Færslur: SÁÁ

Fleiri leita til AA-samtakanna
Fleiri hafa hringt í AA-samtökin eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er áberandi fjölgun símtala meðal annars frá heilbrigðisstarfsfólki sem leitar aðstoðar fyrir skjólstæðinga sína. Samkomubann hefur mikil áhrif á AA-fundi. Bæði komast færri inn á hvern fund sem haldinn er og svo eru margar deildir sem hafa flutt fundina yfir á netið. Alls bíða 550 manns eftir því að komast í áfengismeðferð á Vogi.
12.04.2020 - 16:54
Stefnir í hópuppsagnir á Vogi
Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir á Vogi, segir að það stefni í hópuppsagnir hjá starfsfólki á meðferðarsviði SÁÁ. Hann er einn þeirra sem ætla að segja upp ef ekki verður skipuð ný framkvæmdastjórn innan samtakanna.
06.04.2020 - 17:00
Ekki allir á biðlistanum hafi þörf fyrir meðferð á Vogi
Í mars 2020 voru 530 einstaklingar á biðlista eftir innlögn á Vogi, af þeim voru 115 komnir með innlagnardag á næstu þremur vikum. Ráðherra telur að hægt væri að stytta biðlista verulega með faglegri aðgangsstýringu, því ekki allir á biðlistanum hafi raunverulega þörf fyrir meðferð á Vogi.
03.04.2020 - 18:24
„Fólk er gjörsamlega miður sín“
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir og forstjóri á Vogi, segist hafa miklar áhyggjur af áframhaldandi starfsemi Vogs í ljósi óánægju starfsfólks. Því sé misboðið og miður sín vegna stöðu mála. Valgerður sagði upp starfi sínu eftir að framkvæmdastjórn SÁÁ sagði upp átta starfsmönnum, þar á meðal öllum sálfræðingum, til að mæta rekstrarvanda og tekjumissi sem blasir við hjá Vogi vegna Covid-19 faraldursins.
30.03.2020 - 21:05
Ráðherra hefur áhyggjur af stöðunni hjá SÁÁ
Formaður SÁÁ segir að umboð framkvæmdastjórnar hafi verið endurnýjað þegar vantrausttillögu var vísað frá á stjórnarfundi í gær. Hann segir að starfsemi SÁÁ sé óröskuð hvað varðar skuldbindingar í þjónustusamningi, en að ekki verði komist hjá því að minnka þjónustu sem samtökin hafa fjármagnað með sjálfsaflafé. Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni hjá SÁÁ.
30.03.2020 - 13:00
Vantrauststillaga gegn stjórn SÁÁ felld
Vantrauststillaga á hendur framkvæmdastjórn SÁÁ var felld á stjórnarfundi í kvöld. Mbl.is greinir frá þessu í kvöld. Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ og Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa lýstu í gær yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn samtakanna.
30.03.2020 - 00:19
Formaður SÁÁ býðst til að stíga til hliðar
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur boðist til að stíga til hliðar sem formaður samtakanna í þeirri von að Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, dragi uppsögn sína til baka.
28.03.2020 - 16:34
Hörmulegt að þurfa að segja góðu fólki upp
Efnahagslægðin vegna kórónuveirunnar hefur komið höggi á rekstur SÁÁ, líkt og nær allra fyrirtækja og stofnana í landinu. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir að staðan sé ekki góð og að bregðast hafi þurft hratt við. Allar leiðir hafi verið skoðaðar, þar á meðal að selja eignir, en að niðurstaðan hafi verið sú að segja átta starfsmönnum upp og lækka starfshlutfall allra annarra um 20 prósent.
27.03.2020 - 15:20
Innlent · SÁÁ · Vogur · heilbrigðismál · COVID-19 · Fíkn
SÁÁ sektað um 3 milljónir fyrir gögn sem fóru á flakk
Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir fyrir öryggisbrest haustið 2018. Þá fékk fyrrverandi starfsmaður viðkvæm sjúkragögn frá meðferðarstöðinni Vík á Kjalarnesi. Gögnin voru um tíma geymd í bílskúr starfsmannsins fyrrverandi sem sagðist hafa fengið þau fyrir slysni. Í gögnunum var að finna upplýsingar með nöfnum 3.000 sjúklinga og sjúkraskrárupplýsingar um 252 sjúklinga.
