Færslur: Rúanda

Frelsisorðuhafinn Rusesabagina ákærður fyrir hryðjuverk
Paul Rusesabagina, sem kom þúsundum til bjargar í þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994, var handtekinn í gær á grundvelli hryðjuverkalaga. Saga Rusesabagina varð kveikjan að kvikmyndinni Hótel Rúanda.
01.09.2020 - 06:59
Handtekinn fyrir þjóðarmorðin í Rúanda
Franska lögreglan hefur handtekið Felicien Kabuga, einn grunaðra lykilmanna í þjóðarmorðunum í Rúanda fyrir ríflega aldarfjórðungi. Sameinuðu þjóðirnar fagna handtökunni.
16.05.2020 - 13:02
Tortímandinn í 30 ára fangelsi
Rúandski stríðsherrann Bosco Ntaganda var í morgun dæmdur í 30 ára fangelsi fyri ódæðisverk og stríðsglæpi í Austur-Kongó. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag. 
07.11.2019 - 10:29
Erlent · Afríka · Kongó · Rúanda
Landamærum lokað vegna ebólu
Yfirvöld í Rúanda hafa lokað landamærunum við Austur-Kongó eftir að þriðja tilfellið af ebólu greindist í borginni Goma handan landamæranna.
01.08.2019 - 10:16
25 ár frá þjóðarmorðinu í Rúanda
Í Rúanda hefst í dag eitt hundrað daga sorgartímabil til minningar um þær ríflega 800.000 manneskjur sem drepnar voru með hrottalegum hætti í þjóðarmorði sem hófst á þessum degi fyrir aldarfjórðungi síðan. Lengd sorgartímabilsins endurspeglar þann tíma sem mesti hryllingurinn stóð yfir. Paul Kagame, forseti Rúanda, setur vikulanga hátíðardagskrá með því að tendra eld á minnisvarðanum um þjóðarmorðið í höfuðborginni Kigali.
07.04.2019 - 07:23
Kanna hlutverk Frakka í Rúanda-þjóðarmorðunum
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nefnd sem ætlað er að rannsaka hlutdeild Frakka í þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Samband þjóðanna hefur verið mjög stirt allar götur síðan og segir Marcron að tími sé kominn til að komast að sannleikanum.
06.04.2019 - 14:39
Myrti tíu Belga - sækir um hæli í Belgíu
Fyrrum yfirmaður í her Rúanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi fyrir ellefu árum, fyrir aðild sína að morðum á tíu belgískum friðargæsluliðum árið 1994, hefur sótt um hæli í Belgíu. Umsóknin er afar umdeild í Belgíu.
09.08.2018 - 18:39
16 dóu þegar eldingu laust niður í kirkju
Elding varð minnst 16 manns að aldurtila og tugir til viðbótar særðust þegar henni sló niður í kirkju Sjöunda dags aðventista í Rúanda á laugardag. Flest hinna látnu dóu á staðnum, segir Habitegeko Francois, bæjarstjóri í Gihemvu í Nyaraguru-héraði, þar sem atvikið varð. Um 140 voru fluttir á sjúkrahús, þar sem tveir kirkjugestir dóu af sárum sínum skömmu síðar. Þrír eru enn í lífshættu en þó á batavegi, að sögn Francois.
12.03.2018 - 04:03
Erlent · Afríka · Veður · Rúanda
Kagame vinnur stórsigur í Rúanda
Kjörstjórn í Rúanda tilkynnti nýverið afgerandi sigur Paul Kagames í forsetakosningunum sem haldnar voru þar í landi í dag. Hlaut hann 98 prósent greiddra atkvæða og hefur nú sitt þriðja kjörtímabil í embætti forseta. Gagnrýnendur Kagames segja að í Rúanda sé lýðræði aðeins í orði en ekki á borði. Flokkur Kagames kemst til valda með því að hræða kjark úr stuðningsfólki mótframbjóðenda og beita því kúgun, segja þeir. Flokkur Kagames neitar hins vegar sök. Fréttastofa BBC segir frá þessu. 
05.08.2017 - 01:37