Færslur: rithöfundar

Lögregla rannsakar hótanir í garð JK Rowling
Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hótun gegn rithöfundinum JK Rowling, höfundar bókanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hótunin barst í kjölfar batakveðju sem hún sendi rithöfundinum Salman Rushdie.
Salman Rushdie í öndunarvél á sjúkrahúsi
Breski rithöfundurinn Salman Rushdie er í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að maður réðist að honum í dag vopnaður hnífi. Umboðsmaður Rushdies segir allt benda til að hann hafi misst annað augað.
Rithöfundar fá 183 milljónir fyrir útlán á bókasöfnum
Rithöfundar hafa fengið 183 milljónir í sinn hlut vegna útlána á bókasöfnum í fyrra. Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir tekjur úr sjóðnum alla jafna ekki vera stóran hluta af heildartekjum rithöfunda en að hver króna skipti máli fyrir ekki tekjuhærri hóp. 
Rithöfundur studdur af Trump verður frambjóðandi
Rithöfundurinn J.D. Vance verður frambjóðandi Repúblikana þegar kosið verður um öldungadeildarþingmann fyrir Ohio í Bandaríkjunum í nóvember. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti yfir stuðningi við Vance fyrir nokkrum vikum.
Hreiðra má um sig í risarúmi og njóta barnabóka
Risastórt rúm hefur verið sett upp í Borgarbókasafninu í Grófinni. Þar er hægt að leggjast út af, breiða yfir sig stóra sæng og hlusta á eða lesa barnabók. Rúmið er innsetning eftir Svandísi Dóru Einarsdóttur til heiðurs barnabókahöfundum.
Óttast að raunverulegur nauðgari finnist ekki
Bandaríski rithöfundurinn Alice Sebold hefur beðist afsökunar á þætti sínum í því að maður var ranglega ákærður og dæmdur til fangavistar fyrir að hafa nauðgað henni árið 1981. Þá var Sebold átján ára. Hún óttast að sá sem framdi ódæðið finnist ekki og hafi mögulega komist upp með fleiri brot.
Myndskeið
Kvenkyns rithöfundur reyndist vera þrír karlmenn
Spænski bókmenntaheimurinn varð fyrir nokkru áfalli þegar í ljós kom að glæpasagnahöfundurinn Carmen Mola reyndist allt önnur en talið var. Þetta kom í ljós þegar hin virtu Planeta-bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Barcelona á föstudaginn var.
18.10.2021 - 10:09
Viðtal
Afsökunarbeiðnir vegna fortíðar mikilvægar
Henry Alexander Henrysson heimspekingur segir að afsökunarbeiðnir fyrir orð eða gjörðir fortíðar séu vandmeðfarnar en mikilvægar. Fjölskylda breska rithöfundarins Roald Dahls hefur beðist afsökunar á ummælum um gyðinga í viðtali fyrir nærri fjórum áratugum.
09.12.2020 - 13:08
Fjölskylda Roald Dahl biðst afsökunar á ummælum hans
Aðstandendur breska rithöfundarins Roald Dahls hafa beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla um gyðinga í viðtali árið 1983. Dahl er þekktastur fyrir barnabækur sínar, meðal annars Matthildi og Kalla og sælgætisgerðina.
06.12.2020 - 14:12
Fjöldi rithöfunda lýsir yfir stuðningi við transfólk
Stephen King, Margaret Atwood og Roxane Gay eru á meðal þeirra 1.200 rithöfunda sem hafa skrifað undir sérstaka stuðningsyfirlýsingu við transfólk og kynsegin fólk í Bandaríkjunum og Kanada. Guardian greinir frá.
10.10.2020 - 12:18
Myndskeið
Hulda lifnar við í sjónvarpsþáttum CBS
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hyggst gera sjónvarpsþáttaröð byggða á bók Ragnars Jónassonar, Dimmu. Þættirnir verða teknir upp hér á landi en óvíst er hvenær þeir fara í loftið.
17.09.2020 - 10:00
Ragnar með tvær bækur í efstu sætum í Þýskalandi
Íslenski rithöfundurinn Ragnar Jónasson á nú tvær bækur í efstu sætum metsölulista der Spiegel. Er bók Ragnars Dimma í öðru sæti yfir mest seldu kiljur vikunnar og Drungi er í fjórða sætinu. Bækurnar eru hluti af þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu.
23.07.2020 - 08:08
Skiptir listamenn verulegu máli
Starfsumhverfi tónlistarmanna og rithöfunda gjörbreytist til hins betra með samþykkt Alþingis á lögum um skattlagningu hugverka.
03.09.2019 - 12:11
Skiptir listamenn verulegu máli
Starfsumhverfi tónlistarmanna og rithöfunda gjörbreytist til hins betra með samþykkt Alþingis á lögum um skattlagningu hugverka.
03.09.2019 - 12:10
Menningarviðurkenningar RÚV
RÚV er ein mikilvægasta menningarstofnun þjóðarinnar. Hún býður upp á fjölbreytt menningarefni í öllum sínum miðlum og stuðlar að fjölbreyttri listumfjöllun. Að undanförnu hefur menningarefni verið sett í aukinn forgang á RÚV, m.a. með því að auka áherslu á framleiðslu á leiknu efni.