Færslur: Rodrigo Duterte

Ætla að bólusetja níu milljónir á þremur dögum
Yfirvöld á Filippseyjum setja markið hátt í nýjust bólusetningaráætlun sinni sem hrint var af stokkunum í gær. Markmiðið er að bólusetja allt að níu milljónir manns gegn COVID-19 á þremur dögum, frá mánudegi til miðvikudags. Á annað hundrað þúsund hermanna og sjálfboðaliða voru munstraðir til að gera þessa metnaðarfullu áætlun að veruleika.
Dómstóll frestar rannsókn á Duterte Filippseyjaforseta
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur frestað rannsókn sinni á á mannskæðu stríði Rodrigos Duterte forseta Filippseyja gegn eiturlyfjum í landinu.
Sakar forsetaframbjóðanda um að neyta kókaíns
Upplýsingafulltrúi Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, baðst í dag undan spurningum fréttamanna um fullyrðingu forsetans um að frambjóðandi í forsetakosningum í landinu neyti kókaíns. Þetta fullyrti Duterte í gær en upplýsingafulltrúinn vildi ekki segja um hvaða frambjóðanda forsetinn var að tala.
19.11.2021 - 15:20
Duterte býður sig ekki fram gegn dóttur sinni
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ætlar að bjóða sig fram til öldungadeildar í þingkosningum í landinu á næsta ári. Þetta tilkynnti Christopher Bong Go, aðstoðarmaður forseta, í dag.
15.11.2021 - 13:07
Duterte undirbýr málsvörn gegn sakamáladómstól
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, kveðst ætla að undirbúa málsvörn sína í rannsókn Alþjóða sakamáladómstólsins á mannskæðu stríði hans gegn eiturlyfjum í landinu, nú þegar hann hefur ákveðið að yfirgefa stjórnmálin.
Duterte vinnur ekki með Alþjóðlega sakamáladómstólnum
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir af og frá að hann aðstoði Alþjóðlega sakamáladómstólinn við rannsókn á stríði hans gegn fíkniefnum. Lögfræðingur hans segir dómstólinn ekki hafa lögsögu í landinu.