Færslur: #RúvNúll

FÁ í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1996
Fjölbrautaskólinn við Ármúla vann Fjölbrautaskólann í Garðabæ með 28 stigum gegn 20 í Gettu betur í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem FÁ kemst í undanúrslit keppninnar.
07.02.2020 - 21:29
Úrslit kvöldsins í Gettu betur
Fyrsta viðureignin í Gettu betur í átta liða úrslitum fór fram í kvöld. Það var viðureign Borgarholtsskóla og Tækniskólans. Keppnin var æsispennandi og var það í raun ekki fyrr en á síðustu spurningu að ljóst varð hvort liðið myndi halda áfram í fjögurra liða úrslit.
31.01.2020 - 20:57
Vaxtaverkir, valdabarátta, ákefð og ást
Söngkonan Hera Hjartardóttir er nýflutt heim til Íslands eftir að hafa verið búsett á Nýja Sjálandi um árabil. Hún sendi nýverið frá sér lag sem nefnist Process og verður að finna á nýrri plötu sem kemur út í apríl.
13.01.2020 - 12:50
Lestin
Herörin gegn ofbeldismyndum á Íslandi
Þann 23. mars 1983 voru lög um bann við ofbeldismyndum samþykkt. Tveimur árum síðar var birtur svonefndur bannlisti, með 67 kvikmyndum, sem ólöglegt var með öllu að dreifa eða sýna á Íslandi. Rassía var gerð á vídeóleigum og Páll Óskar Hjálmtýsson var kallaður til lögreglu.
30.11.2019 - 09:06
Þegar Davíð tók fyrsta Big Mac bitann
Á föstudag eru 10 ár liðin frá því að McDonald’s lagði upp laupana á Íslandi. Brotthvarf keðjunnar varð að eins konar táknmynd efnahagshrunsins en á sama hátt markaði innreið skyndibitarisans á íslenskan markað árið 1993 kaflaskil í sögu þjóðarinnar.
30.10.2019 - 09:24
Myndband
746 fíkniefnaauglýsingar á 20 mínútum
Á tuttugu mínútum rakst Snærós Sindradóttir á 746 auglýsingar fyrir fíkniefni á samfélagsmiðlum. Snærós var umsjónarmaður söfnunarþáttarins Vaknaðu ásamt Sigmari Guðmundssyni. Í þættinum var fjallað um fíkniefnaneyslu ungmenna á Íslandi.
Viðtal
Fleiri slys vegna fíkniefnaaksturs en áfengis
Áttatíu og fimm slys tengd akstri undir áhrifum fíkniefna voru skráð hjá Samgöngustofu í fyrra. Skráð slys vegna fíkniefnaaksturs voru í fyrsta sinn fleiri en slys vegna ölvunaraksturs.
11.09.2019 - 11:32
Miðborgarslagur í Gettu betur
Úrslitaviðureign Gettu betur fer fram á föstudagskvöld í Austurbæ en þá eigast við lið MR og Kvennó sem samanlagt eiga að baki 23 sigra í keppninni. Eins og fyrri árin hefur mikið gengið á í aðdraganda úrslitanna en Kvennó á að baki sigra gegn liðum FAS, MB, Borgó og FSu, en MR lagði á leið sinni í úrslitin lið Tækniskólans, Flensborgar, MH og MA
FSu og Kvennó í síðari viðureign undanúrslita
Seinni umferð undanúrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Kvennaskólans í Reykjavík takast á  um hvort liðanna kemst áfram í úrslit keppninnar í ár. Í síðustu viku tryggði lið MR sér sæti í úrslitum með sigri á liði MA í fyrri undanúrslitum keppninnar.

Mest lesið