Færslur: Rio Tinto

Afskrifa allar óefnislegar eignir vegna álversins
Námufyrirtækið Rio Tinto hefur fært niður óefnislegar eignir sínar vegna álversins í Straumsvík um 269 milljónir dollara. Það jafngildir um 37 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í árshluta reikningi Rio Tinto, sem birtur var í dag.
29.07.2020 - 12:06
Óljóst hvort kæra Rio Tinto verður rannsökuð formlega
Samkeppniseftirlitið þarf að afla frekari upplýsinga frá Rio Tinto og Landsvirkjun áður en tekin verður ákvörðun um hvort kæra Rio Tinto til embættisins verður tekin til rannsóknar.  Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að þessi vinna taki einhverjar vikur. Ákvörðunin um hvort hafin verði formleg rannsókn á grundvelli kvörtunarinnar liggi í fyrsta lagi fyrir í ágúst.
23.07.2020 - 16:44
Vill halda í álverið en horfir líka á stóra samhengið
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík mikilvægt fyrirtæki sem vont væri að missa. Það sé þó nauðsynlegt að líta til stóra samhengisins. Móðurfélagið hafi þegar lokað 7 af 8 álverum sínum í Evrópu. Óljóst er hvort álverið þraukar þar til kvörtun sem það lagði fram í gær fæst afgreidd hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kvörtun Rio Tinto kom Landsvirkjun á óvart
Forstjóri Landsvirkjunar segir að kæra Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins komi á óvart. Hann vísar ásökunum um samkeppnisbrot á bug.
22.07.2020 - 20:46
Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Rio Tinto lagði í dag fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna Landsvirkjunar. Að þeirra mati fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína gagnvart ISAL, álverinu í Straumsvík.
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
Töldu fyrirvara skynsamlegan á kjarasamningi Rio Tinto
Talið var skynsamlegt að hafa fyrirvara á kjarasamningi við starfsmenn Rio Tinto þess efnis að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Myndskeið
„Mjög óeðlilegt“ að kjarasamningur velti á Landsvirkjun
Forstjóri Landsvirkjunar segir mjög óeðlilegt að nýr kjarasamningur við starfsfólk álversins í Straumsvík velti á því hvort Landsvirkjun endurskoði raforkusamninga. Verkalýðsformaður segir Rio Tinto beita starfsmönnum fyrir sig.
07.04.2020 - 20:04
Öll þrjú álfyrirtækin rekin með tapi í fyrra
Öll álverin þrjú voru rekin með tapi í fyrra. Árið á undan var Norðurál á Grundartanga það eina sem var rekið réttu megin við núllið og skilaði þá hagnaði upp á hálfan milljarð.
13.02.2020 - 18:23
Viðtal
Vilja opinbera raforkuverðið
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist vonast til að hægt sé að koma í veg fyrir lokun álversins í Straumsvík. Það sé allt of snemmt að ræða um hvaða áhrif lokun þess myndi hafa á rekstur Landsvirkjunar. Landsvirkjun eigi í viðræðum við fyrirtækið til að fá sameiginlega sýn á stöðu mála. 
12.02.2020 - 11:58
Starfsfólk álversins slegið og áhyggjufullt
Starfsfólk álversins í Straumsvík er slegið vegna mögulegrar lokunar álversins. Boðað var til starfsmannafundar í morgun þar sem stjórnendur fyrirtækisins upplýstu fólk um stöðuna.
12.02.2020 - 11:32
Framleiðsla í Straumsvík minnkuð um 15 prósent
Stjórnendur Rio Tinto, fyrirtækisins sem rekur álverið í Straumsvík, hafa ákveðið að minnka framleiðslu álversins um 15 prósent á þessu ári og raforkunotkun verksmiðjunnar um leið. Við þetta verður Landsvirkjun af tekjum upp á allt að 20 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar hálfum þriðja milljarði króna.
25.01.2020 - 07:13
Landsvirkjun tapaði rúmum 1,2 milljörðum vegna ljósboga
Tekjutap Landsvirkjunar, vegna ljósboga sem myndaðist í kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í júlí, nemur rúmum 1,24 millj­örðum íslenskra króna, nú það sem af er ári. 
23.11.2019 - 10:19
Rio Tinto endurskoðar rekstur álbræðslu
Álframleiðandinn Rio Tinto ætlar að endurskoða rekstur álbræðslu sinnar á Tiwai Point í Nýja Sjálandi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við erfiðum markaðsaðstæðum þegar horft er til nánustu framtíðar, auk þess sem hátt raforkuverð leiði til áframhaldandi taps á rekstri álbræðslunnar í Nýja Sjálandi. Rio Tinto ætlar að leita leiða í átt að hagkvæmari kostum með nýsjálenskum stjórnvöldum og raforkuþjónustu.
23.10.2019 - 01:30
Óverulegt tjón af eldinum í Straumsvík
Eldurinn, sem kviknaði í álveri Rio Tinto í Straumsvík í gærkvöld, olli óverulegu tjóni og engan sakaði, segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi. Reykurinn var mestur milli kerskála eitt og tvö. Hann tengist ekki vandræðunum, sem álverið hefur glímt við undanfarið, eftir að ljósbogi myndaðist í kerskála þrjú í júlí.
03.09.2019 - 12:15
Slökktu til að fyrirbyggja fleiri ljósboga
Forstjóri álvers Rio Tinto í Straumsvík segir að ákveðið hafi verið að slökkva á öllum kerskála þrjú til að fyrirbyggja að ljósbogar mynduðust í fleiri kerjum. Ljósbogi myndaðist í einu kerinu, en enginn starfsmaður var nálægt. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er, en það hleypur á milljörðum. Meira en þriðjungur framleiðslunnar liggur niðri.
Rio Tinto neitar að tjá sig um ljósbogann
Engar frekari upplýsingar fást frá forsvarsmönnum Rio Tinto um atvik sem varð til þess að kerskála þrjú var lokað í nótt. Ljósbogi myndaðist þegar ker ofhitnaði en forstjórinn sagði í tilkynningu að óróleiki í rekstri skýrði lokunina. Maður lést í ljósbogaslysi í Straumsvík 2001.
22.07.2019 - 21:32