Færslur: Rúanda

Fyrrum auðjöfur fyrir rétti vegna þjóðarmorða í Rúanda
Réttarhöld vegna hlutar rúandska viðskiptajöfursins Felicien Kabuga í þjóðarmorðunum í landinu árið 1994 hófust í sérstökum dómstóli vegna stríðsglæpanna í Rúanda í Haag í morgun. Kabuga fjármagnaði útvarpsstöð þar sem kallað var eftir því að Tútsar yrðu drepnir.
29.09.2022 - 18:38
Rúanda hvikar ekki frá samningi um móttöku flóttafólks
Stjórnvöld í Rúanda segjast enn staðráðin í að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum sem þangað verða send frá Bretlandi, samkvæmt samkomulagi ríkjanna tveggja þar að lútandi. Tilkynningin er gefin út í tilefni þess að Mannréttindadómstóll Evrópu setti í gær lögbann á fyrstu fyrirhuguðu flugferðina með flóttafólk frá Bretlandi til Rúanda.
MDE bannar flutning flóttafólks til Rúanda
Ekkert verður af brottflutningi flóttafólks frá Bretlandi til Rúanda líkt stóð til í dag. Farþegaþotan sem upphaflega átti að flytja 37 manns til Rúanda var kyrrsett á síðustu stundu eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu setti stjórnvöldum í Bretlandi stólinn fyrir dyrnar.
14.06.2022 - 21:51
10.000 flóttafólks farið sjóleiðina til Bretlands í ár
Minnst 10.000 flóttafólks og hælisleitenda hafa farið sjóleiðina til Bretlands frá Frakklandi það sem af er ári. Breska fréttastofan Press Association (PA) greinir frá þessu. Í frétt PA segir að þessum fjölda hafi verið náð í gær, þriðjudag, en að það verði að líkindum ekki staðfest opinberlega fyrr en í dag. Enn fleiri eru sögð hafa verið stöðvuð áður en þau lögðu á Ermarsundið eða áður en þau komust yfir það.
08.06.2022 - 05:32
Danir ræða líka við Rúandamenn um málefni flóttafólks
Mattias Tesfaye, ráðherra útlendinga- og innflytjendamála í Danmörku, segir Dani eiga í viðræðum við yfirvöld í Afríkuríkinu Rúanda um að taka á móti hælisleitendum sem til Danmerkur koma. Hann ber lof á áform Breta um að senda flóttafólk og hælisleitendur til Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um hæli.
Bretar senda hælisleitendur til Rúanda
Stór hluti þeirra sem sækjast eftir hæli í Bretlandi verða framvegis fluttir til afríkuríkisins Rúanda á meðan mál þeirra verða tekin fyrir, samkvæmt nýju samkomulagi sem innanríkisráðherrar ríkjanna undirrituðu í morgun. Forsætisráðherra Bretlands segir Rúanda eitt öruggasta landið í heiminum.
14.04.2022 - 12:17
Covax afhendir milljarðasta bóluefnaskammtinn
Milljarðasti skammturinn af bóluefni var afhentur í gegnum Covax-samstarfið í dag. Markmið þess er að tryggja að öll lönd fái bóluefni og var komið á laggirnar þegar árið 2020.
Heimskviður
Hetjan sem var dæmd fyrir hryðjuverkastarfsemi
Hetjuleg framganga Paul Ruses­a­bag­ina á hörmungartímum þjóðar hans, Rúanda, varð hráefni í Hollywood-myndina Hotel Rwanda. Nú fyrir viku var hann svo dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Sjálfur segist hann fórnarlamb pólitískra ofsókna en aðrir segja hann sannarlega bera ábyrgð á árásum vopnaðra andspyrnuhreyfinga sem kostuðu níu mannslíf.
Forseti Rúanda ósáttur við ósigur Arsenal
Stuðningsmenn enska fótboltaliðsins Arsenal lýstu margir óánægju sinni með úrslit opnunarleiks ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Þá beið liðið lægri hlut gegn nýliðum Brentford, sem hefur ekki leikið í efstu deild áratugum saman. Meðal þeirra sem viðruðu reiði sína á samfélagsmiðlum var Paul Kagame, forseti Rúanda.
14.08.2021 - 04:57
Brennuvargur grunaður um að hafa myrt kaþólskan prest
Maður ættaður frá Rúanda sem hefur játað að hafa borið eld að dómkirkjunni í Nantes síðastliðið sumar er jafnframt grunaður um hafa orðið kaþólskum presti í Vendée sýslu að bana í dag.
09.08.2021 - 14:16
Samþykkja lög um að senda flóttafólk til þriðja ríkis
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.
Viðurkennir þátt Frakka í þjóðarmorðinu í Rúanda
Emmanuel Macron Frakklandsforseti viðurkenndi í dag að Frakkar hefðu átt þátt í þjóðarmorðinu í Rúanda árið 1994. Ríflega átta hundruð þúsund landsmenn voru þá myrtir með hrottalegum hætti á hundrað daga tímabili.
