Færslur: Ríkisstjórnin

Ætla að tala um skapandi greinar og stjórnarsáttmálann
Ríkistjórnarfundur hefst í Salthúsinu í Grindavík klukkan tíu og síðar í dag ræðir ríkisstjórnin við fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum. Eftir hádegi flytja ráðherrarnir sig um set og halda vinnufund í Duushúsi í Reykjanesbæ, að honum loknum verður blaðamannafundur. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar vill ekkert segja nánar um efni fundarins.
10.08.2021 - 10:02
Ráðherrar sýna landsmönnum virðingarleysi
Þingflokksformenn Samfylkingar og Pírata styðja hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir það virðingarleysi gagnvart landsmönnum að ráðherrar rífist innbyrðis í fjölmiðlum í stað þess að tryggja stuðning við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
15 blaðamannafundir kostuðu yfir sjö milljónir
Ríkisstjórnin hélt 15 blaðamannafundi á rúmu ári, frá 27. febrúar 2020 til 20. apríl 2021. Langflestir voru vegna faraldurins, allir nema fjórir. Heildarkostnaður ríkisins vegna þessara funda nam rúmum sjö milljónum króna. Fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra voru á flestum fundum, utan forsætisráðherra sem var á öllum 15. Utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra voru á fæstum.
Myndskeið
Vilji Katrínar stýrir stjórnarmynstrinu
Tvenns konar stjórnarmynstur er á borðinu eftir næstu þingkosningar. Útkoman ræðst að miklu leyti af því með hverjum Katrín Jakobsdóttir vill starfa með í næstu ríkisstjórn, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Merkilegt að vinsældir Katrínar aukist í faraldrinum
Prófessor í stjórnmálafræði segir að mikil ánægja með störf Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra sýni að almenningur sé ánægður með forystu ríkisstjórnarinnar í kóvid faraldrinum.
Bjarni vill að ríkið fái fullt forræði yfir Auðkenni
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ríkið öðlist fullt forræði yfir auðkenni, fyirrtækinu sem gefur út rafræn skilríki. Ríkið standi nú í viðræðum um kaup á fyrirtækinu, en heimild er til þess í fjárlögum. 
28.03.2021 - 12:27
Lögregla tjáir sig ekki frekar um samkvæmi ráðherra
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn á meint brot á sóttvarnarlögum í miðborg Reykjavíkur í gær. Þar voru um 40-50 manns saman komin, þar á meðal ráðherra úr ríkisstjórn Íslands.
Spegillinn
Stuðningur nauðsynlegur fyrir verðmætasköpun næsta árs
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir lífsnauðsynlegt að halda lífi í fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi. Það sé mikilvægt vegna verðmætasköpunar á næsta ári.
05.10.2020 - 17:00
Engin ákvörðun tekin á fundinum
Engin ákvörðun var tekin um hertar sóttvarnaraðgerðir, að svo stöddu, á fundi þríeykisins með ríkisstjórninni sem lauk nú á sjötta tímanum. Ekki er þó útilokað að slík ákvörðun verði tekin fljótlega.
02.10.2020 - 17:53
Myndskeið
„Þannig staða að það verður að bregðast hratt við“
„Þessar tillögur eru algjörlega eins og búast má við miðað við þá stöðu sem er uppi ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar, Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun þar sem hertar takmarkanir vegna COVID-19 faraldursins voru kynntar.
Myndskeið
Svandís: Tillögurnar taki gildi fljótt
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi í Ráðherrabústaðnum. Þar er minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar til umræðu og tekin verður afstaða til þeirra. Sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra tillögurnar í gærkvöldi.
Efling krefur ríkið um hundruð milljóna
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar krefst, fyrir hönd stéttarfélagsins, að ríkið greiði félagsmönnum „hundruðir milljóna“ vegna aðgerðaleysis stjórnvalda vegna ógreiddra launa, launaþjófnaðar og ýmiss annars athæfis atvinnurekenda. Standi ríkisstjórnin ekki við loforð sín um að bæta aðstæður vinnandi fólks, áskilur Sólveig sér allan rétt til að knýja á um að svo verði.
Katrín kom á hækjum vegna sprungu í beini
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, studdist við hækjur þegar hún kom á Þingvelli til að vera viðstödd minnigarathöfn um fyrrum forsætisráðherrahjónin Bjarna Benediktsson og Sigríði Björnsdóttur, og barnabarn þeirra.
10.07.2020 - 15:37