Færslur: RÚV50

Hver er eftirminnilegasta sjónvarpsstundin?
Sjónvarpið hefur á stundum sameinað heilu fjölskyldurnar, jafnvel þjóðina alla fyrir framan skjáinn. Þau eru mörg þessi augnablik í sögu sjónvarps sem eiga sérstakan sess í hjarta okkar og hver og einn áhorfandi á sitt uppáhalds sjónvarpsaugnablik.
03.11.2016 - 10:15
Stundin okkar í hálfa öld
Lífseigasti þátturinn í íslenskri sjónvarpssögu er án vafa barnaþátturinn Stundin okkar, sem fór fyrst í loftið árið 1966, sama ár og Ríkissjónvarpið hóf útsendingar. Margar ógleymanlegar persónur hafa litið dagsins ljós í 50 ára sögu Stundarinnar, sem hefur skemmt æsku þjóðarinnar kynslóð eftir kynslóð.
11.10.2016 - 09:49
Þjóðin hefur valið besta barnalagið
Besta barnalag síðustu 50 ára hefur verið valið. Rás 2 og RÚV efndu á dögunum til kosningar um besta barnalag síðustu 50 ára og það stóð ekki á viðbrögðum. Valið stóð á milli 26 ástsælla barnalaga en sigurlagið – Vögguvísa úr Dýrunum í Hálsaskógi – hlaut afgerandi kosningu.
10.10.2016 - 15:56
Þulurnar snúa aftur
Í tilefni af 50 ára afmæli sjónvarps á Íslandi endurvekur RÚV þularkynningar í kvölddagskrá sinni um helgina, en rúm sex ár eru síðan að sá siður var aflagður. Nú í kvöld hefur dagskráin verið kynnt bæði af góðvinum sjónvarpsins og nýjum andlitum.
30.09.2016 - 22:20
 · RÚV50
Veldu besta barnalag síðustu 50 ára
Rás 2 og RÚV leita til hlustenda í vali á besta barnalagi síðustu 50 ára í ákaflega óvísindalegri könnun. Tilefnið er einn af afmælisþáttum Sjónvarpsins, sem sýndur verður laugardagskvöldið 8. október. Þar munu þeir Felix Bergsson og Gunnar Helgason rifja upp 50 ára sögu barnaefnis í sjónvarpi og taka á móti fjölmörgum gestum.
28.09.2016 - 09:14
„Memory“ í nýrri íslenskri þýðingu
Sigríður Thorlacius syngur lagið „Minning ein“, sem upprunalega hét „Memory“ og var leikið af Hljómum árið 1966, sem þá kölluðu sig Thor's Hammer.
25.09.2016 - 11:40
Fyrstu skref listamanna á frægðarbraut
Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá fyrstu skref nokkurra merkra listamanna í sjónvarpi. Meðal annarra má þar sjá píanistann Víking Heiðar Ólafsson, átta ára gamlan, koma fram í sjónvarpi í fyrsta sinn, Björk flytja Fæðingarsögu frelsarans í Stundinni okkar og Baltasar Kormák eiga leiksigur á menntaskólaaldri.
24.09.2016 - 22:30
„Ég hélt að við mundum verða gömul saman“
Rafmagnað samband Kolbrúnar Bergþórsdóttur og Páls Baldvins Baldvinssonar hélt áhorfendum límdum við skjáinn árin sem þau voru gagnrýnendur Kiljunnar. Þau ræddu um samstarf sitt í beinni útsendingu, þar sem menningarumfjöllun síðustu 50 ára í sjónvarpi var undir. Þau voru venju samkvæmt ekki sammála.
24.09.2016 - 21:45
Fjaðrafok á Bókmenntahátíð í Reykjavík 1987
Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson skandalíseraði á rithöfundaþingi á Bókmenntahátíð í Reykjavík 1987, þar sem hann sagði hátíðina vera móðgun við íslenska alþýðu og vandaði skandinavískum þátttakendum hennar ekki kveðjurnar.
22.09.2016 - 09:16
Fátt er betra en góð mistök
Fréttamenn í sjónvarpi gera sitt besta til að virðast rólegir og yfirvegaðir þótt aðstæður séu oft skrautlegar. Kannski er það einmitt þess vegna sem áhorfendum þykir óskaplega gaman þegar eitthvað ber út af og fólkið á skjánum lendir í flækju.
17.09.2016 - 22:00
Nýtt frímerki í tilefni af 50 ára afmæli RÚV
Pósturinn gaf í dag út fimm ný frímerki, en eitt þeirra er gefið út í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi. Þá var einnig gefin út smáörk til minningar um franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas?, sem fórst við Íslandsstrendur fyrir 80 árum.
16.09.2016 - 14:22
Bogi í áranna rás — veldu besta Bogann
Bogi Ágústsson hóf störf á fréttastofu Sjónvarpsins í ársbyrjun 1977. Rúmum áratug áður en þetta langlífa samband Boga og sjónvarpsáhorfenda byrjaði, hófust sjónvarpsútsendingar í fyrsta sinn hér á landi. Í ár fögnum við 50 ára sögu sjónvarps á Íslandi og af því tilefni verður fréttaumfjöllun síðustu fimm áratuga tekin til skoðunar í beinni útsendingu á laugardagskvöldið.
