Færslur: Rust

Ekki útilokað að Baldwin verði ákærður vegna voðaskots
Svo kann að fara að bandaríski leikarinn Alec Baldwin verði ákærður ásamt þremur öðrum vegna voðaskotsins sem banaði tökustjóranum Halynu Hutchins við tökur á kvikmynd í október í fyrra.
Eiginmaður Halynu Hutchins afar reiður við Baldwin
Eiginmaður Halynu Hutchins, tökustjóra sem lést af voðaskoti við gerð kvikmyndarinnar Rust í ágúst segist afar reiður leikaranum Alec Baldwin sem hefur borið af sér alla ábyrgð á atvikinu.
Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin hefur verið gert að afhenda síma sinn vegna rannsóknar á voðaskoti við gerð vestrans Rust. Mánuður er síðan dómari gaf fyrirmæli um að síminn skyldi afhentur.
Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust stefnir vopnabirgi
Hannah Gutierrez-Reed, vopnavörður við gerð kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt vopnabirgjanum Seth Kenney. Hún sakar hann um að hafa vísvitandi látið raunverulegar byssukúlur liggja innan um gerviskot.
Rannsakendum heimilað að gera síma Baldwins upptækan
Gefin hefur verið út heimild sem leyfir rannsóknarlögreglu að gera síma bandaríska leikarans Alec Baldwin upptækan. Rannsókn stendur enn yfir á tildrögum þess að skot hljóp úr byssu í höndum leikarans við tökur á kvikmyndinni Rust. Tökumaður myndarinnar lést og leikstjóri særðist.
„Myndi aldrei beina byssu að manneskju og hleypa af“
Leikarinn Alec Baldwin segir í nýju viðtali við ABC fréttastofu að hann „myndi aldrei beina byssu að manneskju og taka í gikkinn“. Viðtalið er það fyrsta sem Baldwin veitir fjölmiðlum eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn hélt á. Skotið varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana.
02.12.2021 - 23:49
Sakar Baldwin um að hafa spilað rússneska rúllettu
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin er sakaður um að hafa spilað rússneska rúllettu með því að kanna ekki sjálfur hvort byssan sem hann fékk í hendur við tökur á vestranum Rust væri hlaðin.
Hefur ekki hugmynd um hvers vegna skot var í byssunni
Hannah Gutierrez-Reed, vopnasérfræðingur við gerð kvikmyndarinnar Rust, segist ekki hafa minnstu hugmynd um ástæður þess að raunveruleg kúla var í skotvopninu sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana 21. október síðastliðinn.
Halls sagt upp vegna brota á skotvopnareglum árið 2019
Dave Halls, aðstoðarleikstjóra vestrans Rust var sagt upp störfum við kvikmyndaverkefni árið 2019 vegna brota á öryggisreglum varðandi skotvopn. Mjög strangar reglur gilda um notkun skotvopna á tökustöðum kvikmynda.
25.10.2021 - 23:54
Minningarathöfn um Halynu Hutchins haldin í dag
Minningarathöfn var haldin í Bandaríkjunum í dag um kvikmyndatökumanninn Halynu Hutchins sem lést af völdum voðaskots á fimmtudaginn var, 42 ára að aldri.