Færslur: Ríkisútvarpið

Fjölmiðlar fengu minni auglýsingatekjur
Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um 16% árið 2020 miðað við árið á undan og hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsinga í fjölmiðlum runnu til erlendra aðila, sem er lægra hlutfall en árin á undan.
Fréttastofa RÚV óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs
Fréttastofan þakkar samfylgdina á árinu 2021 og óskar hlustendum, lesendum, áhorfendum og landsmönnum öllum, gleðilegs nýs árs. Fréttir verða næst sagðar í útvarpi klukkan eitt í nótt.
31.12.2021 - 23:52
Fréttastofan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Fréttastofa RÚV óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Fréttir verða næst sagðar í útvarpinu klukkan tíu á morgun, jóladag. Vakt verður þó á fréttastofunni í kvöld og nótt.
24.12.2021 - 16:08
„Þögnin“ vinsælasti dagskrárliðurinn
Tæplega 15 mínútna hlé verður gert á útsendingur Rásar 1 áður en aftansöngurinn í Dómkirkjunni hefst klukkan sex. Þröstur Helgason dagskrárstjóri Rásar 1 segir að þessi siður eigi sér langa sögu hjá Ríkisútvarpinu og sé einn vinsælasti dagskrárliðurinn í íslensku útvarpi.
24.12.2021 - 15:28
Landsréttur staðfesti sýknu í máli Helga Seljan og RÚV
Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms í máli manns gegn Helga Seljan og Ríkisútvarpinu. Maðurinn krafðist bæði miskabóta vegna ærumeiðinga og ómerkingu ummæla sem féllu í Kastljósi árið 2015, um meinta refsiverða háttsemi hans í garð fyrrum eiginkonu hans og barna. Dómstóllinn komst að þeirri niðustöðu vinnubrögð hefðu verið fagleg og teldust til góðra starfshátta.
Myndskeið
Sprengdu festingar til að fella langbylgjumöstur
Kaflaskil urðu í sögu Ríkissútvarpsins í dag þegar tvö langbylgjumöstur voru felld. Starfsemi Ríkisútvarpsins er því formlega lokið að Vatnsenda eftir ríflega níutíu ár.
11.08.2021 - 18:59
Þörf á frekari aðgerðum til að tryggja fjölmiðlarekstur
Menntamálaráðherra segir að ríkisstuðningur einn og sér dugi ekki til að tryggja rekstur einkarekinna fjölmiðla. Horfa þurfi til annarra lausna eins og að skattleggja erlendar efnisveitur.
19.05.2021 - 19:45
Menntamálaráðherra telur Samherja ganga of langt
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur Samherja ganga of langt í viðbrögðum sínum við fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Mikilvægt sé að fjölmiðlar séu frjálsir og geti fjallað um málefni líðandi stundar. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá þingmanni Samfylkingarinnar á Alþingi í dag.
26.04.2021 - 15:10
Stjórn RÚV aðhefst ekki vegna erindis Samherja
Stjórn Ríkisútvarpsins ætlar ekki að taka afstöðu til kröfu útgerðarfélagsins Samherja um að fréttamaður RÚV fjalli ekki meira um málefni fyrirtækisins. Stjórn RÚV ákvað þetta á fundi sínum í gær, 30. mars, eftir að erindi útgerðarinnar var beint til stjórnarinnar.
31.03.2021 - 12:39
Fjarlægja ein ummæli Helga Seljan úr úrskurði
Siðanefnd RÚV hyggst leiðrétta úrskurð sinn í máli Samherja gegn 11 starfsmönnum RÚV. Ein ummæli sem nefndin taldi alvarlegt brot á siðareglum snérust alls ekki um Samherja.
Ummæli Helga Seljan brot á siðareglum en önnur ekki
Siðanefnd RÚV vísar ýmist frá eða metur svo að siðareglur hafi ekki verið brotnar vegna um­mæla tíu starfs­manna RÚV á samfélagsmiðlum um Sam­herja. Nokkur ummæli Helga Seljan, eins stjórnanda fréttaskýringarþáttarins Kveiks, voru talin fela í sér alvarlegt brot. Engin efnisleg afstaða var tekin til fréttaflutningsins sjálfs. Samherji kærði 11 starfsmenn RÚV til siðanefndarinnar.
Þrír stjórnarþingmenn rýna í RÚV
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna; Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna, Silju Dögg Gunnarsdóttur þingmanni Framsóknarflokksins og Páli Magnússyni fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmanni Sjálfstæðisflokks að rýna lög um Ríkisútvarpið ohf. og gera tillögur að breytingum sem líklegar eru til að sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk þess.
