Færslur: RÚV núll

Dramatískustu augnablik Kardashian fjölskyldunnar
Í gærkvöld tilkynnti Kardashian-Jenner fjölskyldan að væntanleg þáttaröð af raunveruleikaþætti þeirra, Keeping Up with the Kardashians, yrði sú síðasta. Þættirnir hafa verið á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar E! í þrettán ár og margir munu eflaust sakna þess að fá innlit inn í líf þessarar margrómuðu fjölskyldu.
09.09.2020 - 12:44
Kardashian-slektið kveður skjáinn
Kardashian-fjölskyldan, sem hefur leyft sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með lífi sínu í nærri fjórtán ár, hefur ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna frá og með næsta ári. Fjölskyldan hefur grætt á tá og fingri á þáttunum sem hafa gert fjölskyldumeðlimi eins og Kim Kardashian og Kylie Jenner að stórstjörnum.
09.09.2020 - 11:41
„Slúðurskjóðan“ snýr aftur á skjáinn
Sjónvarpsþættirnir Gossip Girl luku göngu sinni árið 2012 eftir sex farsælar seríur. Þættirnir, um líf unglinganna á „The Upper East Side“ í New York og barátta þeirra við slúðurskjóðuna sem virtist vera hafa augu í hnakkanum, nutu mikilla vinsælda og á síðasta ári bárust fréttir af því að þættirnir myndu snúa aftur.
08.09.2020 - 12:44
Sterkar lagasmíðar og fullorðins textar á Folklore
Taylor Swift er alvöru listamaður með flotta texta og vex með hverri plötu, að mati tónlistarmannsins og Hamverjans Flosa Þorgeirssonar. Hann og aðrir farþegar Lestarklefans jusu lofi yfir nýjustu breiðskífu Swift, Folklore.
08.09.2020 - 09:00
„Mjög alvarleg staða“
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands í fótbolta segir að landsliðsmennirnir Mason Greenwood og Phil Foden hafi beðist afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnarreglur á Íslandi. Foden og Greenwood var í morgun sparkað úr enska landsliðshópnum fyrir leik Englands á móti Danmörku í Þjóðadeildinni annað kvöld.
07.09.2020 - 13:29
COVID-smit Roberts Pattinson frestar tökum á The Batman
Breski leikarinn Robert Pattinson hefur greinst með COVID-19 að sögn bandarískra fjölmiðla og sökum þess hefur þurft að fresta tökum á nýjustu kvikmyndinni um Leðurblökumanninn, sem Pattinson leikur.
04.09.2020 - 12:47
Svala, Skurken og Mc Bjór með nýja slagara
Það eru bara allir að semja lög þessa dagana og að venju er Undiraldan stappfull af nýrri íslenskri tónlist. Af helstu tíðindum má nefna nýjasta lag Svölu en hún gefur á morgun út sitt fyrsta frumsamda lag á íslensku. Þá er ekki úr vegi að nefna nýtt efni af fimmtu plötu Skurken.
03.09.2020 - 14:15
Þagði yfir meininu í þeirri von að gera framhaldsmynd
Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman sagði engum frá því að hann hefði greinst með krabbamein, hvorki hjá framleiðslufyrirtækinu Marvel né Disney, því hann var ákveðinn í að ná að gera Black Panther 2.
03.09.2020 - 13:48
Viðtal
Bjóst alls ekki við því að Eilish myndi sjá myndbandið
Billie Eilish deildi í gærkvöldi á Instagram myndbandi með íslensku tónlistarkonunni Laufeyju Lín að syngja nýjasta lag hennar, My future. Laufey segist alls ekki hafa búist við því þegar hún birti myndbandið að Eilish myndi sjá það. Hún segir að hún sé enn í sjokki.
03.09.2020 - 13:45
Tónlist í tilefni af 100 ára afmæli Hæstaréttar
Á þessu ári eru liðin 100 ár síðan Hæstiréttur Íslands tók til starfa. Réttarhöld eru fyrirbrigði sem er mjög leikrænt í eðli sínu og í réttarhöldum ráðast oft mannleg örlög á dramatískan hátt. Það er því ekki að undra þótt réttarhöld komi oft við sögu í skáldverkum – og einnig í söngleikjum og óperum.
03.09.2020 - 11:26
Kim og Kylie ögra í áður óséðu tónlistarmyndbandi Tyga
Kim Kardashian og Kylie Jenner eru í aðalhlutverki í áður óséðu tónlistarmyndbandi rapparanna Kanye West og Tyga sem lekið var á netið í vikunni.
03.09.2020 - 10:22
Konur og stúlkur berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi
Í dag hófst ný herferð hjá UN Women þar sem þau hefja sölu á nýjum Fokk ofbeldi-varningi og allur ágóði sölunnar rennur til UN Women í Líbanon. Konur og stúlkur í neyð þar í landi eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. UN Women fengu þær Önnu Maggý ljósmyndara og Guðrúnu Ýri tónlistarkonu til að hanna bolinn með þeim.
