Færslur: Rómeó og Júlía

Svona er þetta
Það sjóða allir í vatni
„Mig langaði að vera snillingur þegar ég var ungur og minnimáttarkenndin stjórnaði mér í lífinu,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Það hafi reynst honum mikið heillaspor að átta sig á að það hafi verið reginmisskilningur.
Gagnrýni
Ofsafengin ást
Það sem er vel gert í leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu endurspeglar styrk Þorleifs Arnar Arnarssonar sem leikstjóra, segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi. „Hann er sennilega besti greinandinn sem starfar í íslensku leikhúsi með sterka listræna sýn.“
Lagalistinn
„Þarna tók lífið fram fyrir hendurnar á mér“
Þegar Ebba Katrín Finnsdóttir sótti fyrst um í leiklistardeild Listaháskóla Íslands var henni hafnað. Í annað skipti fékk hún sama svar og ætlaði sér að gefa leikkonudrauminn upp á bátinn. Hún skráði sig í verkfræði en leiklistin togaði enn í hana. Í dag eru þrjú ár síðan hún útskrifaðist og það er nóg að gera hjá leikkonunni sem fer með hlutverk Júlíu í Þjóðleikhúsinu.
Tónaflóð
Bríet og Sturla Atlas frumflytja lag úr Rómeó og Júlíu
Bríet og Sturla Atlas fluttu nýtt lag úr leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Tónaflóði á RÚV. Bríet tekur þátt í leiksýningunni ásamt stórum leikhópi og tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur.
Poppland
„Það er alveg gredda í þessu“
Heiti King er óður til Rómeós Montague og hans ómótstæðilega kynþokka, sungið af Júlíu Kapúlet. Lagið er eftir Sölku Valsdóttur og er hluti af nýjustu uppsetningu á leikritinu Rómeó og Júlía sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu í haust í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.
Sturla Atlas valinn í hlutverk Rómeós í Þjóðleikhúsinu
Sigurbjartur Sturla Atlason, eða Sturla Atlas eins og hann er eflaust betur þekktur, hefur verið valinn úr hópi 100 umsækjenda í hlutverk Rómeós. Leikrit Williams Shakespeare um Rómeó og Júlíu, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vor. Ebba Katrín Finnsdóttir verður í hlutverki Júlíu.
29.05.2020 - 07:49
Síðdegisútvarpið
„Er ekki alltaf verið að leita að Rómeó?“
Að mati leikstjórans kom enginn önnur leikkona til greina en Ebba Katrín Finnsdóttir í hlutverk Júlíu, í leikritinu um elskendurna ítölsku sem á að setja á svið að ári. Þegar kemur að því að túlka Rómeó er Þorleifur Örn Arnarsson ekki eins viss. Þjóðleikhúsið auglýsir því eftir áhugasömum leikurum til að koma í prufu.

Mest lesið