15.09.2016 - 13:38
Þjóðin hefur valið besta Skaupsatriðið
Besta atriðið í sögu Áramótaskaupsins hefur verið valið. Við buðum þjóðinni að tjá hug sinn og hlaut ástsælt atriði Eddu Björgvins og Ladda, úr Áramótaskaupinu 1984, afgerandi kosningu.
12.09.2016 - 12:22
Tíu bestu Skaupsatriði sögunnar
Á dögunum blésum við til kosningar um bestu Skaupsatriðin frá upphafi. Kjörsóknin var vonum framar og samkvæmt þeim leiðarvísi voru grafin upp úr kistum RÚV þau 10 atriði sem þykja bera af.
07.09.2016 - 10:37
RÚV 50 ára – hvers saknarðu mest?
Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að sjónvarpsútsendingar hófust á Íslandi býður RÚV til afmælisveislu í nýjum skemmtiþætti í beinni útsendingu.
02.09.2016 - 12:32
Hvert er besta atriðið í sögu Skaupsins?
Í tilefni af 50 ára afmæli RÚV verður rifjað upp það besta og eftirminnilegasta úr íslensku skemmtiefni á tímabilinu. Allt íslenskt grín, sprell og spjallþættir síðasta aldarhelming eru undir og þar skipa Áramótaskaupin auðvitað sérstakan sess.
31.08.2016 - 13:24
Sjálfskaparvíti að eiga svona mörg börn
Árið 1980 stýrði Sigrún Stefánsdóttir fréttakona sjónvarpsþætti sem nefndist Þjóðlíf. Í fjórða þætti leit hún við hjá hjónum sem höfðu eignast 20 börn og áttu í heildina 103 afkomendur.
26.08.2016 - 13:11
Óvægin fræðsla í Ó-inu
Skemmti- og fræðsluþátturinn Ó vakti mikla athygli þegar hann hóf göngu sína árið 1995. Þátturinn var í loftinu í tvö ár, naut vinsælda og fjallaði á opinskáan máta um ýmis viðkvæm málefni. Tilmælum var beint að foreldrum um að börn eldri en 12 ára ættu að horfa á þáttinn.
16.08.2016 - 12:26
Svona urðu Hvalfjarðargöngin til
Mörgum Skagamönnum þótti það vera gleðiefni þegar hægt var að aka undir Hvalfjörðinn í stað þess að fara í kringum hann. Göngin eru enn í dag vinsæl ferðamannaleið og aka rúmlega 5000 bílar í gegnum göngin á sólarhring.
13.08.2016 - 12:05
Kattamatur fyrir nútíma Íslendinga
Ekki er öll vitleysan eins, en hér að ofan í þessari skrautlegu auglýsingu fyrir Kisa kattamat fer á kostum hópur landsþekktra grínara í gamanþættinum Örninn er sestur. Þátturinn, sem var á dagskrá RÚV veturinn 1996, var kynntur sem skemmtiþáttur um Íslendinga sem haga sér eins og svín.
12.08.2016 - 12:45
Ris og fall Tívolísins í Hveragerði
Tívolíið í Hveragerði var mikil bjartsýnisframkvæmd. Upphaflega var það stofnað til að þjóna þeim mikla fjölda fólks sem átti leið hjá og í gegnum Hveragerði. Það átti lengi við rekstrarörðugleika að stríða og koma bresks farandtívolís til landsins bætti ekki úr skák og hafði slæm áhrif á aðsókn. Því var lokað vorið 1994.
11.08.2016 - 13:45
Þegar Mick Jagger heimsótti Ísafjörð
Á hverju ári koma þúsundir ferðamanna með skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar, en um síðustu aldamót var frekar fátítt að þangað kæmu ferðamenn sjóleiðina. Íbúar á Ísafirði urðu því margir hissa þegar söngvari The Rolling Stones, Mick Jagger, kom siglandi að bænum á snekkju árið 1999.
08.08.2016 - 13:57
Slímugasti þrautaþáttur landsins rifjaður upp
Spurninga- og þrautaþátturinn SPK hóf göngu sína haustið 1993 en þar kepptu krakkar sín á milli á aldrinum 10-12 ára. Þátturinn, sem kenndur var að mestu við körfubolta og slím, var sýndur á sunnudagskvöldum og naut gífurlegra vinsælda á meðal markhópsins, þótti hann líka óvenjulegur að mörgu leyti.
22.07.2016 - 13:12
Húsið sem sprakk
Í ár eru fjörtíu ár liðin frá því mikil sprenging varð í einu reisulegasta íbúðarhúsi Akraness, Vesturgötu 32. Sprenginging varð í miðstöðvarkút í húsinu um miðja nótt og húsið nær eyðilagðist við sprenginguna. Tvær konur voru í húsinu, mæðgur, og sluppu þær lifandi fyrir einhverskonar kraftaverk. Dóttirin, Helga Ingunn Sturlaugsdóttir var þrettán ára þegar þetta var og hún man vel eftir þessari örlagaríku nótt.
19.07.2016 - 13:40