Færslur: Ryanair

Langar raðir, tafir og ringulreið á flugvöllum í Evrópu
Ringulreið hefur ríkt á flugvöllum víða um Evrópu það sem af er sumri. Á Heathrow í Lundúnum hafa aðeins 49% flugvéla verið farnar í loftið á réttum tíma. Breskir fjölmiðlar segja stöðuna þunga, raðir í öryggisleit séu ógurlega langar og miklar tafir á allri þjónustu.
18.07.2022 - 00:57
Erlent · Ferðaþjónusta · Flugvellir · Evrópa · Verkföll · Tafir · álag · kjaradeilur · SAS · easyJet · Ryanair
Áhafnir EasyJet og Ryanair viðhalda verkfallsaðgerðum
Áhafnir lággjaldaflugfélaganna EasyJet og Ryanair á Spáni ætla að leggja niður störf á nokkrum völdum dagsetningum í júlí. Kröfur starfsfólksins snúa bæði að launakjörum og starfsaðstöðu.
03.07.2022 - 05:30
Yfirvofandi verkföll gætu raskað flugi í Evrópu í sumar
Mikið hefur verið um tafir á alþjóðaflugvöllum undanfarið og þúsundir orðið strandaglópar vegna aflýstra flugferða. Starfsfólk fimm stórra flugfélaga í Evrópu hyggst leggja niður störf í sumar, ef því tekst ekki að semja við félögin um kjör sín.
01.07.2022 - 02:59
Skýrsla um þvingaða lendingu þotu í Minsk tilbúin
Skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um að farþegaþotu írska flugfélagsins Ryan Air var gert að lenda í Hvíta Rússlandi 23. maí í fyrra hefur verið birt. Skýrslan var gerð opinber öllum aðildarríkjum stofnunarinnar í dag að því er fram kemur í yfirlýsingu.
Hertar aðgerðir gegn Hvítrússum ræddar á morgun
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, kallar eftir breiðri samstöðu ríkja um að beita Hvíta Rússland frekari viðskiptaþvingunum. Þetta sagði ráðherrann í aðdraganda fundar Evrópusambandsins í Lúxemborg á morgun.
Segir flugstjórann hafa neyðst til að lenda í Minsk
Flugstjóri farþegaþotu Ryanair sem gert var að lenda í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands 23. maí síðastliðinn átti ekki annars úrkosta að sögn forstjóra flugfélagsins. 
16.06.2021 - 02:24
Slitu stjórnmálasambandi vegna fána
Sambúð Hvít-Rússa við grannlönd sín í vestri er nú við frostmark og stjórnin í Minsk hefur slitið stjórnmálasambandi við Lettland. Fáir stjórnarerindrekar eru í sendiráðum Lítháens og Póllands.  Sambúð Hvíta-Rússland og grannríkja, annarra en Rússlands, hefur versnað til muna eftir að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, lét handtaka Roman Protasevich, áhrifamikinn stjórnarandstæðing og blaðamann, og unnustu hans.
01.06.2021 - 17:02
Segir aðgerðir Hvítrússa ólöglega yfirtöku
Írski utanríkisráðherrann Simon Coveney segir aðgerðir hvítrússneskra yfirvalda í flugvél Ryanair í gær jafngilda ólöglegri yfirtöku á vélinni af hálfu ríkisins. Michael O-Leary, forstjóri Ryan-air, telur að fulltrúar hvítrússnensku leyniþjónustunnar hafi verið um borð. Vél Ryanair var snúið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á leið frá Grikklandi til Litháen í gær þar sem blaðamaðurinn Roman Protasevich var handtekinn.
24.05.2021 - 10:16
Ítalir hóta að banna Ryanair að fljúga til landsins
Samgönguyfirvöld á Ítalíu hótuðu í dag að banna írska flugfélaginu Ryanair að fljúga til landsins á þeim grundvelli að flugfélagið fylgi ekki sóttvarnarreglum.
05.08.2020 - 19:21
Sprengjuhótun í Ryanair-þotu
Norska lögreglan er með 51 árs Breta í haldi, grunaðan um að hafa tilkynnt um sprengju í farþegaþotu frá Ryanair þegar hún var á leið frá Stansted flugvelli á Englandi til Gardermoen í Noregi. Danskar orrustuþotur flugu á móts við Ryanair-vélina þegar hún var yfir Skagerak og fylgdu henni til Noregs. Þar var farþegum hleypt frá borði og sprengjusérfræðingar fengnir til að rannsaka þotuna.
17.07.2020 - 12:15