Færslur: ríkissjóður

Gagnrýna skiptingu úthlutunar úr Fiskeldissjóði
Vesturbyggð fékk úthlutað til tveggja verkefna af þeim fimm sem sótt var um í Fiskeldissjóð og fékk aðeins brot þeirra fjármuna sem sóst var eftir. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir þess fyrstu úthlutun endurspegla aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga.
Norðmenn hagnast á olíu og gasi sem aldrei fyrr
Verðmæti útflutningsvara Noregs hefur sjaldan verið meira en í ágúst síðastliðnum og það stefnir í met í september. Þar munar mest um hátt verð á olíu og ekki síst á jarðgasi.
Lánsfyrirtæki telur efnahagshorfur Íslands stöðugar
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings gefur ríkissjóði Íslands lánshæfiseinkunnirnar A eða A-1. Fyrirtækið telur horfur stöðugar og að líklega verði áframhaldandi efnahagsbati í landinu síðari hluta ársins.
15.05.2021 - 14:48
Myndskeið
COVID-farþegum einkaþotu vísað frá landi
Farþegum einkaþotu sem hingað kom í gær var vísað úr landi. Talið er að þeir hafi ætlað sér að skoða eldgosið. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að þeir ferðamenn sem komu til landsins um helgina og fóru að gosstöðvunum hafi verið með bólusetningarvottorð. 
Skuldsetning ríkisins gæti leitt af sér skattahækkanir
Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir íslenska ríkið þurfa meiri skattheimtu, niðurskurð eða hagvöxt til að grynnka á skuldum í framtíðinni.
16.12.2020 - 04:02
Vilja að ríkið og Seðlabankinn styðji sveitarfélögin
Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnendur stærstu sveitarfélaga landsins fara fram á að Seðlabankinn og ríkissjóður aðstoði sveitarfélögin við að leysa úr fjárhagsvanda þeirra. Þann vanda megi enda að miklu leyti rekja til vanfjármögnunar í ákveðnum málaflokkum, sem færðir hafa verið til sveitarfélaganna frá ríkinu á síðustu árum. Frá þessu er greint í Markaðinum, viðskiptakálfi Fréttablaðsins í dag.
Óbreytt lánshæfiseinkunn ríkissjóðs– horfur neikvæðar
Fitch Ratings birti í gær mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir í innlendri og erlendri mynt eru óbreyttar og standa í A. Horfur eru neikvæðar.
24.10.2020 - 06:50
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
Spegillinn
Fjárlagahalli skiptir ekki öllu máli
Eftir fjármálakreppuna 2008, þegar ríkisstjórnir víða um heim tóku á sig skuldir til að bjarga fjármálakerfum landa sinna, var víða tekið á auknum ríkisskuldum með miklum niðurskurði. En það er röng nálgun að líta á opinberar skuldir líkt og skuldir fyrirtækja eða heimila, segja hagfræðingar eins og Stephanie Kelton. Ef ríki skuldar hefur einhver fengið fé og þá skiptir öllu að féð sé vel nýtt, ekki hvort skuldirnar vaxi.
30.09.2020 - 16:06
115 milljarða halli ríkissjóðs er umfram áætlun
Rekstrarafkoma ríkissjóð fyrir A-hluta á fyrri helmingi ársins er neikvæð um 115,422 milljarða. Það eru 37,4 milljarðar umfram áætlun sem gerði ráð fyrir að hann yrði neikvæður um 55,2 milljarða króna. Þetta kemur fram í uppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrri helming ársins.
04.09.2020 - 19:55
Ábyrgðin verði skilyrt við flugrekstur Icelandair
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að frumvörp um veitingu ríkisábyrgðar til Icelandair að upphæð 120 milljónir Bandaríkjadollara verði samþykkt og hún skilyrt þannig að fjármununum verði eingöngu varið til að standa skil á almennum rekstrarkostnaði sem tengist flugrekstri Icelandair Group. Ekki megi heldur nýta þá til fjármögnunar á rekstri eða ráðstafa því til dótturfélaga sem ekki eru í starfsemi hér á landi. Þá yrði Icelandair gert að styrkja fjárhag sinn með útboði.
04.09.2020 - 13:57
Segir 32 milljónir frá ríkinu skipta miklu
Sveitarstjórinn í Skútustaðahreppi segir að stuðningur ríkisins vegna hruns í ferðaþjónustunni skipti miklu máli. Peningarnir verða nýttir til uppbyggingar í sveitarfélaginu og til að skapa grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf.
21.08.2020 - 10:53
Myndskeið
Skuldir ríkissjóðs aukast um milljarð á dag vegna COVID
Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um rúman milljarð á dag síðan í mars. Fjármálaráðherra segir þjóðarbúið geta orðið af allt að tuttugu milljörðum vegna hertra sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Hann útilokar ekki að hlutabótaleiðin verði framlengd. 
Rekstrarafkoma ríkissjóðs var jákvæð um 42 milljarða
Rekstr­ar­af­koma rík­is­sjóðs á síð­asta ári var jákvæð um 42 millj­arða króna í fyrra, sam­an­borið við 84 millj­arða afgang 2018. Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum og rekstrargjöld voru 809 milljarðar
Afkoma hins opinbera neikvæð um 32 milljarða
Tekjur hins opinbera drógust saman um 5,3% frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra samkvæmt áætlun Hagstofunnar. Áætlað er að afkoman sé neikvæð um 32,2 milljarða, sem er um 4,8% af vergri landsframleiðslu á ársfjórðungnum.
Spegillinn
120% álag um jól og áramót
Vaktahvati og breytingar á vaktavinnuálagi er meðal þess sem er að finna í nýju samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Í sumum tilfellum verður mögulegt að stytta vinnuvikuna í 32 stundir. Vaktahvati getur numið 12,5% af launum og vaktaálag um jól og áramót verður 120%.
06.03.2020 - 17:00
Afgangur ríkissjóðs 84 milljarðar 2018
Árið 2018 var rekstrarafgangur ríkissjóðs 84 milljarðar króna en var 39 milljarðar árið 2017.
28.06.2019 - 20:29
Aukin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Ákveðið hefur verið að hækka jöfnunarframlög vegna útgjalda sveitarfélaga um 675 milljónir króna á þessu ári. Þar af verður framlag vegna aukins kostnaðar við skólaakstur aukið um 175 milljónir.
10.11.2017 - 16:45
Ætla að krefja ríkið um endurgreiðslu
Akureyrarbær hyggst krefja ríkið um endurgreiðslu á rekstrarfé sem bærinn hefur greitt með rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir að málið fari fyrir dómstóla neiti ríkið að borga.
18.10.2017 - 17:40
Greiðsluafkoma ríkisins batnar
Handbært fé frá rekstri ríkisins hækkaði verulega í uppgjöri greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Hækkunin nemur rúmum 72 milljörðum króna. Stærsta hluti skýringanna má rekja til tekna af stöðugleikaframlögum.
06.09.2016 - 04:06