03.09.2020 - 09:38
Óvissan mikil og námið gæti orðið erfiðara
Nú eru liðnar um tvær vikur síðan framhaldsskólarnir hófust á nýjan leik. Nýnemar mættu (eða mættu ekki) í nýja skóla í glænýjar aðstæður, aðstæður sem þeir bjuggust ekki endilega við þegar þeir kláruðu sína grunnskólagöngu í vor. Lestin ræddi við Eddu Borg Helgadóttur, nýnema í Verslunarskóla Íslands, um fyrsta skóladaginn á breyttum tímum.
02.09.2020 - 13:46
Carole Baskin mun sýna klærnar á dansgólfinu
Stórkattaeigandinn Carole Baskin, sem flestir ættu að þekkja úr heimildarþáttunum Tiger King, verður meðal keppenda í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing with the Stars þar sem stjörnur úr öllum áttum læra samkvæmisdans í von um að sigra glitrandi glimmerbikar.
Nýtt frá Sycamore Tree, Coney Island Babies og fleirum
Að venju er af nægu að taka í íslenskri tónlistarútgáfu í Undiröldunni og færri komast að en vilja. Að þessu sinni er það áframhaldandi kántríæðið sem runnið hefur á Sycamore Tree, nýr söngull frá Coney Island Babies og ýmislegt fleira sem tekur sviðið.
02.09.2020 - 13:00
„Síðustu mánuðir hafa verið virkilega erfiðir“
Andy Lassner yfirframleiðandi spjallþáttanna The Ellen DeGeneres show tók sér hlé frá samfélagsmiðlum í dágóðan tíma en birti svo myndband í gær á Instagram-reikningi sínum þar sem hann sagði að hann væri mættur aftur á samfélagsmiðla.
01.09.2020 - 16:49
Adele sökuð um menningarnám á afrískri hárgreiðslu
Tónlistarkonan Adele hefur verið sökuð um menningarnám eftir að hún birti mynd af sér á Notting Hill kjötkveðjuhátíðinni á Instagram í gær. Þar sást söngkonan ástsæla með afríska hárgreiðslu og í bíkíníi með jamaíska fánanum á.
01.09.2020 - 16:05
Spennandi tækifæri fylgja netkeppni um Gulleggið 2020
Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fer í ár fram í þrettánda sinn. Keppnin er fyrir löngu orðin rótgróin í nýsköpunarheiminum en vegna stöðunnar í samfélaginu fer Gulleggið að þessu sinni fram á netinu. Umsóknarfrestur fyrir hugmyndir er til 3. september.
01.09.2020 - 14:13
„Spjarasafnið“ hugsað eins og Airbnb fyrir fatnað
Hugmyndasmiðja Umhverfisstofnunnar, Spjaraþonið, fór fram um síðastliðna helgi þar sem leitast var eftir lausnum við textílvandanum. Sigurhugmyndin kallaðist „Spjarasafnið“ og er hugsað sem eins konar Airbnb leiga fyrir fatnað.
01.09.2020 - 12:50
Tilkynning um andlát Boseman brýtur blað í sögu Twitter
Dánartilkynning sem birt var á Twitter-reikningi bandaríska leikarans Chadwicks Boseman er mest „lækaða“ tíst sem birt hefur verið á samfélagsmiðlinum.
31.08.2020 - 16:23
Komin í úrslit í alþjóðlegri umhverfissamkeppni
Nemendur í tíu framhaldsskólum sendu inn verkefni í samkeppni Landverndar sem ber heitið Ungt umhverfisfréttafólk. Tvö af þeim taka nú þátt í alþjóðlegri keppni ungs umhverfisfréttafólks.
31.08.2020 - 12:33
Grímur og glamúr á VMA verðlaunahátíðinni
VMA verðlaunin, árleg tónlistarverðlaunahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV, var haldin í gærkvöld. Vegna heimsfaraldursins voru hátíðarhöldin að sjálfsögðu með öðru sniði en vanalega en það kom ekki í veg fyrir að stjörnurnar klæddu sig upp í sitt fínasta og kæmu fram og flyttu tónlist sína.
31.08.2020 - 11:45
Chadwick Boseman lést af völdum krabbameins
Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar, aðeins 43 ára. Banamein hans var ristilkrabbamein, segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum Bosemans. Æxlið uppgötvaðist árið 2016, en hann hélt ótrauður ferli sínum í Hollywood áfram þrátt fyrir það.
29.08.2020 - 03:46
Hlaupandi hlaupbaunir heilla tölvuleikjaheiminn
Tölvuleikurinn Fall Guys: Ultimate Knockout hefur notið óvæntra vinsælda í tölvuleikjaheiminum upp á síðkastið. Í leiknum spila spilarar sem hlaupandi hlaupbaunir (e. jelly beans) sem hafa það að markmiði að vera síðasta baunin uppistandandi.
28.08.2020 - 16:25
Magnað tækifæri að fá að vinna með svona stórum aðilum
Tara Sóley Mobee var valin sem fulltrúi STEFs og ÚTÓN í alþjóðlegum lagahöfundabúðunum NordicLA ásamt þeim Eðvarð Egilssyni og Úlfi Eldjárn. Tara tekur þátt í popptónlistarbúðum en Eðvarð og Úlfur taka þátt í lagahöfundabúðum sem snúa að kvikmyndatónlist.
28.08.2020 - 15:47