Færslur: RÚV núll

„Bið alla dægurlagamenningu afsökunar“
Rapparinn Emmsjé Gauti er ekki vanur því að liggja á skoðunum sínum en viðurkennir að hann hafi mildast með árunum, að minnsta kosti á yfirborðinu. Nýjasta plata hans sem kemur út í byrjun næsta mánaðar er töluvert poppaðari en það sem hann hefur áður gefið út.
24.06.2020 - 13:23
Forsetakosningar
Forseti sé málsvari þess jákvæða og uppbyggjandi
Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti og forsetaframbjóðandi segist finna kraftinn sem býr í næstu kynslóð. Hún beri virðingu fyrir náttúrunni og vilji samfélag fjölbreytni, frelsis og fordómaleysis. Guðni ræddi forsetaferilinn, unga fólkið og framtíðina eftir gott útihlaup við Bessastaði.
GDRN og Skoffín á Innipúkanum sem snýr aftur í miðbæinn
GDRN, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Skoffín eru meðal listamanna sem koma fram á Innipúkanum sem haldinn verður í Gamla bíói og á Röntgen um verslunarmannahelgina.
23.06.2020 - 15:43
Forsetakosningar
Unga fólkið er framtíðin en það þarf auðlindirnar
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segist hafa farið í framboð af því honum fannst núverandi forseti ekki taka nógu mikið mark á þjóðinni. Guðmundur Franklín ræddi framboð sitt, framtíðarsýn og unga fólkið yfir laufléttum Skrafl leik.
Viðtal
Ugla segir skilið við umboðsskrifstofu J.K. Rowling
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og maki háns, Fox Fisher, voru þar til í gær hjá sömu umboðsskrifstofu og J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna. Ummæli Rowling um trans fólk á Twitter hafa vakið mikla óánægju.
23.06.2020 - 12:39
Fór á hárgreiðslustofu og bað um „smákrimma-klippingu“
Steindi Jr. leikur á móti stórleikkonunni Eddu Björgvins í kvikmyndinni Ömmu Hófí sem verður frumsýnd 10. júlí. Edda og Laddi leika eldri borgara sem tapa öllum sparnaði sínum í bankahruninu og grípa til sinna ráða. Steindi er í hlutverki glæpamanns sem telur sig meiri stórlax en hann er í raun.
Disney+ kemur til Íslands
Streymisveitan Disney+ verður aðgengileg á Íslandi í haust.
23.06.2020 - 10:53
Pakkaferð RÚV núll
Snæfellsnes og Flatey á Breiðafirði á fjórum dögum
Í þessari viku förum við í ferð um Snæfellsnesið og tökum ferjuna yfir til Flateyjar. Það er margt skemmtilegt að skoða og gera á leiðinni: Rifja upp Bárðarsögu, skoða fossa og hafa það náðugt með fjölskyldu eða vinum.
22.06.2020 - 15:19
Bömmer
Gamlárspartý fer úr böndunum
Í lokaþætti Bömmer fara vinirnir Fannar og Kristján í gamlárspartý til Klöru vinkonu sinnar. Þar kemst Kristján að því að Fannar hefur haldið ýmsu leyndu fyrir honum.
19.06.2020 - 12:59
Ræða rasisma á Íslandi á Instagram-síðu Bjarkar
Klukkan 18:00 í kvöld verða þær Chanel Björk og Diana Breckmann í beinni útsendingu á Instagram-síðu Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu. Þar munu þær ræða rasisma á Íslandi og hvernig Black lives matter hreyfingin hefur haft áhrif hér á landi.
18.06.2020 - 13:27
Matt James brýtur blað í sögu The Bachelor
Raunveruleikaþættirnir The Bachelor eru með lífseigari þáttaröðum sjónvarpssögunnar. Í vor kláraðist tuttugasta og fjórða þáttaröðin og lítið lát er á vinsældum þeirra. Piparsveinn tuttugustu og fimmtu þáttaraðarinnar, Matt James, var kynntur nýlega en hann verður fyrsti svarti piparsveinninn í sögu þáttanna.
15.06.2020 - 16:54
Pakkaferð RÚV núll
Í návist jökla, fossa og heitra lauga á fjórum dögum
Í sumar ætlum við á RÚV núll að koma með hugmyndir af nokkrum skemmtilegum ferðum til að fara í með fjölskyldu eða vinum og kynna lesendum undir nafninu Pakkaferð RÚV núll. Í þessari viku förum við í ferð um Suðurlandið og part af Suðausturlandi.
15.06.2020 - 14:44
„Gaman að láta alla fagna mér“
Á dögunum sendi rapparinn Joey Christ frá sér nýtt lag sem nefnist Píla. Lagið er af breiðskífu hans sem heitir einfaldlega Bestur, og prýðir plötuna brosandi andlit rapparans sjálfs.
