Færslur: ríkissáttasemjari

Samninganefndir taka stöðuna með sáttasemjara á morgun
Hjúkrunarfræðingar funduðu í morgun hjá Ríkissáttasemjara. Að sögn Gunnars Helgasonar, formanns samninganefndar félags hjúkrunarfræðinga, er ekkert nýtt að frétta.
28.05.2020 - 16:58
Icelandair sagt íhuga að ráða flugfreyjur utan FFÍ
Samningafundur flugfreyja og Icelandair hófst klukkan hálf níu hjá ríkissáttasemjara, en fundi sem áætlað var að halda í gær var frestað. Icelandair íhugar að ráða flugfreyjur sem standa fyrir utan Flugfreyjufélag Íslands, ef ekki nást samningar við stéttarfélagið.
Flugfreyjur og Icelandair funda enn
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sitja enn við samningaborðið hjá Ríkissáttasemjara. Fundur hefur staðið yfir síðan fyrir hádegi í dag.
17.05.2020 - 22:31
Segir stórsigur að ná leiðréttingunni í gegn
„Landið hefur legið þannig núna vikum saman að það sem raunverulega stóð út af var fyrst og fremst þessi leiðrétting,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu í kvöld. „Hún næst í gegn og það er auðvitað bara stórsigur.“
Viðtal
Brugðið við bréf forstjóra Icelandair
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að flugfreyjum sé brugðið við orðsendingu forstjóra Icelandair þar sem kemur fram að sjálft starfsfólkið sé helsta hindrunin í veginum þegar kemur að því að bjarga félaginu. Formaður félags flugfreyja segir að tilboð um launalækkun og varanlega skerðingum á réttindum sé óviðunandi. Aðspurð segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, að það sé grafalvarleg að leggja ábyrgðina á herðar starfsfólkinu.
Hlé gert á fundi Eflingar og sveitarfélaga
Ríkissáttasemjari gerði rétt fyrir klukkan sex hlé á samningafundi Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Fundi verður haldið áfram klukkan tíu í fyrramálið. Fjölmiðlabann ríkir og því mega samninganefndirnar ekki tjá sig um gang viðræðna við fjölmiðla. Verkfall Eflingarfólks í nokkrum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst á þriðjudag.
Viðtal
Samtal Eflingar og sveitarfélaga virkt og opið
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga viðraði nýjar hugmyndir á samningafundi með Eflingu hjá ríkissáttasemjara í morgun. Efling hafnaði síðustu tillögu sem fól í sér stuttan samning. Verkfall félagsmanna Eflingar, sem hófst á þriðjudaginn, nær til sveitarfélaganna Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Ölfuss. Í dagskrá ríkissáttasemjara er gert ráð fyrir sjö klukkustunda fundi. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari vonast til þess að fundurinn í dag skili árangri. 
Efling og sveitarfélögin funda í dag
Efling og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Síðast var fundað á fimmtudagskvöld í þrjár klukkustundir án árangurs.
Fundur í deilu Eflingar og sveitarfélaganna í kvöld
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund klukkan sex í kvöld. Síðasti fundur í deilunni var á mánudag.
07.05.2020 - 14:56
Myndskeið
Ríkissáttasemjari: Styttri samningur skoðaður
Kjarasamningur til skamms tíma er ein mögulegra leiða í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar, segir ríkissáttasemjari. Þrjá aðrar snúnar deilur eru nú á hans borði; samningar við flugfreyjur, lögreglumenn og hjúkrunarfræðinga. 
Fyrsti samningafundur í hálfan mánuð
Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda hjá ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í dag. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars.
Fundur boðaður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Félags hjúkrunarfræðinga og ríkisins á samningafund á mánudag. Síðasti fundur í deilunni var 24. mars.
Grafalvarleg staða í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu eftir hádegi í dag án árangurs. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir enn bera mikið í milli þegar kemur að launaliðnum og viss önnur atriði úr kröfugerðinni standi út af borðinu. Ríkissáttasemjari sleit því fundinum án þess að boða til nýs fundar. 
24.03.2020 - 17:13
Samningur Sameykis og Reykjavíkurborgar í höfn
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjóðustu, undirritaði kjarasamning við Reykjavíkurborg um óttubil í nótt. Því hefur verkfalli ríflega 4.300 félaga Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg verið aflýst.
09.03.2020 - 03:49
Efling gagnrýnir borgina eftir árangurslausan fund
Samninganefnd Eflingar lýsir vonbrigðum og þungum áhyggjum vegna árangurslauss samningafundar með samninganefnd Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.
26.02.2020 - 18:28
Aðalsteinn Leifsson skipaður ríkissáttasemjari
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipaði í dag Aðalstein Leifsson, framkvæmdastjóra hjá EFTA, sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl nk. Helga Jónsdóttir settur ríkissáttasemjari mun gegna störfum fram til þess tíma.
25.02.2020 - 11:37
Boðað til fundar í fyrramálið
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í fyrramálið.
17.02.2020 - 17:14