Færslur: ruv núll

Gamlir hressir kallar og þrjár yngri konur í Fimmunni
Það er ágætisblanda af reynslu og æsku í Fimmunni að þessu sinni, í boði er nýtt frá hýru norsku poppprinsessunni Girl In Red, apakettirnir í Gorillaz eru með Beck með sér, Hot Chip reynir að trompa það með því að fá goðsögnina Jarvis Cocker á mækinn, rísandi stjarnan Julien Baker reynir að gera sig gilda og Lana Del Rey lokar þessu með fyrsta sönglinum af væntanlegri breiðskífu.
30.10.2020 - 13:35
Nýtt frá Jónsa og Robyn, Draumförum og Króla og Mammút
Það eru veisluhöld að venju í Undiröldu kvöldsins þegar nýrri íslenskri útgáfu er fagnað. Á veisluborðinu þennan daginn eru ný lög frá Sigurrósar-Jónsa sem bíður upp á samstarf við sænsku poppprinsessuna Robyn; samstarf Draumfara og Króla; nýbylgja frá Mammút; og ýmislegt annað hressandi.
01.10.2020 - 16:10
Fimm kvenleg og kyndandi fyrir helgina
Það eru konurnar sem eiga sviðið í Fimmunni þennan föstudaginn enda full ástæða til. Það sem er í boði er heitasta ungstirni poppheimsins með fyrsta söngul af nýrri plötu, norsk elektrópoppdrottning í bíóstuði, langheitasta teknótæfan frá Wales, írsk diskódíva með reynslu og síðast en alls ekki síst poppprinsessan af Jamaíka.
07.08.2020 - 00:01
Ný íslensk tónlist í eyrun
Þrátt fyrir að íslenskir tónlistarmenn geti ekki haldið tónleika þessa dagana þá geta þeir svo sannarlega sent frá sér tónlist eins og sérlega langur Undirölduþáttur ber vitni um þennan fimmtudag.
06.08.2020 - 18:00
Fimm rokkuð og rómantísk á föstudegi
Nú er það rokkið og samkvæmt síðustu athugun er það með mjög góðu lífsmarki og sumir myndu segja í hressara lagi þó það sé auðvitað skammt í blúsinn. Í boðið mæta dáðadrengir frá Dublin, plata ársins hingað til, höfuðpúðar á bílsæti, uppáhaldshljómsveit Iggy Pop og þunglyndur Ástrali.
08.05.2020 - 10:25
Nýtt frá Má og Ívu, Hreimi og Vestfjarðaundrinu Ouse
Það er blásið til veislu þennan fimmtudag í Undiröldunni og fjölbreytni íslensks tónlistarlífs könnuð ofan í kjölinn. Á boðstólum er pjakkur að vestan, ábreiða af Ragga Bjarna og fyrsta sólólag frá Hreimi síðan 2012 og margt fleira.
07.05.2020 - 16:00
Nýtt frá JóaPé x Króla, Myrkva og Emmsjé Gauta
Páskarnir loksins búnir en það voru greinilega ekki margir lögbundnir frídagar að flækjast fyrir tónlistarfólkinu okkar því útgáfa var bara með hressasta móti. Í boði þennan fimmtudag eru nýjar útgáfur frá Emmsjé Gauta, Of Monsters & Men, JóaPé x Króla og fleirum.
16.04.2020 - 15:20
MR vann Kvennó með einu stigi
Menntaskólinn í Reykjavík vann Kvennaskólann 25-24 í viðureign kvöldsins í 8-liðum úrslitum Gettu betur í kvöld.
14.02.2020 - 21:35
Nýtt frá Ólafi Arnalds ásamt RY X og lagið Vera Illuga
Frostið á Fróni virðist ekki hafa nein áhrif á íslenskt tónlistarfólk því slagararnir hrynja eins og heitar lummur inn um gáttina hér á RÚV. Meðal þess sem er í boði að þessu sinni er samstarf Ólafs Arnalds við RY X, Þorraþrællinn og rapplag um Veru Illuga.
02.02.2020 - 14:00
Fimm til að taka á kassann og setja í reynslubankann
Nú er það svartur og fönkí föstudagur í helvíti með fuglasöng og pönki. Já, þetta er ekki auðvelt í Fimm fyrir helgina að þessu sinni en það er einu sinni janúar og í janúar verður maður aðeins að þjást.
24.01.2020 - 12:54
Nýtt frá JóaPé x Króla, MIMRU og Freyjólfi
Það er nóg að gerast í íslensku poppsenunni og í Undiröldunni heyrum við það helsta. Útgáfuárið 2020 fer hressilega af stað með útgáfum frá rapppésunum JóaPé x Króla, tónlistarkonunni Mimru og Freyjólfi.
05.01.2020 - 14:54