14.06.2020 - 16:31
Kiriyama Family, Skoffín og Snarri ásamt JóaPé með nýtt
Fjölbreyttur pakki í Undiröldunni að þessu sinni enda mikið vor í íslenskri tónlist. Að þessu sinni rennum við okkur í vandaðan kokteil af poppi, röppuðu teknó-i, vösku ræflarokki og hressum harmonikkuvals.
14.06.2020 - 14:00
Hluti af samfélaginu eða staðalímynd?
Pétur Jóhann hefur beðist afsökunar á myndskeiði sem sýnir hann leika og gera kynferðislegt grín að asískri konu. Í umræðum um rasisma, í kjölfar mótmælaöldu sem geisar í Bandaríkjunum, spyr leikkonan María Thelma Smáradóttir hvers vegna fólki þyki almennt í lagi að hlæja að slíku gríni.
Fyrsta bíófrumsýningin eftir samkomubann
Gamanmyndin Mentor er fyrsta íslenska bíómyndin - og raunar nýja bíómyndin almennt - sem verður frumsýnd eftir að samkomubanni lauk.
„Tók ást móður minnar sem sjálfgefnum hlut“
„Ég ætti að sýna manneskjunni sem fæddi mig í þennan heim meira þakklæti,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson tónlistarmaður í nýrri mynd um hljómsveitina Hipsumhaps sem frumsýnd er í kvöld. Skjót velgengni félaganna hefur verið þeim lærdómsríkt ferli.
12.06.2020 - 14:24
Bömmer
Æsispennandi leit að stolinni fartölvu
Ævintýri Fannars og Kristjáns halda áfram í fjórða þætti Bömmer. Eftir að Klara flækir vináttu strákanna reynir Fannar að tala Kristján til, það er partý í vændum og fartölvu Fannars virðist hafa verið stolið.
12.06.2020 - 12:40
Fimm fyrir indírokkþyrstan almúgann
Það er índírokkið sem á sviðið í fimmunni að þessu sinni, verðskuldað því að senan virðist vera ranka við sér miðað við útgáfu ársins í ár og í fyrra. Við erum svo sem ekki enn komin upp í neitt sem heitir almennar vinsældir enn þá, en kannski átti það aldrei að vera þannig.
Nýtt frá Ásgeiri, Gretu Salóme og Óla Stef
Íslenskt tónlistarfólk er svo sannarlega ekki komið í sumarfrí og að venju er boðið upp á hressandi nýmeti í Undiröldunni. Helst má nefna, þennan fimmtudag, upphaf tónlistarferils Óla Stef sem sumir kalla Handbolta-Elvis, ábreiðu sem tók þrjú ár í framleiðslu og nýjan söngul frá Ásgeiri Trausta.
12.06.2020 - 10:50
Svona lítur nýja PlayStation 5 tölvan út
Sony hefur nú opinberað útlit PlayStation 5 tölvunnar sem væntanleg er á þessu ári. Mikil eftirvænting hefur skapast í kringum tölvuna sem spilarar hafa margir beðið lengi eftir enda sjö ár síðan PlayStation 4 kom út.
12.06.2020 - 10:12
Stikla
Hópur Íslendinga í stiklu Euro-myndar Will Ferrell
Fjöldi Íslendinga fer með hlutverk í kvikmynd streymisveitunnar Netflix um Eurovision og hefur ný stikla nú verið birt.
11.06.2020 - 15:23
Útgáfufyrirtæki Bjarkar skiptir út rasísku nafni
Útgáfufyrirtækið One Little Indian, sem meðal annars gefur út tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur, Emilíönu Torrini og Ásgeirs Trausta, hefur skipt um nafn. Útgáfustjórinn, Derek Birkett, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á fyrra nafninu sem honum sé nú ljóst að hafi ýtt undir skaðlegar staðalmyndir af innfæddum Bandaríkjamönnum.
11.06.2020 - 15:09
Lizzo stundar ekki líkamsrækt til þess að þóknast öðrum
Tónlistarkonan Lizzo gagnrýnir líkamssmánara (e. body-shamers) og fitufordóma í líkamsræktarmyndbandi sem hún birti á TikTok. Lizzo hefur nýtt farsælan tónlistarferilinn til að ýta undir sjálfstraust og jákvæðni gagnvart fólki í yfirstærð og hefur fordæmt þá sem að smána útlit hennar.
11.06.2020 - 13:54
Rowling svarar ásökunum um fordóma sína gegn transfólki
J. K. Rowling birti í gær yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hún skrifar um ástæður þess að hún hafi tjáð sig um málefni kyn og kyngervis. Yfirlýsingin kemur í kjölfar tísta sem hún birti síðustu helgi sem þóttu gera lítið úr upplifun kynsegin og transfólks.
11.06.2020 - 10:37