Færslur: Róhingjar

Hótar að ganga milli bols og höfuðs á öllum andófshópum
Min Aung Hlaing leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar heitir því að hverjum þeim sem gerir tilraun til uppreisnar verði gereytt. Yfir 1.700 hafa fallið í mótmælum gegn stjórninni sem hrifsaði til sín völdin í febrúar á síðasta ári.
Óttast um afdrif hundraða Róhingja
Hundruð Róhingja er saknað úr flóttamannabúðum í Indónesíu. Óttast er að þeim hafi verið smyglað til nágrannaríkisins Malasíu. Að sögn Al Jazeera eru aðeins 112 flóttamenn eftir í flóttamannabúðum sem settar voru upp til bráðabirgða í Lhokseumawe á norðurströnd Indónesíu. 400 flóttamenn komu þangað á fjögurra mánaða tímabili í fyrra.
29.01.2021 - 05:15
Um 300 Róhingjar á flótta náðu landi á Súmötru
Nærri þrjú hundruð Róhíngjum á flótta var bjargað að landi á indónesísku eyjunni Súmötru snemma í morgun að sögn þarlendra yfirvalda.
07.09.2020 - 05:29
Um 500 Róhingjar komast hvergi á land
Um 500 Róhingjar á flótta eru um borð í tveimur togurum á Bengalflóa, og geta hvergi farið að landi. Stjórnvöld í Bangladess neita þeim um að leggjast að bryggju þar í landi, þrátt fyrir ákall mannréttindasamtaka. Al Jazeera fréttastofan hefur eftir Abdul Momen, utanríkisráðherra Bangladess, að afdrif flóttamannanna séu ekki á ábyrgð Bangladesa, þeir væru ekki einu sinni inni á hafsvæði landsins.
26.04.2020 - 03:12
382 aðframkomnum flóttamönnum bjargað úr hafsnauð
Strandgæsla Bangladess bjargaði hátt í 400 langhröktum og hungruðum róhingjum sem verið höfðu á reki á Bengalflóa í nær tvo mánuði. 382 voru lífs um borð, aðframkomin af hungri og vosbúð, en hátt í 30 höfðu dáið um borð í skipinu, að sögn talsmanna strandgæslunnar. Talið er að fólkið hafi ætlað að komast til Malasíu og óstaðfestar fregnir herma að skipinu hafi verið snúið frá ströndum Malasíu og þvingað aftur á haf út, vegna kórónuveirufaraldursins.
16.04.2020 - 06:22
Róhingjar á flótta drukknuðu í Bengalflóa
Minnst fimmtán fórust og yfir 40 er saknað eftir að trébát með um 130 flóttamönnum um borð hvolfdi á Bengalflóa í gær. 71 var bjargað úr sjónum í aðgerð strandgæslunnar og hersins í Bangladess. Einn bátur á vegum strandgæslunnar, tvö herskip og kafarar leita þeirra sem er saknað.
12.02.2020 - 00:52
Vísar á bug ásökunum um þjóðarmorð
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, viðurkenndi í morgun að stríðsglæpir kynnu að hafa verið framdir gegn Róhingjum í heimalandi hennar, en vísaði á bug ásökunum um þjóðarmorð. 
23.01.2020 - 10:46
Erlent · Afríka · Asía · Mjanmar · Gambía · Róhingjar
Heimskviður
Frelsishetja og friðarsinni ásökuð um þjóðarmorð
Fyrir ekki svo löngu hefði það talist með ólíkindum að sjálf Aung San Suu Kyi stæði í réttarsal Alþjóðadómstólins í Haag til að bera hönd yfir höfuð sér og hernum í Mjanmar, sem liggur nú undir ásökunum um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. En sú er raunin. Þessi fyrrum friðarverðlaunahafi Nóbels og eiginlegur leiðtogi Mjanmar, er nú borin þungum sökum.
15.12.2019 - 07:30
Suu Kyi komin til Haag
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er komin til Haag í Hollandi til að svara ásökunum um þjóðarmorð gegn Róhingjum.
10.12.2019 - 10:11
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Suu Kyi farin til Haag vegna áskana um þjóðarmorð
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er farin til Hollands til þess að svara fyrir ásakanir um þjóðarmorð. Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsakar hvort stjórnvöld í Mjanmar séu sek um þjóðarmorð á Róhingjum.
08.12.2019 - 12:29
Flytja á Róhingja út í eyju á Bengalflóa
Stjórnvöld í Bangladess ætla að flytja 100.000 Róhingja úr flóttamannabúðum í Cox´s Bazar yfir í eyju á Bengalflóa og hefjast flutningar eftir mánaðamót.
22.10.2019 - 08:15
Byggja þar sem áður voru þorp Róhingja
Þorp Róhingja hafa verið jöfnuð við jörðu og húsnæði fyrir ríkisstarfsemi byggð ofan á rústirnar. Stjórnvöld í Mjanmar hafa ávallt neitað því að hafa byggt ofan á rústir þorpa Róhingja í Rakhine-héraði en úttekt breska ríkisútvarpsins dregur upp aðra mynd. Minnst fjörutíu prósent af þeim þorpum sem eyðilögðust árið 2017 hafa nú verið algjörlega jöfnuð við jörðu.
