Færslur: SÁÁ

Öllum innlögnum á Vog frestað eftir COVID-smit
Öllum innlögnum á Sjúkrahúsið Vog hefur verið frestað eftir að COVID-19 smit greindist hjá sjúklingi þar á laugardaginn. 17 sjúklingar af sömu deild eru nú í sóttkví auk þriggja starfsmanna. Þá greindist starfsmaður á Vogi með COVID-19 á sunnudaginn og fór einn samstarfsmaður hans í sóttkví í kjölfar þess.
Nýtt áfangaheimili tekið í notkun á Akureyri
Nýtt áfangaheimili verður tekið í notkun á Akureyri í dag. Íbúarnir fá aðstoð við að koma sér út í samfélagið á nýjan leik. Á heimilinu eru 12 herbergi en það er rekið án opinberra styrkja.
12.10.2020 - 11:30
Viðtal
„Margir eru orðnir langdrukknir“
Það er augljóst að þær aðstæður sem fylgt hafa COVID-19 faraldrinum hafa orðið til að auka drykkju hjá mörgum sem leita sér aðstoðar á Vogi. Þetta segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Hún segir að einangrun og missir vinnu eða ákveðinnar reglufestu í daglegu lífi hafi reynst mörgum erfið. 
23.09.2020 - 08:51
Minni eftirspurn eftir meðferð ungs fólks vegna aðgerða
Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ þakkar það aðgerðum stjórnvalda að minni eftirspurn sé meðal yngstu aldurshópanna eftir meðferð við áfengis- og vímuefnaneyslu. Hún vonar að viðbrögð vegna kórónuveirunnar leiði til frekari aðgerða til að sporna við dauðsföllum vegna vímuefna.
07.09.2020 - 12:38
Hugsi yfir tvískinnungi í heimsbaráttunni gegn COVID
Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segist hugsi yfir tvískinnungnum sem henni finnst birtast í heimsbaráttunni gegn COVID-19. Hún segir litla stemningu vera fyrir því að taka á fíknivanda sem verður fleirum að bana ár hvert en faraldurinn.
07.09.2020 - 08:05
Segðu mér
„Ég er hamingjusamur, glaður og frjáls“
„Ég var svona barnafyllibytta, byrjaði mjög snemma, en hætti líka mjög ungur,“ segir Einar Hermannsson nýkjörinn formaður SÁÁ. „Ég var 11 ára gamall sem telst frekar ungt, ég fór á minn fyrsta AA-fund 17 ára. Var þó búinn að vita í nokkurn tíma að ég ætti við vandamál að stríða.“
02.07.2020 - 14:01
Einar er nýr formaður SÁÁ
Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ. Einar sóttist eftir formennsku samtakanna auk Þórarins Tyrfingssonar. Sitjandi formaður SÁÁ er Arnþór Jónsson en hann sóttist ekki eftir áframhaldandi formennsku.
30.06.2020 - 22:37
Stuðningsmenn Einars Hermannssonar náðu kjöri
Allir þeir sem buðu sig fram í stjórn Einars Hermannssonar náðu kjöri sem stjórnarmeðlimir SÁÁ. Varamenn á lista Einars náðu einnig kjöri. Aðalfundur SÁÁ hófst klukkan fimm síðdegis.
30.06.2020 - 20:35
Hörð barátta um formannssætið í dag
Búast má við harðri baráttu um formanns- og stjórnarsæti á aðalfundi SÁÁ kl. 17 í dag á Hilton hóteli í Reykjavík. Formannskjör verður að fundi loknum. Þórarinn Tyrfingsson, sem var áður yfirlæknir á Vogi í þrjátíu og þrjú ár, og Einar Hermannsson, sem setið hefur í stjórn SÁÁ í fjögur ár, sækjast eftir formannssætinu.
30.06.2020 - 12:39
Morgunútvarpið
Einar segir fjármuni ekki vandamálið
Einar Hermannsson, sem nú býður sig fram til formanns stjórnar SÁÁ, segir ágreining innan samtakanna ekki hafa neitt með eignir eða fjármuni félagsins að gera. Reksturinn sé svipaður og hann hafi verið undanfarin tíu ár þó að vissulega hafi kórónuverufaraldurinn sett strik í reikninginn.
24.06.2020 - 09:45
Segir engin áform uppi um lokanir í sumar
Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir að engar lokanir séu á áætlun á sjúkrahúsinu Vogi. Valgerður áréttaði þetta í tilkynningu sem hún birti á Facebook í dag.
23.06.2020 - 18:31
Innlent · Vogur · SÁÁ
57 starfsmenn SÁÁ vilja Þórarin ekki aftur
Engin þörf er á að bjarga starfsfólki SÁÁ eins og Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður samtakanna hefur haldið fram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu 57 starfsmanna meðferðarsviðs SÁÁ sem segjast hins vegar ekki vilja fá Þórarin aftur í stöðu formanns samtakanna. 
22.06.2020 - 10:36
Mamma eyddi fermingarpeningunum mínum í spilakassa
Mamma tók alla fermingarpeningana mína, eyddi þeim í spilakassa og skammaðist sín síðan svo mikið að hún lét sig hverfa í fjóra daga. Þetta segir tvítug kona, sem segir að hún hafi litla sem enga aðstoð fengið sem barn spilafíkils þegar móðir hennar eyddi öllu fé fjölskyldunnar í spilakassa. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir hjá SÁÁ, segir að þar sé verið að vinna að auknum úrræðum fyrir þennan hóp. Hún vonast til að hægt verði að bjóða upp á þau innan tíðar.
