Færslur: ruv núll

Fimm rokkuð og rómantísk á föstudegi
Nú er það rokkið og samkvæmt síðustu athugun er það með mjög góðu lífsmarki og sumir myndu segja í hressara lagi þó það sé auðvitað skammt í blúsinn. Í boðið mæta dáðadrengir frá Dublin, plata ársins hingað til, höfuðpúðar á bílsæti, uppáhaldshljómsveit Iggy Pop og þunglyndur Ástrali.
08.05.2020 - 10:25
Nýtt frá Má og Ívu, Hreimi og Vestfjarðaundrinu Ouse
Það er blásið til veislu þennan fimmtudag í Undiröldunni og fjölbreytni íslensks tónlistarlífs könnuð ofan í kjölinn. Á boðstólum er pjakkur að vestan, ábreiða af Ragga Bjarna og fyrsta sólólag frá Hreimi síðan 2012 og margt fleira.
07.05.2020 - 16:00
Nýtt frá JóaPé x Króla, Myrkva og Emmsjé Gauta
Páskarnir loksins búnir en það voru greinilega ekki margir lögbundnir frídagar að flækjast fyrir tónlistarfólkinu okkar því útgáfa var bara með hressasta móti. Í boði þennan fimmtudag eru nýjar útgáfur frá Emmsjé Gauta, Of Monsters & Men, JóaPé x Króla og fleirum.
16.04.2020 - 15:20
MR vann Kvennó með einu stigi
Menntaskólinn í Reykjavík vann Kvennaskólann 25-24 í viðureign kvöldsins í 8-liðum úrslitum Gettu betur í kvöld.
14.02.2020 - 21:35
Nýtt frá Ólafi Arnalds ásamt RY X og lagið Vera Illuga
Frostið á Fróni virðist ekki hafa nein áhrif á íslenskt tónlistarfólk því slagararnir hrynja eins og heitar lummur inn um gáttina hér á RÚV. Meðal þess sem er í boði að þessu sinni er samstarf Ólafs Arnalds við RY X, Þorraþrællinn og rapplag um Veru Illuga.
02.02.2020 - 14:00
Fimm til að taka á kassann og setja í reynslubankann
Nú er það svartur og fönkí föstudagur í helvíti með fuglasöng og pönki. Já, þetta er ekki auðvelt í Fimm fyrir helgina að þessu sinni en það er einu sinni janúar og í janúar verður maður aðeins að þjást.
24.01.2020 - 12:54
Nýtt frá JóaPé x Króla, MIMRU og Freyjólfi
Það er nóg að gerast í íslensku poppsenunni og í Undiröldunni heyrum við það helsta. Útgáfuárið 2020 fer hressilega af stað með útgáfum frá rapppésunum JóaPé x Króla, tónlistarkonunni Mimru og Freyjólfi.
05.01.2020 - 14:54