Færslur: ríkissáttasemjari

Spegillinn
Hugað verði betur að breyttum vinnutíma
Félagsmálaráðherra vill að hugað verði betur að breyttum vinnutíma í næstu kjarasamningum og að komið verði betur til móts við fólk með skerta vinnugetu.
Spegillinn
Fjórðungur samningafólks vel undirbúinn
Aðeins í þremur tilvikum af þrjú hundruð og fjörutíu í síðustu kjarasamningalotu tókst að ljúka samningum áður en fyrri samningur rann út. Ríkissáttasemjari segir brýnt að hækka þetta hlutfall verulega og hvetur verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur til að að undirbúa samningafólk sitt vel og hefja samtalið sem fyrst. 
06.01.2022 - 18:30
Sjónvarpsfrétt
Vona að ekki komi til kennaraverkfalls
Grunnskólakennarar fengu aldrei tækifæri til að ræða hugmyndir sínar um styttingu vinnuvikunnar, segir formaður Félags grunnskólakennara. Félagið vísaði viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara í dag. Formaður sambandsins segir að ekki sé hægt að skauta út úr lífskjarasamningnum gagnvart einni stétt.
Gæti komið til verkfalls sjómanna í byrjun næsta árs
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að hljóðið sé farið að þyngjast í sjómönnum og næstu skref í kjaradeilu þeirra verði rædd næstu tvo daga á þingi sambandsins. Ef sjómenn samþykki verkfall gæti það orðið í byrjun næsta árs. Sjómannasambandið sleit viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara í september. 
04.11.2021 - 08:27
Enn langt í land - Fimm tíma vinnustöðvun á þriðjudag
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað til vinnustöðvunar eftir viku. Samninganefnd félagsins og fulltrúar Isavia hafa haldið fundi hjá ríkissáttasemjara án árangurs. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, segir að enn beri mikið á milli í deilunni
24.08.2021 - 14:00
Reyna að ná saman í kjaradeilu flugumferðarstjóra í dag
Samninganefndir flugumferðarstjóra og ISAVIA hittast hjá ríkissáttasemjara í dag til að reyna að ná saman í kjaradeilu flugumferðarstjóra.
23.08.2021 - 11:18
Spegillinn
Lægstu laun á íslenskum vinnumarkaði
Íslenska flugstéttarfélagið sendi í dag sáttasemjara ríkisins kjarasamninga sem það hefur gert fyrir flugmenn og flugliða flugfélagsins Play. Sáttasemjari hafði ítrekað leitað eftir að fá samningana því skylda er að skila öllum kjarasamningum til embættisins. Forseti ASÍ segir að sér hafi brugðið þegar hún sá samning flugfreyja. Hann kveði á um lægstu laun sem sést hafi á íslenskum vinnumarkaði núna.
17.05.2021 - 17:20
Framhaldsskólakennarar samþykktu kjarasamning
Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var hjá ríkissáttasemjara 31. mars síðastliðinn. Kjarasamningar framhaldsskólakennara runnu út um áramótin. 
Samningur framhaldsskólakennara og ríkisins í höfn
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólumskrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. Nýja samningnum er ætlað að gilda frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023.
Kröfu um lögbann á verkfallsvörslu synjað
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu synjaði í dag kröfu flugfélagsins Bláfugls um að lögbann yrði sett á verkfallsvörslu vegna verkfalls 11 flugmanna félagsins. Verkfall þeirra hefur staðið frá mánaðamótum.
Bjartsýn á samþykki samninga við Alcoa Fjarðaál
Nýr kjarasamningur milli Alcoa Fjarðaáls, AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnarsambands Íslands var undirritaður á Reyðarfirði 4. febrúar. Samningurinn er afturvirkur frá 1. mars 2020 en eldri samningur rann út 29. febrúar.
05.02.2021 - 14:30
Framhaldsskólakennarar vísa til ríkissáttasemjara
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Skrifað var undir stuttan kjarasamning í apríl í fyrra sem gilti til áramóta, en þá höfðu framhaldsskólakennarar verið samningslausir í rúmt ár. Í honum var kveðið á um að unnið yrði að nýjum samningi á þeim tíma.