Fleiri leita til AA-samtakanna
Fleiri hafa hringt í AA-samtökin eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er áberandi fjölgun símtala meðal annars frá heilbrigðisstarfsfólki sem leitar aðstoðar fyrir skjólstæðinga sína. Samkomubann hefur mikil áhrif á AA-fundi. Bæði komast færri inn á hvern fund sem haldinn er og svo eru margar deildir sem hafa flutt fundina yfir á netið. Alls bíða 550 manns eftir því að komast í áfengismeðferð á Vogi.
12.04.2020 - 16:54
Stefnir í hópuppsagnir á Vogi
Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir á Vogi, segir að það stefni í hópuppsagnir hjá starfsfólki á meðferðarsviði SÁÁ. Hann er einn þeirra sem ætla að segja upp ef ekki verður skipuð ný framkvæmdastjórn innan samtakanna.
06.04.2020 - 17:00
Ekki allir á biðlistanum hafi þörf fyrir meðferð á Vogi
Í mars 2020 voru 530 einstaklingar á biðlista eftir innlögn á Vogi, af þeim voru 115 komnir með innlagnardag á næstu þremur vikum. Ráðherra telur að hægt væri að stytta biðlista verulega með faglegri aðgangsstýringu, því ekki allir á biðlistanum hafi raunverulega þörf fyrir meðferð á Vogi.
03.04.2020 - 18:24
„Fólk er gjörsamlega miður sín“
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir og forstjóri á Vogi, segist hafa miklar áhyggjur af áframhaldandi starfsemi Vogs í ljósi óánægju starfsfólks. Því sé misboðið og miður sín vegna stöðu mála. Valgerður sagði upp starfi sínu eftir að framkvæmdastjórn SÁÁ sagði upp átta starfsmönnum, þar á meðal öllum sálfræðingum, til að mæta rekstrarvanda og tekjumissi sem blasir við hjá Vogi vegna Covid-19 faraldursins.
30.03.2020 - 21:05
Ráðherra hefur áhyggjur af stöðunni hjá SÁÁ
Formaður SÁÁ segir að umboð framkvæmdastjórnar hafi verið endurnýjað þegar vantrausttillögu var vísað frá á stjórnarfundi í gær. Hann segir að starfsemi SÁÁ sé óröskuð hvað varðar skuldbindingar í þjónustusamningi, en að ekki verði komist hjá því að minnka þjónustu sem samtökin hafa fjármagnað með sjálfsaflafé. Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni hjá SÁÁ.
30.03.2020 - 13:00
Vantrauststillaga gegn stjórn SÁÁ felld
Vantrauststillaga á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi í kvöld. Mbl.is greinir frá þessu í kvöld. Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ og Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa lýstu í gær yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn samtakanna.
30.03.2020 - 00:19
Formaður SÁÁ býðst til að stíga til hliðar
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur boðist til að stíga til hliðar sem formaður samtakanna í þeirri von að Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, dragi uppsögn sína til baka.
28.03.2020 - 16:34
Hörmulegt að þurfa að segja góðu fólki upp
Efnahagslægðin vegna kórónuveirunnar hefur komið höggi á rekstur SÁÁ, líkt og nær allra fyrirtækja og stofnana í landinu. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir að staðan sé ekki góð og að bregðast hafi þurft hratt við. Allar leiðir hafi verið skoðaðar, þar á meðal að selja eignir, en að niðurstaðan hafi verið sú að segja átta starfsmönnum upp og lækka starfshlutfall allra annarra um 20 prósent.
27.03.2020 - 15:20
Innlent · SÁÁ · Vogur · heilbrigðismál · COVID-19 · Fíkn
SÁÁ sektað um 3 milljónir fyrir gögn sem fóru á flakk
Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir fyrir öryggisbrest haustið 2018. Þá fékk fyrrverandi starfsmaður viðkvæm sjúkragögn frá meðferðarstöðinni Vík á Kjalarnesi. Gögnin voru um tíma geymd í bílskúr starfsmannsins fyrrverandi sem sagðist hafa fengið þau fyrir slysni. Í gögnunum var að finna upplýsingar með nöfnum 3.000 sjúklinga og sjúkraskrárupplýsingar um 252 sjúklinga.
10.03.2020 - 16:52
Myndskeið
Leita réttar síns vegna sjúkragagna SÁÁ
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, furðar sig á aðgerðaleysi vegna viðkvæmra sjúkragagna sem lentu í höndum fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir málið grafa undan trausti á kerfinu. Hún vonast til að öryggismál verði nú tekin föstum tökum hjá embætti Landlæknis. 
15.08.2019 - 19:10
Myndskeið
Afhendir Landlækni sjúkragögnin á næstu dögum
Innritunarskýrslur með upplýsingum um sjúklinga meðferðarstöðvar SÁÁ eru enn í fórum fyrrverandi starfsmanns samtakanna. Persónuvernd og Landlæknir hafa óskað eftir því að gögnin verði afhent embætti Landlæknis á næstu dögum. Starfsmaðurinn hefur fallist á það.
14.08.2019 - 19:30
Myndskeið
Sjúkragögn SÁÁ í fórum fyrrverandi starfsmanns
Viðkvæm sjúkragögn frá meðferðarstöð SÁÁ eru nú í fórum fyrrverandi starfsmanns samtakanna og voru um tíma geymd í bílskúr hans. Hann segist hafa fengið gögnin fyrir slysni. Formaður SÁÁ segir það af og frá. 
13.08.2019 - 19:30