Færslur: rjúpa

Snörp uppsveifla en óvíst með veiðitímabil
Rjúpnatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands leiðir í ljós að snörp uppsveifla er hafin í stofnstærð rjúpunnar. Þetta er staðan í öllum landshlutum, nema á Austurlandi þar sem vöxturinn er ekki eins kraftmikill.
05.06.2022 - 08:20
„Menn hafa alveg náð að kroppa eitthvað í matinn“
Í dag er síðasti dagur sem veiða má rjúpu á þessu ári, auk þess sem núverandi reglugerð um rjúpnaveiðar er að renna út. Formaður Skotveiðifélags Íslands segir ágætis hljóð í veiðimönnum þó hafi veiðin almennt verið frekar treg. 
30.11.2021 - 14:15
Fyrsta rjúpnaveiðihelgin framundan
Fram undan er nú fyrsta rjúpnaveiðihelgin þetta árið og fjöldi manns á leið til veiða. Veður gæti þó sett strik í reikninginn enda spáin ekki sérlega góð. Lögreglan fylgist vel með rjúpnaskyttum og kannar hvort öll leyfi séu í lagi.
05.11.2021 - 13:48
Fundu skjannahvíta rjúpu um borð í togara
Skipverjar á frystitogaranum Blæng NK tóku eftir skjannahvítri rjúpu í skipinu norður af Langanesi á dögunum. Skipið var þá á leið frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir land.
29.09.2021 - 12:19
Myndskeið
„Kannski treysta menn sér ekki í þessa rökræðu“
Skotveiðifélag Íslands er afar ósátt við að rjúpnaveiðidögum hafi ekki verið fjölgað frá í fyrra. Formaðurinn óttast slys þegar veiðimenn ana út í hvers kyns veður til þess að nýta dagana. Hann segir að faraldurinn ætti ekki að hafa mikil áhrif á veiðarnar.
Rjúpu fækkar fyrir norðan en fjölgar annars staðar
Rjúpu hefur fækkað á Norðurlandi en fjölgað í öðrum landshlutum. Þetta sýna niðurstöður úr rjúpnatalningum sem lauk nýlega. Ólafur K Nielsen, fulglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir að rjúpnafjöldinn í ár sé undir meðallagi á Norðausturlandi og Austurlandi en annars staðar um og yfir meðallagi
02.06.2020 - 16:47
Rjúpum fjölgar í flestum landshlutum
Rjúpum hefur fækkað á Norðurlandi en fjölgað í öðrum landshlutum. Þetta leiðir rjúpnatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 í ljós. Í fyrra fækkaði rjúpum víðast hvar, nema í lágsveitum á Norðausturlandi.
Rjúpnastofninn stækkaði víðast hvar á landinu
Rjúpum hefur fjölgað alls staðar hér á landi í ár nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Rjúpnatalningum á vegum stofnunarinnar í ár er lokið.
04.06.2018 - 07:04
Innlent · Fuglar · Náttúra · rjúpa
Misjöfn rjúpnaveiði en fyrsti dagurinn góður
Rjúpnaveiðin hófst í dag og þrátt fyrir vonda veðurspá áttu margir góðan dag á fjöllum og voru ánægðir með veiðina. Rjúpnaskytta á Akureyri segir að fáir veiðidagar séu í boði og þá verði að nýta allan þann tíma sem gefst þrátt fyrir leiðindaveður.
27.10.2017 - 19:03
Hnísill, naglús og iðraormur í rjúpunni
17 tegundir sníkjudýra herja á íslensku rjúpuna, sum henni að meinalausu en önnur eru meinbæg. Meðal sníkjudýra sem hafa slæm áhrif á afkomu rjúpunnar eru hnísill, naglús og iðraormur.
22.11.2016 - 13:48