Færslur: Ríkisstjórn 2021

Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Velþóknun með ráðherraval vex með hækkandi tekjum
Ánægja almennings með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykst eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Sömuleiðis er nokkur munur á velþóknun með ríkisstjórnina eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk kýs.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með nýju stjórnina
Um það bil 16% landsmanna líst vel á nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Um tuttugu og þrjú prósent segja að sér lítist frekar vel á hana. Ánægjan er mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Sóknarfæri felist í uppstokkun Stjórnarráðsins
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir uppstokkun Stjórnarráðsins gefa sóknarfæri til að sækja fram í þeim málaflokkum sem séu undir. Kjör og réttindi starfsfólks séu tryggð við breytingarnar. Hún segist nokkuð viss um að ráðherrar séu almennt ánægðir með sína málaflokka.
Þjóðarleikvangar á oddinum hjá nýjum ráðherra
Nýir þjóðarleikvangar verða á oddinum hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu að sögn Arnars Þórs Sævarssonar, aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra. Farið verður í saumana á stöðu mála á næstu vikum.
Óljós kostnaður við fjölgun ráðuneyta
Kostnaður við fjölgun ráðuneyta í Stjórnarráðinu liggur ekki fyrir. Einhver störf eiga eftir að flytjast á milli ráðuneyta, en allar líkur eru á því að starfsfólki hins opinbera eigi eftir að fjölga með fjölgun ráðuneyta, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn til að skipuleggja aðalskrifstofu nýs ráðuneytis.
Stjórnarandstaðan heldur aðeins einu formannssæti
Formenn þingflokka á Alþingi ræða í dag og á morgun hvernig skipta skuli formennsku og sætum í fastanefndum Alþingis milli flokka. Stjórnarandstaðan fær aðeins formannssæti í einni nefnd en fór með formennsku í þremur nefndum áður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mismikil ánægja hafi verið með hvernig tekist hefði til á síðasta kjörtímabili.
29.11.2021 - 15:38
Stofnanir og verkefni á flakki
Fjölmargar stofnanir og verkefni færast milli ráðuneyta við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Heiti ráðuneyta verða óbreytt þangað til þingið hefur lagt blessun sína yfir þau samkvæmt nýrri verkaskiptingu.
Aldrei fleiri ráðherrar
Ríkisstjórnin sem tók við völdum í gær er sú fjölmennasta sem verið hefur við völd í meira en áratug. Ráðherrarnir eru nú orðnir jafn margir og þeir urðu flestir í ríkisstjórnum í Íslandssögunni en það var á árunum 1999 til 2010. Ráðherrarnir eru tólf talsins en þeim var fækkað í átta árið 2012 með sameiningu ráðuneyta
Óvíst að Bjarni klári kjörtímabilið í fjármálaráðuneyti
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist vel geta hugsað sér að skipta um ráðuneyti á miðjum kjörtímabili.
Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn
Tveir nýir koma inn í ráðherraliðið, þeir Jón Gunnarsson og Willum Þór Þórsson. Nokkrar hrókeringar eru á ráðherrastólum og hafa verkefni færst á milli ráðuneyta og ný ráðuneyti verið stofnuð.
28.11.2021 - 17:45