Færslur: Ríkisskattstjóri

37 starfsmenn Skattsins í sóttkví
37 starfsmenn hjá Skattinum hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn starfsmaður greindist með COVID-19. Starfsfólkið fer í skimun á mánudaginn og Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólkið vinni heima eftir því sem hægt er og að starfsemi stofnunarinnar skerðist lítið sem ekkert vegna þessa.
25.09.2020 - 15:12
Hálfur milljarður til fyrirtækja vegna uppsagna
Skatturinn hefur greitt rúmlega hálfan milljarð króna í stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Opnað var fyrir umsóknir á föstudaginn fyrir viku og nú hefur Skattinum borist umsóknir frá 57 félögum. 
Slæm meðferð skattsins á einstæðri konu frá Eistlandi
Einstæð móðir frá Eistlandi, sem búið hefur með börnum sínum hérlendis síðan 2008, fékk þá málsmeðferð hjá ríkisskattstjóra að yfirskattanefnd taldi slíka annmarka vera á málsmeðferðinni að álagning var ómerkt og opinber gjöld konunnar felld niður í bili. Skattlagning ríkisskattstjóra miðaði við að konan væri í sambúð og hefði verið í Eistlandi nær helming ársins. 
07.06.2020 - 12:12
Telur afturvirkar launahækkanir grunsamlegar
Hundrað og sextíu launagreiðendur hafa óskað eftir því við Ríkisskattstjóra að fá að hækka áður tilkynnt laun í janúar og febrúar. Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að meirihluti þessara breytinga byggist á hæpnum grunni og að tilgangurinn með þeim sé að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði á meðan fólk nýtir hlutabótaúrræðið. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem gefin var út í gær.
Röskun hjá Skattinum vegna rafmagnsleysis
Vegna rafmagnsleysis er lokað hjá Skattinum í dag, símkerfið liggur niðri, tölvukerfin og þjónusta á vefsíðum embættisins er skert. Að sögn Snorra Olsen, ríkisskattstjóra, er bilun í heimtaug sem liggur í hús embættisins, að Laugavegi 166. Unnið er að viðgerð og segir Snorri að það verði opnað á ný um leið og lagfæringum verður lokið.
27.05.2020 - 10:58
Mátti ekki hækka tekjur í framtali knattspyrnumanns
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að hækka tekjur í framtali knattspyrnumanns fyrir árið 2019. Ríkisskattstjóri hækkaði tekjurnar eftir að greiðslum frá félagi leikmannsins var breytt úr verktakagreiðslu í launagreiðslu.
31.03.2020 - 09:15
Sveitarfélög fá álagningarskrá ekki afhenta
Sveitarfélög fá ekki álagningarskrá einstaklinga afhenta í ár vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar. Hingað til hafa þau fengið skrána afhenta þar sem hún geymir upplýsingar um álagða skatta, þar á meðal útsvar, sem er megintekjustofn sveitarfélaga. Vilji sveitarfélög skoða skrána þurfa þau að ferðast til skrifstofu ríkisskattstjóra innan þess tíma sem hún liggur frammi fyrir almenningi.
05.09.2019 - 13:07
Skatturinn kannar ferðaþjónustuna sérstaklega
Hópar á vegum Ríkisskattstjóra fara um landið í vettvangseftirlit í sumar. Áhersla er lögð á að kanna skráningar og stöðu ferðaþjónustufyrirtækja. Ábendingar frá aðilum vinnumarkaðarins eru kannaðar og starfssemi könnuð í öllum landsfjórðungum.
27.06.2019 - 14:28
Fleiri fullnýttu persónuafsláttinn í fyrra
Tæplega 30.600 manns fullnýttu ekki persónuafslátt sinn á síðasta tekjuári, um 1.400 færri en fullnýttu hann ekki tekjuárið 2016. Heildarupphæð ónýtts persónuafsláttar var í fyrra um 10,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata.
19.07.2018 - 16:05
Tollstjóri skipaður skattstjóri án auglýsingar
Snorri Olsen tollstjóri hefur verið skipaður nýr ríkisskattstjóri frá og með 1. október næstkomandi. Það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem skipar Snorra í embættið. Það var ekki auglýst laust til umsóknar, heldur nýtti ráðherra sé heimild í lögum um opinbera starfsmenn til að flytja starfsmenn úr einu embætti í annað, samkvæmt upplýsingum frá Elvu Björk Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
01.06.2018 - 11:51
Sérhæft teymi um hækkun í hafi
Það er löngu orðið ljóst að aflandsvæðing og félög sem teygja sig til margra landa torvelda skattlagningu. Alþjóðlegt samstarf er mikilvægur hornsteinn í starfsemi skattyfirvalda en eitt öflugasta tækið er hollenskur gagnagrunnur sem skattyfirvöld víða um heim nýta sér. Sama mun brátt verða hjá embætti Ríkisskattstjóra þar sem nú er verið að setja upp teymi um milliverðlagningu, stundum kallað „hækkun í hafi“ og það teymi mun fá aðgang að þessum hollenska gagnagrunni.
25.10.2017 - 16:14