Færslur: RÚVnúll

Ofsótta tónskáldið Theodorakis
2. september lést Mikis Theodorakis, 96 ára að aldri. Theodorakis var frægasta tónskáld Grikkja, ekki síst þekktur fyrir tónlist sína við kvikmyndina „Grikkinn Zorba“, en hann samdi tónlist af margvíslegu tagi, allt frá mótmælasöngvum upp í óperur. Hann lenti oft í fangelsi í heimalandi sínu vegna stjórnmálaskoðana og á tíma herforingjastjórnarinnar, 1967-1974, var tónlist hans bönnuð.
23.09.2021 - 12:46
Versló komst í undanúrslit Gettu betur
Lið Verzlunarskóla Íslands lagði lið Menntaskólans á Ísafirði að velli í lokaviðureign átta liða úrslitanna í Gettu betur í kvöld. Lið Verzlunarskólans vann sér inn 32 stig gegn 25 stigum Ísfirðinga.
FÁ í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1996
Fjölbrautaskólinn við Ármúla vann Fjölbrautaskólann í Garðabæ með 28 stigum gegn 20 í Gettu betur í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem FÁ kemst í undanúrslit keppninnar.
07.02.2020 - 21:29
Fimm áfram í Gettu betur - Sögulegt hjá Tækniskólanum
Fimm viðureignir fóru fram í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld og nú eru sjö skólar komnir áfram í átta liða úrslit.
16.01.2020 - 22:12
Mannræninginn sem klónaði hundinn sinn
Hún var valin fegursta kona Wyoming, varð ástfangin af ungum mormóna í Utah, rændi honum í Englandi og klónaði hundinn sinn í Suður-Kóreu. Saga Joyce McKinney er lyginni líkust.
24.11.2019 - 14:36
Myndskeið
Ingibjörg Elsa finnur eitthvað í öllu
„Bassinn er fjölhæft hljóðfæri þannig það er hægt að spila alls konar. Mér finnst ekkert eitt skemmtilegra en annað, maður getur alltaf fundið eitthvað í öllu,“ segir Ingibjörg Elsa Turchi bassaleikari og tónsmiður sem hlaut nýlega viðurkenningu Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns.
29.06.2019 - 14:45
Sextán ára stúlka labbar í kringum Ísland
Hin sextán ára Eva Bryndís Ágústsdóttir er lögð af stað gangandi hringinn í kringum Ísland. Hún verður með ferðadagbók á RÚV núll næstu fimmtíu dagana svo það verður spennandi að fylgjast með þessu langa ferðalagi.
18.06.2019 - 13:55
Viðtal
Tæpur drengur verður tengdur
Rapparinn Drengur er eitt heitasta nafnið í nýrri kynslóð rappara í Reykjavík og hefur vakið mikla athygli fyrir plötuna Tengdur. Hann er einnig þekktur sem Lexi, er 23 ára og úr Vesturbænum.
26.03.2019 - 17:16
Myndskeið
Hefur alltaf verið meiri köttur en manneskja
„Ég geri bara það sem hún segir,“ segir Guðbjörg Ragnarsdóttir. Hún er að sauma búning á 15 ára dóttur sína sem skilgreinir sig sem „furry“, eða loðdýr.
19.03.2019 - 13:10
Valdimar, Vök og Kaktus
Nokkuð hressandi vika í Undiröldinni liðin og útgáfa hefur verið með blómlegasta móti nú í janúar og þess vegna margt spennandi að skoða í þætti kvöldsins. Við heyrum ný lög frá þrautreyndum poppurum úr Valdimar og Vök en einnig af samstarfi þýsku teknórisana í Booka Shade við Kaktus Einarsson og nokkra fleiri smelli.
28.01.2019 - 09:30
Fimm fönkí slagarar fyrir helgina
Bara einn þriðjudagur eftir í janúar og því ber að fagna með því að dingla sér smá við nýja og ferska tónlist. Tónlistarmenn vikunnar taka nokkur tryllt spor fyrir okkur og meðal flytjenda er ein skærasta rappstjarna Minneapolis, tilvonandi Íslandsvinur, fjöllistahópur frá Lundúnum, maður með grill og sverð í anditinu og konungur angurværra vangalaga.
25.01.2019 - 15:32
Aðventugleði: Jói Pé og Króli - 00:26
Jói Pé og Króli fluttu lag af nýrri plötu á aðventugleði Rásar 2 föstudaginn 7. desember. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kom þar fram og tók lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is.
Fyrsti þeldökki forsíðuljósmyndarinn hjá Vogue
Hinn 23 ára gamli Tyler Mitchell varð á dögunum fyrsti þeldökki ljósmyndarinn til að taka forsíðumynd fyrir bandarísku útgáfu Vogue tískutímaritsins. Var það tónlistarkonan Beyoncé sem stóð að baki ákvörðuninni en hún fékk fullt listrænt frelsi varðandi forsíðumyndaþátt í blaðinu.
01.08.2018 - 15:27