Fréttastofan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Fréttastofa RÚV óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Fréttir verða næst sagðar í útvarpinu klukkan tíu á morgun, jóladag. Vakt verður þó á fréttastofunni í kvöld og nótt.
24.12.2020 - 16:20
Jólakveðjur í skugga faraldurs
Þrjú þúsund og þrjú hundruð jólakveðjur verða fluttar á Rás eitt og hafa aldrei verið fleiri. Faraldurinn setur svip sinn á kveðjurnar í ár.
22.12.2020 - 19:15
RÚV 90 ára
Eldfjallagantar með eldgosagalsa og Reykjafoss í Hull
Fréttir og fréttaskýringar hafa verið á dagskrá íslenska ríkisútvarpsins frá fyrsta degi, sem var þann 20. desember 1930. Áferð og áherslur útvarpsfrétta hafa að sjálfsögðu tekið ýmsum breytingum í tímans rás, en vaktin hefur verið nánast samfelld í 90 ár hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Útvarp RÚV flutt á Úlfarsfell eftir 90 ár á Vatnsenda
Útvarpsrásum Ríkisútvarpsins verður framvegis útvarpað frá Úlfarsfelli, eftir að slökkt verður á útvarpssendum á Vatnsenda á næstu dögum í fyrsta sinn í 90 ár. Þar rís íbúðabyggð og útvarpsendarnir víkja fyrir henni.
14.12.2020 - 17:07
Vilja innheimta útvarpsgjaldið tvisvar yfir árið
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur ásamt sex öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið þegar kemur að innheimtu útvarpsgjalds.
03.12.2020 - 15:12
Mynd með færslu
Í BEINNI
Bilun í Skálafelli truflaði útsendingar Rásar 1 og 2
Vegna bilunar í útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 frá Skálafelli heyrðust ekki útvarpsrásirnar víða á Suðvestur- og Vesturlandi. Bilunin hafði áhrif á aðra senda sem miðla útvarpsrásunum áfram til hlustenda.
27.10.2020 - 09:47
Jafnréttislög ekki brotin við ráðningu útvarpsstjóra
Hvorki var Kolbrúnu Halldórdóttur fyrrverandi þingmanni og ráðherra né Kristínu Þorsteinsdóttur fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins og áður fréttamanni á RÚV mismunað þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra
2,5% af opinberum útgjöldum fóru til menningarmála
Opinber útgjöld til menningarmála hér á landi námu 2,5% af heildarútgjöldum ársins 2018 og 0,5% heildarútgjalda var varið til fjölmiðla. Langstærsti útgjaldaliður ríkisins til fjölmiðlunar rann til Ríkisútvarpsins. Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd í Evrópu sem verja mestu til menningar. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir er látin
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, ein af þekktustu röddum Ríkisútvarpsins, er látin, 79 ára að aldri. Ragnheiður Ásta hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1962 og lét af störfum eftir 44 ára starf árið 2006.
Morgunþættir útvarps sameinaðir og sýndir í sjónvarpinu
Morgunþættir Rásar 1 og 2, Morgunvaktin og Morgunútvarpið, verða sameinaðir og sendir út á samtengdum rásum og í sjónvarpinu frá og með næsta mánudegi, 16. mars. Þetta er tímabundin ráðstöfun sem ráðist er í til þess að koma betur til móts við þann fjölda Íslendinga sem sitja fastir heima í sóttkví vegna kórónaveirunnar, og til að koma til móts við aldraða og aðra sem geta ekki stundað félagslíf eða fengið heimsóknir.
Borgarafundi frestað vegna COVID-19
Borgarafundi um málefni innflytjenda sem átti að vera á dagskrá annað kvöld, þriðjudaginn 10. mars, hefur verið frestað vegna útbreiðslu COVID-19 kórónuveirunnar.
09.03.2020 - 12:20
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri
Stefán Eiríksson verður nýr útvarpsstjóri. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Stjórn RÚV tilkynnti þetta í dag. Ákvörun um að ráða Stefán var tekin samhljóða á fundi stjórnarinnar í gærkvöldi.
28.01.2020 - 14:36
Fréttastofan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Fréttastofa RÚV óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Fréttir verða næst sagðar í útvarpinu klukkan tíu á morgun, jóladag. Vakt verður þó á fréttastofunni í kvöld og nótt.
24.12.2019 - 16:57