Færslur: SÁÁ

Rauði krossinn kallar eftir innleiðingu spilakorta
Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil kallað eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta, líkt og Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa lagt til. Það sé skref í átt til aðstoðar hópi fólks með spilafíkn og að norrænni fyrirmynd.
„Lokun spilakassa er ekki lækning á spilafíkn“
Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segist í samtali við fréttastofu á margan hátt geta tekið undir málstað Samtaka áhugafólks um spilafíkn en segir erfitt að mæta tilfinningaherferð með rökum.
Myndskeið
Lína minnir á að nú styttist í páska
Lína Langsokkur treður upp á Jólaballi SÁÁ sem er á dagskrá á RÚV í dag. Hvorki hesturinn hennar né Apinn hann Herra Níels geta verið með vegna samkomutakmarkanna en Lína syngur nokkur vel valin jólalög.
27.12.2020 - 11:00
42 milljónir söfnuðust til styrktar SÁÁ
Alls söfnuðust meira en 42 milljónir króna til styrktar SÁÁ er þátturinn „Fyrir fjölskylduna“ var sýndur í beinni á RÚV í kvöld.
04.12.2020 - 22:25
Herra Hnetusmjör skilar ekki jólagjöfinni
Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ var sýndur á RÚV í gærkvöldi. Þar var fjallað um málefni samtakanna auk þess sem valinkunnir listamenn sýndu góða takta. Á meðal þeirra sem fram komu er Herra Hnetusmjör sem flutti jólalagið Þegar þú blikkar.
04.12.2020 - 14:46
Viðtal
„Botninn verður dýpri í hvert skipti sem ég fell“
Dóra Jóhannsdóttir leikkona var í meðferð á Vogi þegar tilkynnt var að hún hefði fengið tilnefningu til Eddunnar. Henni þótti að mörgu leyti sárt að geta ekki skálað fyrir áfanganum en var líka fegin því að fá tækifæri til að átta sig á því að hún væri með sjúkdóm og að vegferðin í átt að bata væri hafin
04.12.2020 - 10:04
Viðtal
Sjúkdómurinn bitnar ekki síst á börnunum
Því fylgir gífurlegt álag og streita að vera barn eða annar aðstandandi fólks með fíknisjúkdóma og horfa upp á erfiða glímu sem oft tekur langan tíma. COVID hefur sett strik í rekstur SÁÁ og nú eru 540 manns á biðlista. Samtökin efna til landssöfnunnar í þætti sem sýndur er á RÚV á morgun.
03.12.2020 - 16:21
Lag dagsins
Allsnakinn kemurðu í heiminn
Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ verður sýndur á morgun á RÚV. Fram að þessu hefur verið boðið upp á lag dagsins þar sem valinkunnir listamenn sýna góða takta. Lag dagsins er Ómissandi fólk eftir Magnús Eiríksson í flutningi systkinanna Ellenar og KK.
03.12.2020 - 13:18
Lag dagsins
Ástin er ekki ótæmandi brunnur
Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ verður sýndur 4. desember á RÚV. Fram að því verður boðið upp á lag dagsins þar sem valinkunnir listamenn sýna góða takta. Lag dagsins er ábreiða Bríetar og Rubins Pollock af lagi kanadísku tónlistarkonunnar Feist, laginu The Limit to your love.
02.12.2020 - 12:58
Biðla til almennings vegna áhrifa faraldursins
Áhrif COVID-19 á tekjuöflun SÁÁ hafa verið mikil og áhrifanna gætir ekki einungis hjá sjúklingum sem fara í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi heldur einnig hjá aðstandendum. Á föstudaginn verður söfnunarþáttur SÁÁ „Fyrir fjölskylduna“ í beinni útsendingu klukkan 19:40 á RÚV.
30.11.2020 - 16:25
Lag dagsins
Didda syngur „Til hvers er ég?“
Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ verður sýndur 4. desember á RÚV. Fram að því verður boðið upp á lag dagsins þar sem valinkunnir listamenn sýna góða takta. Lag dagsins er Til hvers er ég? með Sigurlaugu „Diddu“ Jónsdóttur og Ryan Carlsson Van Kriedt
30.11.2020 - 13:08
Lag dagsins
Herbert fer enn ekki fet
Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ verður sýndur 4. desember á RÚV. Fram að því verður boðið upp á lag dagsins þar sem valinkunnir listamenn sýna góða takta. Lag dagsins að þessu sinni er ódauðlegur smellur Herberts Guðmundssonar, Can't walk away.
29.11.2020 - 15:25
Lag dagsins: Ég fann ást
Söfnunarþáttur fyrir SÁÁ verður sýndur 4. desember á RÚV. Fram að því verður boðið upp á lag dagsins þar sem valinkunnir listamenn sýna góða takta.