10.03.2020 - 16:52
Myndskeið
Leita réttar síns vegna sjúkragagna SÁÁ
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, furðar sig á aðgerðaleysi vegna viðkvæmra sjúkragagna sem lentu í höndum fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir málið grafa undan trausti á kerfinu. Hún vonast til að öryggismál verði nú tekin föstum tökum hjá embætti Landlæknis. 
15.08.2019 - 19:10
Myndskeið
Afhendir Landlækni sjúkragögnin á næstu dögum
Innritunarskýrslur með upplýsingum um sjúklinga meðferðarstöðvar SÁÁ eru enn í fórum fyrrverandi starfsmanns samtakanna. Persónuvernd og Landlæknir hafa óskað eftir því að gögnin verði afhent embætti Landlæknis á næstu dögum. Starfsmaðurinn hefur fallist á það.
14.08.2019 - 19:30
Myndskeið
Sjúkragögn SÁÁ í fórum fyrrverandi starfsmanns
Viðkvæm sjúkragögn frá meðferðarstöð SÁÁ eru nú í fórum fyrrverandi starfsmanns samtakanna og voru um tíma geymd í bílskúr hans. Hann segist hafa fengið gögnin fyrir slysni. Formaður SÁÁ segir það af og frá. 
13.08.2019 - 19:30
Rótin varar við því að börn verði áfram á Vogi
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, varar við því að meðferð fyrir börn verði áfram á Vogi. Talskona félagsins, Kristín I. Pálsdóttir, kveðst vona að þetta sé skammtímalausn.
18.07.2019 - 15:19
Loka göngudeild SÁÁ á Akureyri
Göngu­deild SÁÁ á Akur­eyri verður lokað um ó­á­kveðinn tíma frá og með 1. mars næst­komandi. Ekki hafa náðst samningar á milli sam­takanna og Sjúkra­trygginga Ís­lands en starf­semin var þó tryggð á fjár­lögum í nóvember síðast­liðinn.
27.02.2019 - 20:53
Fíknimeðferð ungmenna á LSH eftir um hálft ár
Stefnt er að því að Landspítalinn geti tekið við börnum og ungmennum til meðferðar vegna fíknivanda eftir um sex mánuði. Gera þarf breytingar á húsnæði og ráða fólk í stöður. Næsta hálfa ár verður nýtt til að stilla saman strengi, bæði við SÁÁ, sem sinnt hefur þessari þjónustu, sem og við aðra. Þetta kemur fram í grein Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í Morgunblaðinu í morgun.
20.02.2019 - 15:27
Viðtal
Óminni líklegast þegar áfengismagnið er mest
Óminni er fyrirbrigði sem margir þekkja sem hafa drukkið of mikið áfengi. Yfirleitt er það bundið við stuttan tíma og á meðan áfengismagnið er sem hæst í blóðinu, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi, sjúkrahúsi SÁÁ. Ýmsar aðrar ástæður geta skýrt óminni, svo sem streita og áföll.
25.01.2019 - 15:50
Breytingar á fíkniefnamarkaði
Ekkert samkomulag um heróínlaust Ísland
Í tugi ára hefur því verið velt upp hvort heróín fari að ryðja sér til rúms á íslenskum fíkniefnamarkaði. Lengi var svarið neitandi og því jafnvel haldið fram að fíkniefnasalar á Íslandi hefðu af hugsjón sameinast um að halda landinu heróínlausu. Nú eru blikur á lofti. Markaðurinn hefur breyst og á örfáum árum hefur fjölgað verulega í hópi þeirra sem sprauta sig með sterkum ópíóíðum. Þetta kom fram á fundi SÁÁ klúbbins. Lögreglumaður telur umræðu um fíkniefnamál of grunna.