Spegillinn
11 flugmenn Bláfugls boða verkfall
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir ákvörðun flugfélagsins Bláfugls að segja upp 11 flugmönnum félagsins í miðri kjaradeilu. Það sé brot á lögum og jafnframt að ráða aðra flugmenn í staðinn á lægri kjörum. Kjaradeilan er hjá ríkissáttasemjara og hafa flugmenn boðað ótímabundið verkfall frá 1. febrúar.
Viðtal
„Ég taldi mig vera umburðarlyndan og víðsýnan“
„Það er mikilvægt fyrir þeim að skilja að að allir lifi lífi sínu eins og þau eru, hvort sem það er hann, hún eða hán,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem hefur lært mikið af börnum sínum fjórum. Þau hafa meðal annars kennt honum að fordómaleysi og umburðarlyndi er ekki það sama; að endurnýta og laga í stað þess að kaupa nýtt; að gefa nýrri tónlist, tækni og list séns og að hætta að borða kjöt fyrir umhverfið.
Ríkissáttasemjari eygir enga lausn í augnablikinu
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins, setið var á fundi í tíu tíma í gær og náðist ekki sátt. Verkfall flugvirkjanna hófst 5. nóvember og nú er ekkert flugfar gæslunnar lofthæft. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram svokallaða innanhússtillögu í gær sem flugvirkjar samþykktu ekki.
Engir fundir í flugvirkjadeilunni síðan verkfall hófst
Engir fundir hafa verið hjá samninganefndum Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins eftir að verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hófst fyrir 11 dögum. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, segir að ríkið vilji gera nýjan samning frá grunni og þannig yrðu kjör flugvirkja Gæslunnar önnur en annarra flugvirkja sem vinna sambærileg störf. Það komi ekki til greina.
Landssamband lögreglumanna samþykkti nýjan kjarasamning
Landssamband lögreglumanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins síðdegis í gær en viðræður hjá ríkissáttasemjara hafa staðið lengi yfir með hléum. Lögreglumenn höfðu verið án kjarasamnings um eitt og hálft ár frá því að kjarasamningur rann út í apríl í fyrra og er nýr samningurinn að fullu afturvirkur til 1. apríl 2019.
Sjúkraliðar á hjúkrunarheimilum ræða verkfallsaðgerðir
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikla óþreyju vera meðal sjúkraliða sem starfa hjá stofnunum sem falla undir Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samningar þeirra hafa verið lausir frá því í mars í fyrra. Rætt hefur verið um að boða til aðgerða.
Bjartsýnni á að samningar náist
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segist bjartsýnni en áður á að samningar náist í kjaradeilu lögreglumanna og ríkisins.
Fjórtán mál á borði ríkissáttasemjara
Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara, þrjár bættust við í júlí og boðað hefur verið til fundar í tveimur deilum í vikunni. Fundur verður í deilu Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu á morgun, sem einnig fundar með Sameyki á miðvikudaginn.
Myndskeið
Sameiginleg ástríða landaði samningnum
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist hafi skynjað sameiginlega ástríðu forystumanna Icelandair og flugfreyja fyrir fyrirtækinu og það hafi landað samningnum sem undirritaður var í nótt.
Samningur flugfreyja og Icelandair í höfn
Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa undirritað nýjan kjarasamning.
19.07.2020 - 02:24
Uppsagnir flugfreyja hafa ekki verið afturkallaðar
Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair, en síðast var fundað hjá ríkissáttasemjara á þriðjudaginn. Engar óformlegar viðræður hafa heldur farið fram að sögn Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, og engar uppsagnir verið afturkallaðar. Flugfreyjur hjá Icelandair hafa nú verið samningslausar frá 1. maí 2018.
Flugfreyjur funda með sáttasemjara í dag
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, gerir ráð fyrir að samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair muni nýta þær tvær klukkustundir sem ætlaðar eru fyrir fyrsta samningafund dagsins.
Misjöfn túlkun á felldum kjarasamningi flugfreyja
Forstjóri Icelandair segir félagið ekki geta komið frekar til móts við kröfur Flugfreyjufélags Íslands, eftir að félagsmenn felldu nýjan kjarasamning. Formaður félagsins segir að þeirra kröfur hafi fyrir löngu verið komnar út af samningaborðinu.