Færslur: Rýmingar

Rýming gildir áfram í Varmahlíð
Rýming níu húsa gildir enn í Varmahlíð í Skagafirði eftir að aurskriða féll á tvö hús þar síðdegis í gær. Stöðuskýrsla verður gefin út eftir fund almannavarnanefndar klukkan tíu, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Viðtal
Dagur segir ábyrgðarhluta að rýma allt höfuðborgarsvæði
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins segir það ábyrgðarhluta að ætla sér að rýma allt höfuðborgarsvæðið. Áríðandi sé þó að áætlun um slíkt sé til.
Rýmingaráætlun er til fyrir höfuðborgarsvæðið
„Það er til rýmingaráætlun fyrir höfuðborgina. Það er mikilvægt því þá er vitað hvað ber að gera ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún var gestur í Silfrinu í morgun.
Gul viðvörun vegna norðanhríðar nyrðra og eystra
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna yfirvofandi norðanhríðar á Ströndum, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Spáð er norðankalda eða stinningskalda, 10 - 18 metrum á sekúndu með skafrenningi og éljagangi, sem spilla skyggni og færð, einkum á fjallvegum.
„Óhugur yfir að svona geti gerst í okkar rólega hverfi“
„Það var óhugur í fólki yfir að svona lagað gerist í okkar rólega hverfi,“ segir Kolbrún Guðmundsóttir íbúi í Gladsaxe, í samtali við fréttastofu. Allir hafi þó haldið ró sinni. Kaupmannahafnarlögreglan gerði bílsprengju óvirka í hverfinu í gærkvöldi. Málið er nú rannsakað sem tilraun til manndráps.
17.01.2021 - 11:49
Eykur óöryggi í hættuástandi að hafa ekki flóttaleið
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að vonir standi til þess að hægt verði að aflétta rýmingu á Seyðisfirði að einhverju leyti í dag. Vegna veðurs hefst hreinsunarstarf á rústunum eftir stærstu skriðuna í fyrsta lagi á morgun. Varaformaður björgunarsveitarinnar segir það bæta gráu ofan á svart að Fjarðarheiðin skuli vera lokuð vegna veðurs.
Ekki víst að rýmingu verði aflétt í vikunni
Íbúar efstu húsa í jaðri rýmingarsvæðisins á Seyðisfirði fá ekki að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi sunnudaginn 27. desember. Þetta var ákveðið á fundi almannavarna í dag . Aðstæður á svæðinu hafa batnað hratt eftir að rigningu slotaði og það kólnaði í veðri en aftur á móti er gert ráð fyrir því að það hlýni að nýju á aðfanga- og jóladag. 
22.12.2020 - 13:32