónustu Sádi Arabíu.
03.02.2020 - 14:17
Krónprins Sáda sagður tengjast innbroti í síma Bezos
Krónprins Sádi-Arabíu er sagður ábyrgur fyrir því að brotist var inn í snjallsíma bandaríska milljarðamæringsins Jeff Bezos, forstjóra Amazon og aðaleiganda bandaríska stórblaðsins Washington Post, í fyrra.
22.01.2020 - 05:55
Kastljós
Mun berjast þar til systir hennar verður látin laus
Lina al-Hathloul, baráttukona fyrir mannréttindum kvenna í Sádi-Arabíu, er viðmælandi Kastljóss í dag í tilefni af alþjóðlegum degi mannréttinda. Hún ferðast um heiminn og berst fyrir því að systir hennar, Loujain al-Hathloul, sem er í fangelsi fyrir að keyra bíl í Sádi-Arabíu, verði látin laus. Systir hennar hefur þar sætt grimmilegum pyntingum af hálfu stjórnvalda.
10.12.2019 - 20:11
Yfirvöld í Sádi-Arabíu draga úr útgjöldum ríkisins
Yfirvöld í Sádi-Arabíu ætla að draga úr útgjöldum ríkisins vegna aukins halla á ríkissjóði. Konungur Sádi-Arabíu segir að með þessu séu hægt að tryggja fjármagn fyrir framtíðarsýn konungsveldisins sem krónprinsinn Mohammed bin-Salman stendur fyrir.
10.12.2019 - 03:05
Leikarar stungnir í miðri sýningu
Þrír leikarar voru stungnir uppi á sviði í miðri leiksýningu í Riyadh í Sádi Arabíu í kvöld. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Sáda var árásarmaðurinn handtekinn skömmu síðar. Maðurinn náði að stinga tvo karla og eina konu.
12.11.2019 - 01:43
Myndskeið
„Við vitum ekki hvar líkið af honum er“
Við vitum ekki enn hvar líkamsleifarnar eru, segir unnusta Jamals Khashoggis sádiarabíska blaðamannsins sem var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í Istanbúl. Hún krefur krónprins Sáda um svör og segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og Evrópuríki hafa brugðist í málinu. Í dag er eitt ár frá því að Khashoggi var myrtur.
02.10.2019 - 22:21
Íranar hafna ásökunum evrópskra leiðtoga
Íranar fordæma sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga Þýskalands, Frakklands og Bretlands um að þeir beri ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuvinnslustöðvar í Sádi Arabíu á dögunum og hafna þeirri ásökun fortakslaust. Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, sakar þau Angelu Merkel, Emmanuel Macron og Boris Johnson, um að „herma eftir fáránlegum ásökunum Bandaríkjanna eins og páfagaukar."
24.09.2019 - 05:36
Saka Írana um drónaárás á Sádi Arabíu
Ríkisstjórnir Þýskalands, Frakklands og Bretlands lögðust í kvöld á árar með stjórnvöldum í Washington og Riyadh og sökuðu Írana um að bera ábyrgð á drónaárás á stórt olíuvinnslusvæði og stærstu olíuhreinsunarstöð heims í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Emmanuels Macron Frakklandsforseta og Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem birt var í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í kvöld.
24.09.2019 - 02:19
Fimm óbreyttir borgarar féllu í loftárás Sáda
Talsmaður uppreisnarsveita Húta í Jemen greindi frá því í morgun að fimm óbreyttir borgarar úr sömu fjölskyldu hefðu látið lífið í loftárás Sádi-Araba og eða bandamanna þierra í Omran-héraði í morgunsárið. Í frétt Al-Mashirah- sjónvarpsstöðvarinnar, sem haldið er úti af uppreisnarmönnum, segir að sprengjum hafi verið varpað á mosku þar sem fjölskyldan var við bænahald. Tveggja barna úr fjölskyldunni er enn saknað.
23.09.2019 - 06:15
Bandaríkin senda herafla til Sádi Arabíu
Bandaríkin senda á næstunni liðsauka til Sádi Arabíu, þar sem fyrir eru allt að eitt þúsund bandarískir hermenn. Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, staðfesti þetta í dag og sagði liðsaukann sendan að ósk stjórnvalda í Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum, eftir að tvær stórar olíuvinnslustöðvar voru eyðilagðar í drónaárásum fyrir skemmstu.
20.09.2019 - 23:41
Sádi-Arabar réðust á uppreisnarmenn í Hodeida
Hernaðarbandalag Sádi-Araba, Jemensforseta og fleiri, gerði í gær loftárás á bækistöðvar uppreisnarsveta Húta í útjaðri hafnarborgarinnar Hodeida á suðuströnd Jemens. Er þetta fyrsta árás bandalagsins á uppreisnarmenn eftir að tvær stórar olíuvinnslustöðvar í Sádi Arabíu voru eyðilagðar í drónaárásum, sem jemenskir uppreisnarmenn lýstu á hendur sér. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum gærdagsins og uppreisnarmenn hafa ekki tjáð sig um þær enn sem komið er.
20.09.2019 - 03:24
Vill forðast stríð við Íran vegna drónaárása
Verð á hráolíu úr Norðursjó hækkaði um 14,6 prósent í dag vegna drónaárása á olíuframleiðslustöð Sádi-Araba á laugardag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kveðst vilja forðast stríð við Íran vegna árásanna.
16.09.2019 - 21:32
Trump opnar á varaolíubirgðir
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greinir frá því á Twitter í kvöld að hann heimili notkun varaolíubirgða ef þess þarf. Er það gert til að metta markaði ef árásirnar á olíuvinnslustöðvar í Sádi Arabíu valda skorti. Þá segir Trump Bandaríkjastjórn tilbúna til árásar á sökudólgana.
15.09.2019 - 22:57
Myndskeið
Hútar birtu myndband tekið með njósnadrónum
Uppreisnarfylking Húta birti myndskeið tekið með dróna sem flýgur yfir möguleg skotmörk í Sádi-Arabíu. Stjórnvöld í Bandaríkjnum kenna Íran um árásinar sem Hútar gerðu á stærsta olíufyrirtæki Sádi Arabíu í gær. Óttast er að olíuverð hækki.
15.09.2019 - 20:16
Þúsundir barna falla og særast í stríðsátökum
Í skýrslu til Öryggisráðsins fordæma Sameinuðu þjóðirnar Sádi Araba, bandamenn þeirra og fjendur fyrir gegndarlaust ofbeldi gegn börnum í stríðinu um Jemen, þriðja árið í röð. Í sömu skýrslu kemur fram að fleiri palestínsk börn voru drepin og særð í fyrra en árin þar á undan, langflest af ísraelskum hermönnum. Flest börn dóu þó og særðust í vopnuðum átökum í Afganistan, og næst flest í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Einn lést í árás á flugvöll í Sádi Arabíu
Einn lét lífið og sjö slösuðust í drónaárás uppreisnarsveitar Húta í Jemen á Abha flugvöllinn í sunnanverðri Sádi Arabíu í dag. Að sögn Al-Masirah fréttastofunnar, sem er rekin af Hútum, beindi sveitin árásum sínum bæði að Abha og Jizan flugvöllunum í Sádi Arabíu.
24.06.2019 - 01:48