Færslur: Ríkisstjórn

Viðtal
Áslaug Arna verður dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins þetta rétt í þessu.
Stjórnarandstaðan undrast stöðu þingloka
Þingmenn í stjórnarandstöðu segja mikla óvissu ríkja um þinglok. Aðstæður séu ófyrirsjáanlegar og óvanalegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að oft geti aðstæður verið óreiðukenndar rétt undir þinglok. Hún hafi þó sjaldan upplifað aðra eins stórundarlega stöðu og nú er komin upp, en ríkisstjórnarflokkarnir séu algjörlega ósamstíga.
15.06.2019 - 14:32
Kynferðisleg áreitni óalgeng í ráðuneytum
Skýrsla um #metoo-hreyfinguna og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt ríkisstjórn í gærmorgun. Þar kemur meðal annars fram að kynferðisleg áreitni er ekki mjög algeng innan ráðuneyta hér á landi.
18.05.2019 - 07:30
Segir tillögur stjórnvalda ekki nógu róttækar
Sex af 40 tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál, sem kynntar voru í gær, snúa að leigumarkaði.  Margrét Kristín Blöndal, formaður samtaka leigjenda gagnrýnir að samtökin hafi ekki fengið fulltrúa í nefndinni.
23.01.2019 - 20:17
Gengur lengra en loforðin fyrir kosningar
Fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára gengur lengra en nokkur stjórnmálaflokkur lofaði fyrir síðustu Alþingiskosningar, segir forsætisráðherra. Auknar tekjur ríkissjóðs og lækkuð vaxtabyrði gefur tækifæri til að byggja upp innviði og mikilvæga málaflokka, segir fjármálaráðherra.
04.04.2018 - 19:44
Fjármálaáætlun kynnt - beint á ruv.is
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára verður kynnt klukkan hálffimm. Fjármálaráðherra kynnir hana á fréttamannafundi í Arnarhváli.
04.04.2018 - 11:28
  •