Færslur: Róbert Spanó

Telur Róbert Spanó ekki geta gert annað en sagt af sér
Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands í byrjun mánaðarins olli töluverðum deilum sem enn sér ekki fyrir endann á. Einn helsti sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Mannréttindadómstólsins krefst afsagnar Róberts, sem hafi með heimsókn sinni skaðað orðspor dómstólsins varanlega. Hann hafi engan annan kost en að segja af sér.
Morgunútvarpið
Þórhildur Sunna: Tyrklandsheimsókn Róberts réttlætanleg
Það er réttlætanlegt að Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, hafi farið í opinbera heimsókn til Tyrklands. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur mannréttindalögfræðings og þingmanns Pírata sem var gestur Morgunútvarps Rásar tvö í morgun. Fulltrúar dómstólsins verða að vera óhlutdrægir gagnvart sínum aðildarríkjum, hefði Róbert ekki þegið boðið hefði það verið til marks um hið gagnstæða.
Segir Róbert Spanó hafa gert skyldu sína
Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, notaði tjáningarfrelsið sem staða hans færir honum, til að veita þeim kjark sem eigi skilið að heyra frjáls og sanngjörn orð. Þetta segir Vladimiro Zagrebelsky, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í aðsendri grein í ítalska blaðinu La Stampa í dag. Þar bregst hann við þeirri gagnrýni sem Róbert hefur fengið fyrir að taka við heiðursdoktorsnafnbót í Tyrklandi.
Myndskeið
„Fólkið sem rak mig veitir þér heiðursgráðu“
Róbert Spanó varð í dag fyrsti forseti Mannréttindadómstóls Evrópu sem fer í opinbera heimsókn til Tyrklands. Heimsóknin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna þess að mannréttindi séu þar fótum troðin og tugþúsundir mála tengd mannréttindabrotum hafa verið send Mannréttindadómstólnum.