10.09.2019 - 04:39
Kynferðisbrot merki um þjóðarmorðsásetning
Kynferðisbrot gegn Róhingjamúslimum, konum og börnum, af hendi stjórnarhersins í Mjanmar, voru merki um vilja til að þurrka út Róhingja, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa flúið Mjanmar frá því ofsóknir gegn þeim hófust í ágúst árið 2017.
23.08.2019 - 11:00
Vilja ekki snúa heim án trygginga
Róhingjar, sem flýðu frá Mjanmar til Bangladess, vilja ekki snúa aftur heim fyrr en öryggi þeirra sé tryggt og þeim gefið loforð um ríkisborgararétt í Mjanmar.
22.08.2019 - 10:25
Flóð og úrhelli ógna rúmri milljón flóttafólks
Um ein milljón flóttafólks sem búið hefur við bágan kost í stærstu flóttamannabúðum heims má nú þola enn meiri harðindi en fyrr, því monsúnrigningar sem geisa nú í Bangladess hafa eyðilagt kofa og hreysi sem þúsundir þeirra hafa þurft að kalla heimili sín síðustu mánuði.
15.07.2019 - 05:57
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Mjanmar · Bangladess · Indland · Nepal · Róhingjar
Dómar yfir fréttamönnum staðfestir
Hæstiréttur Mjanmar staðfesti í morgun dóma yfir tveimur fréttamönnum Reuters-fréttastofunnar. Þeir neðri dómstigum voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að hafa undir höndum leyniskjöl tengd aðgerðum hersins í Rakhíne-héraði. 
23.04.2019 - 09:05
Óvíst um heimflutninga á Róhingjum
Óvíst er um þau áform yfirvalda í Bangladess að byrja að senda flóttamenn úr röðum Róhingja aftur heim til Mjanmar.
15.11.2018 - 11:12
Þjóðarmorð enn framin í Mjanmar
Eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna segja stjórnvöld í Mjanmar enn fremja þjóðarmorð á Róhingjum sem eftir eru í landinu. Þá sýni stjórnvöld engan vilja til að virkja raunverulegt lýðræði í landinu. Guardian hefur eftir Marzuki Darusman, yfirmanni eftirlitssveitar SÞ í Mjanmar, að þúsundir Róhingja flýi til Bangladess.
25.10.2018 - 05:11
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Fréttaskýring
Ábyrgð Facebook á þjóðarmorðinu á Róhingjum
Stjórnarherinn í Mjanmar hefur verið sakaður um þjóðarmorð á Róhingjum, tugþúsundir hafa verið myrtar og meira en 700.000 Róhingjar hafa verið hraktir á flótta yfir til nágrannaríkisins Bangladess. Facebook sætir nú ásökunum um að hafa verið notað til þess að kynda undir hatri á þessum minnihlutahópi og að eiga ákveðna sök á morðum og misþyrmingum á þessu fólki.
28.09.2018 - 15:34
Beittu nauðgunum og brenndu fólk lifandi
Skýrsla rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem varpar ljósi á þjóðarmorð mjanmarska hersins, segir frá hræðilegum pyntingum sem herinn hefur beitt Róhingja. Konur máttu þola hópnauðganir og barsmíðar. Dæmi eru um að þær hafi verið bundnar á hárinu við tré, brenndar með sígarettum eða sjóðandi heitu vaxi.
18.09.2018 - 21:30
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Sannleiksbók sýnir falsaðar myndir
Her Mjanmars notar falsaðar myndir til að segja það sem herinn kallar sannleikann um komu Róhingja til Mjanmars. Myndirnar eiga meðal annars að sýna fólksflutninga Róhingja til Mjanmar frá Bangladess seint á fimmta áratugnum, en Róhingjar líta á sig sem frumbyggja vesturhluta landsins, þar sem nú er Rakhine-hérað.
31.08.2018 - 05:17
Hafna niðurstöðum skýrslu SÞ
Stjórnvöld í Mjanmar hafna niðurstöðum úr skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem herinn er sagður hafa framið þjóðarmorð á Róhingjum. Talsmaður stjórnvalda segir starfshópi Sameinuðu þjóðanna aldrei hafa verið hleypt inn í landið og því geti þau ekki sætt sig við niðurstöðurnar, eða tilskipanir frá mannréttindaráði SÞ.
29.08.2018 - 03:56
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Viðtal
Óvenjustór hluti fylgdarlaus börn
Erna Kristín Blöndal, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi segir meirihluta þeirra Róhinga sem hafa flúið ofsóknir í Mjanmar börn. Þá sé óvenjustór hluti þeirra fylgdarlaus börn. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að að sex herforingjar í mjanmarska hernum verði sóttir til saka.
28.08.2018 - 09:54
Erlent · Asía · Bangladess · Róhingjar · Mjanmar · UNICEF
Börn Róhingja sögð týnd kynslóð án menntunar
Börn Róhingja á flótta skortir menntun og þar með tiltekinn þroska. Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á þessu og segja að 380 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðum í Bangladess eigi á hættu að verða það sem samtökin kalla týnda kynslóð, án nokkurrar menntunar. 
23.08.2018 - 06:15
Svipt enn öðrum verðlaunum
Leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, verður svipt mannréttindaverðlaunum Edinborgar sem hún hlaut árið 2005 því hún neitar að fordæma ofbeldi gegn Róhingjum í heimalandi sínu. Þetta eru sjöundu verðlaunin sem hún er svipt vegna málsins.
22.08.2018 - 10:28