Færslur: Ríkissaksóknari

Sérstakur eftirlitsmaður settur með fyrirtæki Trumps
Sérstakur eftirlitsmaður verður settur til að koma í veg fyrir frekari fjársvik og pretti innan fjölskyldufyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fjölskyldan þarf að tilkynna með fyrirvara hyggist hún selja fasteignir.
Handtökuskipun bíður dæmds manns sem flúði úr farbanni
Artur Pawel Wysocki, pólskur karlmaður sem dæmdur hefur verið í fimm ára fangelsi, finnst ekki. Hann var dæmdur fyrir að ráðast á og örkumla dyravörð við skemmtistaðinn Shooters í ágúst 2018.
24.10.2022 - 13:15
Vararíkissaksóknari áminntur vegna ósæmilegra ummæla
Rík­is­sak­sókn­ari veitti í gær Helga Magnúsi Gunn­ars­syni vara­rík­is­sak­sókn­ara form­lega áminn­ingu vegna ummæla á samfélagsmiðlum sem vörðuðu meðal annars hælisleitendur og homma. Þetta staðfestir Sig­ríður Friðjóns­dótt­ir ríkissaksóknari.
Fellir niður kæru gegn Aroni og Eggerti
Ríkissaksóknari hefur staðfest að kæra gegn Aroni Einari Gunnarssyni og Eggert Gunnþóri Jónssyni, fyrrum landsliðsmönnum í fótbolta, skuli felld niður. 
Lögregla segir að rannsókn fíkniefnamáls gangi vel
Rannsókn lögreglu á umfangsmiklu fíkniefnamáli miðar vel, að því er segir í tilkynningu.
Blaðamaður sem sakar forseta um spillingu handtekinn
Lögregla í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala handók í gær blaðamanninn Jose Ruben Zamora. Hann er stofnandi blaðsins El Periodico sem hefur sakað Alejandro Giammattei forseta og Consuelo Porras dómsmálaráðherra um spillingu.
Þetta helst
Vafasöm hegðun vararíkissaksóknara
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er aftur búinn að koma sér í klandur. Nú síðast fullyrti hann að hælisleitendur ljúgi til um kynhneigð sína og spurði hvort það væri hér skortur á hommum. Samtökin 78 kærðu Helga Magnús, formaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra beiti sér og ríkissaksóknari er að skoða málið, enn og aftur. Því þetta er ekki í fyrsta sinn sem embættismaðurinn segir eitthvað sem slær fólk illa. Þetta helst fer í dag yfir mál vararíkissaksóknarans og skoðar söguna.
„Ekki bara einhver úti í bæ sem skrifar þetta“
Samtökin '78 leggja í dag fram kæru vegna ummæla vararíkissaksóknara um flóttafólk og samkynhneigða karlmenn. Framkvæmdastjóri samtakanna telur embætti ríkissaksóknara laskað eftir ummælin, sem hann segir hljóta að teljast rógburður og jafnvel hatursorðræðu. Ummælin eru til skoðunar hjá ríkissaksóknara sem segir þau ekki endurspegla viðhorf embættisins.
26.07.2022 - 12:38
Kæra ummæli vararíkissaksóknara til lögreglu
Stjórn Samtakanna 78 samþykkti á fundi sínum í kvöld að kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksónara, til lögreglu.
Ummæli Helga Magnúsar til skoðunar hjá embættinu
Ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um samkynhneigða hælisleitendur eru til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og segir það gert að sínu frumkvæði.
24.07.2022 - 08:26
Dómsmálaráðherra segir færslu Helga „slá sig illa“
Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara um samkynhneigða hælisleitendur slá sig illa og að mikilvægt sé að ákærendur standi undir trausti í sínum störfum. Það sé hins vegar ríkissaksóknara að bregðast við málinu.
Zelensky rekur ríkissaksóknara fyrir samráð við Rússa
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur rekið ríkissaksóknara landsins, Irynu Venediktovu, og yfirmann leyniþjónustunnar, Ivan Bakanov. Zelensky sagði ástæðuna vera fjölda vísbendinga um að þau hafi gerst sek um landráð, með því að hafa unnið með rússneskum yfirvöldum.
Ákæra vegna þungunarrofs felld niður í Texas
Saksóknari í Texas felldi í dag niður ákæru á hendur konu sem var handtekin nokkrum dögum áður eftir að hafa undirgengist þungunarrof. Málið hefur vakið almenna vanþóknun um öll Bandaríkin.
Karl Gauti kærir lögregluna á Vesturlandi
Karl Gauti Hjaltason hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum í haust.
Trump og tvö elstu börn hans boðuð til yfirheyrslu
Letitia James, ríkissaksóknari í New York, hefur stefnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, syni hans Don yngri og dótturinni Ivönku fyrir dóm vegna yfirstandandi rannsóknar á viðskiptaveldi fjölskyldunnar.
Áfrýja og krefjast þyngri refsingar í Rauðagerðismáli
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu. Bæði er krafist þyngri refsingar yfir Angjelin Sterkaj og sakfellingar þeirra sem voru sýknuð í héraði.
Fer yfir Rauðagerðisdóminn og gögn málsins
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari fer nú yfir dóminn í Rauðagerðismálinu og gögn málsins. Í samtali við Fréttablaðið segir hún að að því loknu verði tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað.
Sjónvarpsfrétt
Enn ein blauta tuskan í andlitið frá ríkinu
María Sjöfn Árnadóttir, ein fjögurra kvenna sem er með ofbeldismál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu fékk alvarlegt taugaáfall, ekki vegna heimilisofbeldis, heldur vegna þess að mál hennar fyrndist hjá lögreglu. Viðbótarfrestur ríkisins til að leita sátta við hana rann út um mánaðamótin. Ofbeldismál kvennanna eru fyrir dómstólnum því að þau voru felld niður hér heima.
Tvisvar fellt niður en endar með sakfellingu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt fyrrverandi vaktstjóra á veitingastað fyrir minniháttar líkamsárás í garð starfsmanns á veitingahúsinu.
Ríkissaksóknari segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldu
Ríkissaksóknari segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum með viðunandi hætti vegna tafa á nauðsynlegum breytingum á hugbúnaði. Snýr það að vörslu og meðferð stafrænna gagna, en ríkissaksóknari gerði athugasemdir við frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála fyrir fimm árum.
Ákæru á hendur Jóni Baldvini vísað frá
Ákæru saksóknara á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni fyrir að hafa strokið konu utanklæða á rassi á heimili hans í Granada á Spáni 2018 var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Nítján sektuð fyrir brot á sóttvarnarlögum
29 einstaklingar og fyrirtæki hafa farið í ákæruferli hjá lögreglu fyrir brot á sóttvarnarlögum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Þar af hafa nítján verið sektuð.
Tilkynnti ummæli Helga Magnúsar til ríkissaksóknara
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hefur sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, lét um hana falla í gærkvöld.

Mest lesið