Færslur: Róhingjar

Ræðukeppni til styrktar konum í neyð
Ungmennaráð UN Women á Íslandi heldur næstkomandi fimmtudag, 26.maí, fjáröflun til styrktar konum í flóttamannabúðum Róhingja. Fjáröflunin er sérstök en þau ætla að bjóða upp á ræðukeppni um kynjatengd málefni.
22.05.2018 - 08:19
Öryggisráðið kannar glæpi gegn Róhingjum
Teymi sérfræðinga frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna heimsótti í dag flóttamannabúðir í Kutupalong á landamærum Bangladess að Mjanmar. Hernaður yfirvalda í Mjanmar gegn Róhingjum hófst í ágúst síðastliðnum og síðan hafa um 700.000 manns lagt á flótta yfir landamærin til Bangladess.
29.04.2018 - 10:33
Óttast afleiðingar rigningartímabilsins
Óttast er um líf og heilsu nærri milljónar Róhingja í fjölmennum flóttamannabúðum í Bangladess nú þegar rigningartímabilið er að ganga í garð.
19.04.2018 - 14:43
Fyrstu Róhingjarnir snúa aftur heim
Fimm manna Róhingjafjölskyldu sem flúði átök í heimahéraðinu til Bangladess hefur verið komið fyrir í sérstökum búðum nærri heimabyggð. Þetta er fyrsta fjölskyldan sem send er aftur til síns heima.
15.04.2018 - 04:07
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Telja ekki óhætt fyrir Róhingja að snúa heim
Róhingjar geta ekki snúið aftur til heimkynna sinna í Rakhine-héraði, þar sem staðan þar hefur ekki batnað, að mati Sameinuðu þjóðanna. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið ofsóknir stjórnarhersins í Mjanmar og farið til nágrannaríkisins Bangladesh. Stjórnvöld í Mjanmar hafa sagt að þeir geti snúið til baka.
08.04.2018 - 13:54
Herbúðir reistar á rústum þorpa Róhingja
Herinn í Mjanmar hefur reist herbúðir og öryggismannvirki á svæðum í Rakhine héraði á rústum þorpa Róhingja múslima þar sem heimili fólks voru brennd til grunna í fyrra. Mannréttindasamtök segja að verið sé að ræna landi Róhingja og eyðileggja sönnunargögn um glæpi gegn mannkyni. 
12.03.2018 - 09:44
Suu Kyi svipt verðlaunum
Bandarískt safn til minningar um helförina gegn gyðingum, US Holocaust Museum, dró í fyrradag til baka verðlaun sem veitt voru Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnar Mjanmar árið 2012. Verðlaunin fékk hún fyrir mannréttindabaráttu sína.
08.03.2018 - 15:01
Róhingjar enn hraktir frá Mjanmar
Þjóðernishreinsanir halda áfram í Mjanmar þar sem Róhingja-múslimar eru hraktir úr landi. Yfirmaður mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að stjórnarher Mjanmar haldi áfram að beita Róhingja harðræði og hundruð streymi yfir landamærin til Bangladess í hverri viku.
06.03.2018 - 07:42
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Reuters: Fjöldamorð framin á Róhingjum
Herinn í Mjanmar stóð fyrir fjöldamorðum á Róhingjum í Rakín-héraði í fyrra, með aðstoð íbúa af Búddatrú. Þetta er staðhæft í fréttaskýringu sem Reuters fréttastofan birti í dag. Í fréttaskýringunni kemur fram að tveir fréttamenn Reuters hafi verið handteknir í Mjanmar, þegar þeir unnu að rannsókn málsins.
09.02.2018 - 14:02
Segja frásagnir af fjöldagröfum ekki sannar
Stjórnvöld í Mjanmar sendu frá sér yfirlýsingu í dag og neituðu því að fimm fjöldagrafir séu í Rakhine-héraði. Samkvæmt yfirlýsingunni voru nítján hryðjuverkamenn grafnir á þeim stað þar sem Róhingjar segja fjöldagrafirnar vera.
03.02.2018 - 16:17
Fengu upplýsingar um fimm fjöldagrafir
Fréttaveitan Associated Press hefur birt nýjar upplýsingar um fjöldamorð stjórnarhermanna á Róhingja-múslimum í Mjanmar. Fréttaveitan hefur safnað gögnum um allt að 400 þorpsbúa sem voru myrtir 27. ágúst í fyrra og komið fyrir í fimm fjöldagröfum. Þetta er samkvæmt vitnisburði um 20 þorpsbúa sem komust undan og ættingja þeirra sem voru myrtir.
01.02.2018 - 16:33
Sendifulltrúi segir sig úr nefnd Suu Kyi
Bill Richardson, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjastjórnar og bandarískur sendfulltrúi, hefur sagt sig úr alþjóðlegri nefnd sem Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, setti á fót. Nefndin á að ráðleggja í málefnum Róhingja-múslima, sem hafa sætt ofsóknum frá stjórnarhernum í Mjanmar.
