Færslur: Runólfur Pálsson

Hjúkrunarfræðingar hætta — „Er einhver hissa?“
Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir að það væri gott að fá að vita hvernig forstjóri Landspítala sjái fram á betri tíð á bráðamóttökunni. Hún segir að sú staða sem varað hafi verið við árum saman sé komin upp.
Víðtæk vinna við skipulag kjarnaverkefna hafin
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala, segir að víðtæk skipulagsvinna til að leysa þau brýnu verkefni sem samfélagið feli spítalanum og treysti honum fyrir, sé hafin á vettvangi stjórnar. Ný stjórn spítalans kom saman í annað sinn á föstudag, eftir að heilbrigðisráðherra skipaði stjórn spítalans til tveggja ára, í samræmi við nýsamþykkt ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu.
28.08.2022 - 13:22
Sjónvarpsfrétt
Hætta á fólksflótta ef verkefni færast frá LSH
Forstjóri Landspítalans segir að ef verkefni spítalans verði færð til einkarekinna stöðva sé hætta á að starfsfólk leiti þangað. Hann segir að spítalinn geti ekki keppt við einkareknar stöðvar um laun.
Segir ákvörðun Krabbameinsfélagsins óheppilega
Forstjóri Landspítala segir óheppilegt að Krabbameinsfélag Íslands hafi dregið til baka hátt í hálfs milljarðs króna styrk sem ætlaður var nýrri dagdeild blóð og krabbameinslækninga.  Hann hyggst ræða við forsvarsmenn félagsins.
Morgunútvarpið
Segir óreiðu í skipulagi heilbrigðisþjónustu
Forstjóri Landspítala segir vanda spítalans grafalvarlegan og gríðarstóran. Skilgreina þurfi hlutverk Landspítala betur, skipulagsóreiða hafi verið í heilbrigðisþjónustu, einkum á höfuðborgarsvæðinu, í mörg ár og það hafi legið fyrir í mörg ár að verkefnum spítalans myndi fjölga.
Landspítali færður af hættustigi
Landspítali er ekki lengur á hættustigi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans. Nú er í gildi óvissustig á spítalanum og hafa reglulegir fundir vegna COVID-19 verið lagðir af.
Fjöldi endursmita lengi biðina eftir hjarðónæmi
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir stöðuna á spítalanum hafa þyngst mjög síðustu daga. Erfitt sé að segja til um framhaldið, en það líti út fyrir að biðin eftir hjarðónæmi gæti enn lengst. Meira hefur greinst af endursmitum en gert var ráð fyrir.
Viðtal
Útkeyrt starfsfólk þakklátt liðsstyrk frá Klíníkinni
Margir starfsmenn Landspítala eru útkeyrðir eftir langtíma álag segir Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs og einn yfirmanna covid-göngudeildar Landspítalans. Liðsstyrkur Klíníkurinnar er gríðarlegar mikilvægur og ætti að létta strax undir álagi á spítalanum.
Vilja nota Molnupiravir á Covid-göngudeild spítalans
Unnið er að því að fá veirulyfið Molnupiravir til meðferðar Covid-sjúklinga á göngudeild Landspítalans. Lyfið heldur aftur af fjölgun kórónuveiru í frumum líkamans.
Engar ákvarðanir enn um tilslakanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að miðað við þróun kórónuveirufaraldursins sé ástæða til að vera á leið til afléttinga á samkomutakmörkunum.
Sjónvarpsfrétt
„Heilt yfir hefur staðan batnað mjög mikið”
Yfirlæknir COVID-göngudeildar Landspítalans býst við afléttingum takmarkana í takt við þróun faraldursins sem er á niðurleið. Skimanir með hraðprófum hefjast við Suðurlandsbraut á næstunni. Fjórða bylgja faraldursins er í rénun og allt á réttri leið. Smitum, innlögnum og alvarlegum veikindum fækkar.