Færslur: Róf

Gagnrýni
Flækjuróf
„Hér eru verk sem reyna að búa til, eða birta, eða afhjúpa raunverleikann,“ segir Starkaður Sigurðarson myndlistargagnrýnandi um yfirlitssýningu á verkum Haraldar Jónssonar, Róf, á Kjarvalsstöðum. „Hann tekur einhvern smáhlut eða smástund og skoðar hvernig hægt er að gera allan heiminn úr því. Og heimurinn er meira hugmynd heldur en hlutur. Hér býr Haraldur til þennan heim.“
15.11.2018 - 09:10
Haraldur á blóði drifnu Rófi
„Mér finnnst mjög mikilvægt í mínum verkum að vera auðskiljanlegur en ekki neytendavænn,“ segir Haraldur Jónsson myndlistarmaður. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Róf, þar sem ferill hans undanfarin 30 ár er dreginn saman.
Hugvíkkandi og hnyttin myndlist
Listasafn Reykjavíkur hefur tekið upp á því að halda á hverju ári yfirlitssýningu á verkum listamanna sem eru komnir á miðjan aldur. Í ár er sýningin helguð verkum Haraldar Jónssonar. Hún ber nafnið Róf og teygir sig 30 ár aftur í ferli hans.
12.11.2018 - 16:02