25.01.2018 - 14:04
Róhingjar vilja frekar deyja en snúa heim
Róhingjar sem flúðu ofsóknir í Mjanmar fengu í dag leyfi til að snúa aftur til síns heima. Margir þeirra segjast frekar vilja deyja en að snúa aftur.
23.01.2018 - 22:10
Gagnrýna að í barnabók sé kafli um Suu Kyi
Í barnabók um hundrað konur sem í gegnum tíðina hafa skarað fram úr og verið öðrum fyrirmynd er kafli um Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar. Foreldrar í Bretlandi hafa hvatt til þess að sá kafli verði fjarlægður úr bókinni verði hún endurprentuð.
28.12.2017 - 10:15
Vildi ekki ræða ofsóknir gegn Róhingjum
Pramila Patten, sérlegur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, segir að Aung San Suu Kyi leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi Nóbels hafi á fundi þeirra fyrr í mánuðinum neitað að ræða ofsóknir gegn Róhingjum.
27.12.2017 - 11:46
Tveir blaðamenn áfram í haldi í Mjanmar
Tveir blaðamenn Reuters í Mjanmar, sem handteknir voru fyrir hálfum mánuði, voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald næstu tvær vikur. Þeir gætu átt yfir höfði sér 14 ára fangelsisdóm, að því er AFP fréttaveitan greinir frá.
27.12.2017 - 07:08
Rannsaka fjöldagröf í Rakhine héraði
Stjórnarherinn í Myanmar segist vera að rannsaka fjöldagröf sem fundist hafi í norðanverðu Rakhine héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað herinn um ofbeldisverk á Rohingja múslimum.
19.12.2017 - 10:38
Þorp brennd eftir undirritun samnings
Tólf þorp Róhingja í Mjanmar voru brennd eftir að stjórnvöld þar undirrituðu samning við Bangladess um að hluti Róhingja geti snúið aftur heim. Talið er að um 655.000 Róhingjar hafi flúið frá Mjanmar til Bangladess síðan í lok ágúst.
18.12.2017 - 15:37
Minnst 6.700 róhingjar drepnir á fyrsta mánuði
Minnst 6.700 róhingjar voru felldir í ofsóknum Mjanmar-hers fyrsta mánuðinn eftir að átök brutust út í Rakhine-héraði í ágúst síðastliðnum. Þetta er niðurstaða hjálparsamtakanna Læknar án landamæra, sem gert hafa viðamikla könnun meðal róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess. Þetta eru margfalt fleiri en stjórnvöld og herforingjar í Mjanmar hafa haldið fram, en samkvæmt opinberum tölum féllu um 400 manns í átökunum.
14.12.2017 - 06:25
Páfi nefndi Róhingja á nafn
Frans páfi minntist á Róhingja í ræðu sem hann hélt í Bangladess í dag. Hann hefur verið á ferð um Asíu í vikunni og þetta var í fyrsta sinn í þeirri ferð sem hann sagði orðið Róhingjar. Orðið sagði páfi á fundi með hópi Róhingja í Dhaka, höfuðborg Bangladess.
01.12.2017 - 14:04
Páfi hittir Suu Kyi í Mjanmar í dag
Frans páfi ræðir í dag við Aung San Suu Kyi leiðtoga Mjanmar. Hann er nú í Mjanmar og vill með heimsókn sinni reyna að koma Róhingja múslimum til hjálpar. Þeir hafa sætt ofsóknum af hálfu stjórnarhersins í Mjanmar.
28.11.2017 - 10:06
Óttarr Proppé heimsækir Bangladess
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, er kominn til Bangladess til að kynna sér aðstæður flóttafólks. Hundruðir þúsunda Róhingja hafa flúið þjóðernishreinsanir hersins í nágrannaríkinu Mjanmar síðustu mánuði. Óttarr kynnir sér þar starf Unicef í landinu.
27.11.2017 - 06:40
Konur og börn beitt hrottalegu ofbeldi
Stjórnarherinn í Mjanmar beitti nauðgunum til að hrekja hundruð þúsunda Róhingja úr landi, samkvæmt nýrri skýrslu Mannréttindavaktar Sameinuðu þjóðanna. Þar lýsa konur á flótta hrottalegu ofbeldi af hálfu hermanna.
16.11.2017 - 19:39
 · Róhingjar
Hópnauðganir á vegum hersins í Mjanmar
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarher Mjanmar hafi beitt nauðgunum sem vopni til að hrekja hundruð þúsunda Róhinga úr landi yfir landamærin til Bangladess.
16.11.2017 - 13:07
Öryggisráðið ályktar um Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag að krefjast þess að stjórnvöld á Mjanmar myndu binda enda á hernað í Rakhine-héraði. Hundruð þúsunda Róhingja, sem þar búa, hafa verið hraktir á brott síðan í lok ágúst.
06.11.2017 - 22:53