Færslur: Ríkisútvarpið

Mynd með færslu
Í BEINNI
Bilun í Skálafelli truflaði útsendingar Rásar 1 og 2
Vegna bilunar í útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 frá Skálafelli heyrðust ekki útvarpsrásirnar víða á Suðvestur- og Vesturlandi. Bilunin hafði áhrif á aðra senda sem miðla útvarpsrásunum áfram til hlustenda.
27.10.2020 - 09:47
Jafnréttislög ekki brotin við ráðningu útvarpsstjóra
Hvorki var Kolbrúnu Halldórdóttur fyrrverandi þingmanni og ráðherra né Kristínu Þorsteinsdóttur fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins og áður fréttamanni á RÚV mismunað þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra
2,5% af opinberum útgjöldum fóru til menningarmála
Opinber útgjöld til menningarmála hér á landi námu 2,5% af heildarútgjöldum ársins 2018 og 0,5% heildarútgjalda var varið til fjölmiðla. Langstærsti útgjaldaliður ríkisins til fjölmiðlunar rann til Ríkisútvarpsins. Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd í Evrópu sem verja mestu til menningar. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir er látin
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, ein af þekktustu röddum Ríkisútvarpsins, er látin, 79 ára að aldri. Ragnheiður Ásta hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1962 og lét af störfum eftir 44 ára starf árið 2006.
Morgunþættir útvarps sameinaðir og sýndir í sjónvarpinu
Morgunþættir Rásar 1 og 2, Morgunvaktin og Morgunútvarpið, verða sameinaðir og sendir út á samtengdum rásum og í sjónvarpinu frá og með næsta mánudegi, 16. mars. Þetta er tímabundin ráðstöfun sem ráðist er í til þess að koma betur til móts við þann fjölda Íslendinga sem sitja fastir heima í sóttkví vegna kórónaveirunnar, og til að koma til móts við aldraða og aðra sem geta ekki stundað félagslíf eða fengið heimsóknir.
Borgarafundi frestað vegna COVID-19
Borgarafundi um málefni innflytjenda sem átti að vera á dagskrá annað kvöld, þriðjudaginn 10. mars, hefur verið frestað vegna útbreiðslu COVID-19 kórónuveirunnar.
09.03.2020 - 12:20
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri
Stefán Eiríksson verður nýr útvarpsstjóri. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Stjórn RÚV tilkynnti þetta í dag. Ákvörun um að ráða Stefán var tekin samhljóða á fundi stjórnarinnar í gærkvöldi.
28.01.2020 - 14:36
Fréttastofan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla
Fréttastofa RÚV óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Fréttir verða næst sagðar í útvarpinu klukkan tíu á morgun, jóladag. Vakt verður þó á fréttastofunni í kvöld og nótt.
24.12.2019 - 16:57
Elín Hirst vill verða næsti útvarpsstjóri
Elín Hirst, fjölmiðlakona og fyrrverandi þingmaður, sótti um stöðu útvarpsstjóra. Umsóknarfrestur um starf útvarpsstjóra rann út á miðnætti. Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað að birta ekki lista yfir umsækjendur en nokkur hafa greint frá því að þau hafi sótt um.
10.12.2019 - 00:48
Fréttaskýring
RÚV ekki skylt að birta en hafa heimild til þess
„Mér sýnist að RÚV beri ekki lagaskyldu til að birta listann yfir umsækjendur,“ segir ráðgjafi um upplýsingarétt almennings. Starf útvarpsstjóra sé þó þess eðlis að upplýsingaréttur almennings og aðhald að hinu opinbera vegi þyngra en það sjónarmið að færri sæki hugsanlega um stöðuna ef listi yfir umsækjendur er birtur opinberlega. Ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki listann hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem gerir ráð fyrir að taka málið fyrir á fundi á morgun.
03.12.2019 - 19:00
Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag
Í dag rennur út umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Stjórn RÚV hefur ákveðið að fylgja ráðleggingum ráðningarfyrirtækisins Capacent um að birta ekki listann þar sem það eigi að auka möguleikana á að fá betri umsækjendur.
02.12.2019 - 07:45
Spyr hvort verið sé að velja að fara illa með almannafé
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti því upp í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag, hvort verið að velja að fara illa með almannafé með því að setja auknar byrðar á Ríkisútvarpið og skylda félagið til að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur þess án þess að nauðsyn bæri til.
28.11.2019 - 12:08
Margrét verður starfandi útvarpsstjóri
Stjórn Ríkisútvarpsins ákvað á fundi sínum í dag að ráða Margréti Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, sem starfandi útvarpsstjóra þegar Magnús lætur af störfum. Staða útvarpsstjóra verður auglýst á næstunni. Samið verður við Magnús Geir Þórðarson um hvernig starfslokum hans verður háttað á næstunni. Magnús Geir tekur við starfi þjóðleikhússtjóra í byrjun janúar.
06.11.2019 - 18:23
Myndband
Deilt um RÚV á auglýsingamarkaði
Sjónvarpsstjóri Símans segir að Ríkisútvarpið eigi ekkert hlutverk á auglýsingamarkaði. Formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa efast um að innlendir einkareknir miðlar græði á því að RÚV hverfi af markaðnum.
09.09.2019 - 19:06
Óttast að RÚV lendi í pólitískum hvirfilvindi
Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins krefst þess að stofnunin fái það að fullu bætt ef dregið verður úr auglýsingum. Hann óttast að RÚV lendi í pólitískum hvirfilvindi, verði útvarpsgjaldið hækkað. Menntamálaráðherra segir að það sé forsenda þess að hægt verði að taka RÚV af auglýsingamarkaði, að tryggt sé að tekjutapið verði bætt að fullu.
09.09.2019 - 12:57
Hefja ekki rannsókn vegna auglýsingasölu RÚV
Samkeppniseftirlitið mun ekki hefja rannsókn vegna meintrar framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, í kjölfar kvörtunar Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu.
09.07.2018 - 16:44
Ragnheiður í stjórn Ríkisútvarpsins
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein af níu aðalmönnum sem Alþingi kaus í dag í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu. Kosið er í stjórn til eins árs í senn.
25.04.2017 - 14:57