27.05.2021 - 17:36
Viðtal
„Þessi grimmd sem var þarna, þetta er ólýsanlegt“
Maríanna Csillag er ein þeirra sem aðstoðuðu ótrúlegan fjölda fólks sem reyndi að flýja skelfinguna í Rúanda árið 1994 þegar 800 þúsundir manna, sem flestir tilheyrðu Tútsí-þjóðflokknum, voru myrtir á hundrað dögum. Þeir sem náðust voru aflífaðir fyrir augum Maríönnu og margir þeirra sem reyndu að synda yfir landamærin urðu krókódílum að bráð.
23.03.2021 - 13:35
Réttarhöld vegna fjöldamorðanna í Rúanda
Í dag hefjast í Haag réttarhöld yfir Rúandamanninum Felicien Kabuga sem sakaður er um að hafa hvatt til fjöldamorðanna í heimalandi sínu fyrir rúmum aldarfjórðungi og veitt fjármagni til vígasveita Hútúmanna sem stóðu á bakvið ódæðisverkin.
11.11.2020 - 08:23
Frelsisorðuhafinn Rusesabagina ákærður fyrir hryðjuverk
Paul Rusesabagina, sem kom þúsundum til bjargar í þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994, var handtekinn í gær á grundvelli hryðjuverkalaga. Saga Rusesabagina varð kveikjan að kvikmyndinni Hótel Rúanda.
01.09.2020 - 06:59
Handtekinn fyrir þjóðarmorðin í Rúanda
Franska lögreglan hefur handtekið Felicien Kabuga, einn grunaðra lykilmanna í þjóðarmorðunum í Rúanda fyrir ríflega aldarfjórðungi. Sameinuðu þjóðirnar fagna handtökunni.
16.05.2020 - 13:02
Tortímandinn í 30 ára fangelsi
Rúandski stríðsherrann Bosco Ntaganda var í morgun dæmdur í 30 ára fangelsi fyri ódæðisverk og stríðsglæpi í Austur-Kongó. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag. 
07.11.2019 - 10:29
Erlent · Afríka · Kongó · Rúanda
Landamærum lokað vegna ebólu
Yfirvöld í Rúanda hafa lokað landamærunum við Austur-Kongó eftir að þriðja tilfellið af ebólu greindist í borginni Goma handan landamæranna.
01.08.2019 - 10:16
25 ár frá þjóðarmorðinu í Rúanda
Í Rúanda hefst í dag eitt hundrað daga sorgartímabil til minningar um þær ríflega 800.000 manneskjur sem drepnar voru með hrottalegum hætti í þjóðarmorði sem hófst á þessum degi fyrir aldarfjórðungi síðan. Lengd sorgartímabilsins endurspeglar þann tíma sem mesti hryllingurinn stóð yfir. Paul Kagame, forseti Rúanda, setur vikulanga hátíðardagskrá með því að tendra eld á minnisvarðanum um þjóðarmorðið í höfuðborginni Kigali.
07.04.2019 - 07:23
Kanna hlutverk Frakka í Rúanda-þjóðarmorðunum
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nefnd sem ætlað er að rannsaka hlutdeild Frakka í þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Samband þjóðanna hefur verið mjög stirt allar götur síðan og segir Marcron að tími sé kominn til að komast að sannleikanum.
06.04.2019 - 14:39
Myrti tíu Belga - sækir um hæli í Belgíu
Fyrrum yfirmaður í her Rúanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi fyrir ellefu árum, fyrir aðild sína að morðum á tíu belgískum friðargæsluliðum árið 1994, hefur sótt um hæli í Belgíu. Umsóknin er afar umdeild í Belgíu.
09.08.2018 - 18:39
16 dóu þegar eldingu laust niður í kirkju
Elding varð minnst 16 manns að aldurtila og tugir til viðbótar særðust þegar henni sló niður í kirkju Sjöunda dags aðventista í Rúanda á laugardag. Flest hinna látnu dóu á staðnum, segir Habitegeko Francois, bæjarstjóri í Gihemvu í Nyaraguru-héraði, þar sem atvikið varð. Um 140 voru fluttir á sjúkrahús, þar sem tveir kirkjugestir dóu af sárum sínum skömmu síðar. Þrír eru enn í lífshættu en þó á batavegi, að sögn Francois.
12.03.2018 - 04:03
Erlent · Afríka · Veður · Rúanda
Kagame vinnur stórsigur í Rúanda
Kjörstjórn í Rúanda tilkynnti nýverið afgerandi sigur Paul Kagames í forsetakosningunum sem haldnar voru þar í landi í dag. Hlaut hann 98 prósent greiddra atkvæða og hefur nú sitt þriðja kjörtímabil í embætti forseta. Gagnrýnendur Kagames segja að í Rúanda sé lýðræði aðeins í orði en ekki á borði. Flokkur Kagames kemst til valda með því að hræða kjark úr stuðningsfólki mótframbjóðenda og beita því kúgun, segja þeir. Flokkur Kagames neitar hins vegar sök. Fréttastofa BBC segir frá þessu. 
05.08.2017 - 01:37