Færslur: Robert Mueller

Cohen segir ólíklegt að Trump víki friðsamlega
Donald Trump Bandaríkjaforseta er lýst sem svikulum svindlara sem svífist einskis í bók eftir Michael Cohen, fyrrverandi lögmann hans. Forsetinn hafnar öllu sem Cohen heldur fram.
14.08.2020 - 13:10
Trump bað um aðstoð frá Ástralíu
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað ástralska forsætisráðherrann um aðstoð við að afla upplýsinga vegna rannsóknar á tildrögum Rússlandsrannsóknar bandarískra yfirvalda. New York Times greindi fyrst frá þessu, og í gærkvöld staðfesti talsmaður ástölsku stjórnarinnar þetta.
01.10.2019 - 03:59
Mueller: Skýrslan ber ekki sakir af Trump
Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakaði afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016, ber í dag vitni fyrir tveimur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
24.07.2019 - 14:38
Robert Mueller ber vitni í dag
Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakaði afskipti Rússa af bandarísku þingkosningunum 2016, ber vitni fyrir dómsmála- og leyniþjónustunefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Sýnt verður frá vitnisburðinum í beinni útsendingu og gert ráð fyrir að hann um eða yfir fimm klukkustundir.
24.07.2019 - 07:49
Segir Donald Trump ekki lausan allra mála
Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að þingið verði að bregðast við afbrotum, lygum og öðrum misgjörðum Donalds Trumps forseta, fyrst dómsmálaráðuneyti landsins ætli að láta það ógert. Forsetinn segir að rannsókn gegn honum hafi leitt í ljós að hann sé laus allra mála.
29.05.2019 - 17:49
Barr neitar að mæta þingnefnd fulltrúadeildar
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að koma fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Þar var ætlunin að spyrja hann út í meðhöndlun hans og framsetningu á skýrslu Roberts Muellers um afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 og mögulegar tilraunir Donalds Trumps til að leggja stein í götu rannsóknarinnar eftir að hann tók við forsetaembættinu.
01.05.2019 - 23:30
Tekist á um afhendingu Muellers-skýrslunnar
Jerry Nadler, þingmaður Demókrata og formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur sent dómsmálaráðherranum William Barr lögformlega kröfu um að hann afhendi nefndinni 448 síðna skýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, um Rússarannsóknina svokölluðu, í heild sinni og án allra útstrikana. Að auki krefst hann þess að þingnefndin fái afrit af fjölda fylgiskjala skýrslunnar, til að tryggja að ekkert fari á milli mála.
Vill kæra Trump fyrir brot í starfi
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata á Bandaríkjaþingi, kallar eftir því að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verði kærður fyrir brot í embætti vegna þess sem fram kemur í skýrslu Roberts Muellers um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016. Þar má meðal annars lesa að Trump hafi minnst tíu sinnum freistað þess að hafa bein áhrif á gang rannsóknarinnar.
Mueller skýrslan í hnotskurn
Skýrsla Roberts Muellers varpar ljósi á ýmislegt það sem gerst hefur í bandarískum stjórnmálum undanfarin tæp þrjú ár þótt þar sé ekki alltaf endanleg svör að finna. Hér er stutta útgáfan af því hvernig Mueller mat samskipti starfsliðs Trumps við Rússa og afskipti forsetans af rannsókninni.
19.04.2019 - 13:28
Mueller skýrslan
Trump vildi losna við Mueller
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vildi losna við Robert Mueller, sérstakan saksóknara. Hann sagði undirmanni sínum að bera þau skilaboð til næst æðsta yfirmanns dómsmálaráðuneytisins að víkja Mueller úr embætti en sá neitaði.
18.04.2019 - 16:40
Ástæða fyrir alla Bandaríkjamenn að fagna
Allir Bandaríkjamenn ættu að fagna því að nú hefur verið sýnt fram á að enginn landi þeirra hafði samráð við Rússa í aðdraganda síðustu forsetakosninga. Þetta sagði William Barr dómsmálaráðherra þegar hann kynnti birtinguna á skýrslu Roberts Muellers sérstaks saksóknara. Mueller stýrði rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og hugsanlegu samráði við starfslið Donalds Trumps.
18.04.2019 - 14:11
Skýrsla Muellers birt á næstu dögum
Skýrsla Roberts Muellers, sérstaks saksóknara sem rannsakaði hugsanleg afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, verður gerð opinber á næstu dögum. Útdráttur úr henni leiddi ekkert í ljós um að Donald Trump og stjórnendur kosningabaráttu hans hefðu haft samráð við rússnesk yfirvöld.
09.04.2019 - 16:16
Náinn ráðgjafi Donalds Trumps handtekinn
Roger Stone, náinn ráðgjafi og samherji Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, var í dag handtekinn í Flórída og ákærður fyrir ýmis brot, svo sem að gefa út ósannar yfirlýsingar, hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á framburð vitna.
Í samskiptum við Rússa framyfir kosningar
Sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum kveðst hafa sannanir fyrir því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps forseta, hafi haft samskipti við meintan rússneskan njósnara fram yfir kosningar og allt þar til eftir að hann var ákærður. Í dómskjölum segir að Manafort og Konstantin Kilimnik, sem sagður er hafa verið njósnari rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi meðal annars rætt friðaráætlun í Úkraínu. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu.
16.01.2019 - 04:16
Fréttaskýring
Um hvað snýst rannsókn Roberts Mueller?
Í næstum tvö ár hefur reglulega verið minnst á hina svokölluðu Rússarannsókn Roberts Mueller í fréttum. En um hvað snýst þessi rannsókn og hvað hefur gerst?
22.11.2018 - 17:20
„Til skammar“ að spurningum Muellers var lekið
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það sé til skammar að listi með spurningum um Rússlandsrannsóknina svokölluðu hafið verið lekið til bandarískra fjölmiðla. Robert Mueller, sem hugðist leggja spurningarnar fyrir forsetann, lét lögfræðinga Trumps hafa spurningalista en blaðið New York Times hefur fleiri en 40 spurningar undir höndum sem ætlaðar voru forsetanum. Mueller rannsakar meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra.
01.05.2018 - 21:16
Vill gögn um Trump frá Deutsche Bank
Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur farið fram á að Deutsche Bank afhendi rannsóknarteymi sínu gögn um reikninga Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Mueller rannsakar möguleg tengsl Trumps við Rússa og afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þýska fjármáladagblaðið Handelsblatt og Reuters-fréttastofan skýrðu frá þessu í dag.