26.11.2020 - 14:21
Spegillinn
Telur flesta sem spila í kössum glíma við fíkn
SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, ætla að draga sig út úr Íslandsspilum og hætta þar með rekstri spilakassa. Framkvæmdastjórn SÁÁ bókaði í síðustu viku að hún væri sammála því að samtökin hætti þátttöku í Íslandsspilum og valin yrði útgönguleið sem verði þjónustu við fólk með spilafíkn. Einar Hermannsson formaður samtakanna segir að stjórn þeirra þurfi að samþykkja endanlega útgöngu.
04.11.2020 - 09:04
Stjórn SÁÁ ákveður að slíta samstarfi um Íslandsspil
Stjórn SÁÁ hefur ákveðið að hætta þátttöku í rekstri spilakassa. Þannig verða tengsl rofin við Íslandsspil, sameignarfélagi SÁÁ ,Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rekstur kassanna.
01.11.2020 - 19:48
Öllum innlögnum á Vog frestað eftir COVID-smit
Öllum innlögnum á Sjúkrahúsið Vog hefur verið frestað eftir að COVID-19 smit greindist hjá sjúklingi þar á laugardaginn. 17 sjúklingar af sömu deild eru nú í sóttkví auk þriggja starfsmanna. Þá greindist starfsmaður á Vogi með COVID-19 á sunnudaginn og fór einn samstarfsmaður hans í sóttkví í kjölfar þess.
Nýtt áfangaheimili tekið í notkun á Akureyri
Nýtt áfangaheimili verður tekið í notkun á Akureyri í dag. Íbúarnir fá aðstoð við að koma sér út í samfélagið á nýjan leik. Á heimilinu eru 12 herbergi en það er rekið án opinberra styrkja.
12.10.2020 - 11:30
Viðtal
„Margir eru orðnir langdrukknir“
Það er augljóst að þær aðstæður sem fylgt hafa COVID-19 faraldrinum hafa orðið til að auka drykkju hjá mörgum sem leita sér aðstoðar á Vogi. Þetta segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Hún segir að einangrun og missir vinnu eða ákveðinnar reglufestu í daglegu lífi hafi reynst mörgum erfið. 
23.09.2020 - 08:51
Minni eftirspurn eftir meðferð ungs fólks vegna aðgerða
Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ þakkar það aðgerðum stjórnvalda að minni eftirspurn sé meðal yngstu aldurshópanna eftir meðferð við áfengis- og vímuefnaneyslu. Hún vonar að viðbrögð vegna kórónuveirunnar leiði til frekari aðgerða til að sporna við dauðsföllum vegna vímuefna.
07.09.2020 - 12:38
Hugsi yfir tvískinnungi í heimsbaráttunni gegn COVID
Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segist hugsi yfir tvískinnungnum sem henni finnst birtast í heimsbaráttunni gegn COVID-19. Hún segir litla stemningu vera fyrir því að taka á fíknivanda sem verður fleirum að bana ár hvert en faraldurinn.
07.09.2020 - 08:05
Segðu mér
„Ég er hamingjusamur, glaður og frjáls“
„Ég var svona barnafyllibytta, byrjaði mjög snemma, en hætti líka mjög ungur,“ segir Einar Hermannsson nýkjörinn formaður SÁÁ. „Ég var 11 ára gamall sem telst frekar ungt, ég fór á minn fyrsta AA-fund 17 ára. Var þó búinn að vita í nokkurn tíma að ég ætti við vandamál að stríða.“
02.07.2020 - 14:01
Einar er nýr formaður SÁÁ
Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ. Einar sóttist eftir formennsku samtakanna auk Þórarins Tyrfingssonar. Sitjandi formaður SÁÁ er Arnþór Jónsson en hann sóttist ekki eftir áframhaldandi formennsku.
30.06.2020 - 22:37
Stuðningsmenn Einars Hermannssonar náðu kjöri
Allir þeir sem buðu sig fram í stjórn Einars Hermannssonar náðu kjöri sem stjórnarmeðlimir SÁÁ. Varamenn á lista Einars náðu einnig kjöri. Aðalfundur SÁÁ hófst klukkan fimm síðdegis.
30.06.2020 - 20:35
Hörð barátta um formannssætið í dag
Búast má við harðri baráttu um formanns- og stjórnarsæti á aðalfundi SÁÁ kl. 17 í dag á Hilton hóteli í Reykjavík. Formannskjör verður að fundi loknum. Þórarinn Tyrfingsson, sem var áður yfirlæknir á Vogi í þrjátíu og þrjú ár, og Einar Hermannsson, sem setið hefur í stjórn SÁÁ í fjögur ár, sækjast eftir formannssætinu.
30.06.2020 - 12:39
Morgunútvarpið
Einar segir fjármuni ekki vandamálið
Einar Hermannsson, sem nú býður sig fram til formanns stjórnar SÁÁ, segir ágreining innan samtakanna ekki hafa neitt með eignir eða fjármuni félagsins að gera. Reksturinn sé svipaður og hann hafi verið undanfarin tíu ár þó að vissulega hafi kórónuverufaraldurinn sett strik í reikninginn.
24.06.2020 - 09:45