Færslur: Ríkislögreglustjóri

Ellefu sektaðir í 31 broti á sóttvarnarreglum
Það sem af er ári hefur 31 brot á sóttvarnarreglum verið tilkynnt lögreglu. Þar af hafa ellefu fengið sekt fyr­ir slík brot sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um frá rík­is­lög­reglu­stjóra til fréttastofu.
Þríeykið og Óskar verða á fundinum í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Þar munu þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir stöðu COVID-19 faraldursins hér á landi. Fundinum verður streymt beint á ruv.is og hann sýndur í sjónvarpinu.
Myndskeið
Ræða við ráðherra í dag um að herða aðgerðir
Verið er að skoða hvort eigi að herða aðgerðir gegn kórónaveirunni hér á landi bæði innanlands og á landamærunum. Þetta kom fram á fundi Almannavarna. Ríkislögreglustjóri segir að verið sé að skoða hvort breyta eigi almannavarnastigi. Fundað verður með heilbrigðisráðherra síðar í dag.
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér. 
Myndskeið
Mótmæla afturköllun kjarabóta harðlega
Yfirlögregluþjónar hjá ríkislögreglustjóra mótmæla harðlega áformum hennar um að vinda ofan af kjarabótum þeirra sem gerðar voru í tíð Haraldar Johannessen. Þeir segja lögfræðiálit ríkislögreglustjóra pantað, málið allt snúist um valdabaráttu og muni enda fyrir dómstólum.
Ekki viðtekið hjá lögreglu að tala um skattgreiðendur
Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglu segist hafa valið klaufaleg orð í samskiptum sínum við konu sem hringdi í neyðarlínuna, fyrr í vikunni, vegna samborgara í neyð. Hann spurði hana hvort maðurinn sem hún hafði áhyggjur af liti út eins og skattgreiðandi. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, þar er ítrekað að allir sem leiti til lögreglu eigi rétt á sömu þjónustu og virðingu.
„Lítur hann út fyrir að vera skattgreiðandi?“
Kona sem í gærkvöldi hringdi í neyðarlínuna vegna samborgara í neyð segir að sér hafi blöskrað orðfæri lögreglumanns á fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Hún greinir frá reynslu sinni í færslu á Facebook. Málið er til skoðunar hjá embætti ríkislögreglustjóra.
22.07.2020 - 12:34
Um 250 staðfestar undanþágur vegna mikilvægra starfa
Um 250 manns frá ríkjum utan EES og EFTA hafa fengið staðfestingu á því að þeir uppfylli skilyrði fyrir undanþágu frá ferðatakmörkunum við komuna til landsins á þeim grundvelli að störf þeirra teljist efnahagslega mikilvæg og geti ekki verið innt af hendi síðar eða erlendis. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.   
Segir afstöðu Sigríðar Bjarkar litaða af valdabaráttu
Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að rekja megi andstöðu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við kjarasamninga sem forveri hennar gerði við yfirmenn embættisins á síðasta ári, til valdabaráttu innan lögreglunnar.
Farið frjálslega með orðalag í samningunum
Farið var frjálslega með orðalag í samningum sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um breytingar á launafyrirkomulagi þeirra.
Stefnir í átök um ákvörðun Sigríðar
Fyrirhugaðri ákvörðun ríkislögreglustjóra um að vinda ofan af breytingum sem Haraldur Johannessen gerði á launum æðstu yfirmanna embættisins verður andmælt. Svo kann að fara að tekist verði á um málið fyrir dómstólum. Lögreglustjórar lýsa yfir stuðningi við fyrirætlanir ríkislögreglustjóra.
Andmæla áformum ríkislögreglustjóra um kjarabreytingar
Yfirlögregluþjónar hjá embætti ríkislögreglustjóra ætla ekki að taka því þegjandi að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, ógildi þær ólitlu kjarabætur sem forveri hennar, Haraldur Johannessen, samdi um við þá á síðasta ári, heldur hyggjast þeir andmæla þeim áformum formlega.
Ætlar að vinda ofan af gjörningi Haraldar
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá embættinu um breytingar á launakjörum sem færðu þeim stóraukin lífeyrisréttindi, samkvæmt lögfræðiáliti sem núverandi ríkislögreglustjóri aflaði. Hún hefur tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að til standi að vinda ofan af samningunum.
Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Fólksins aðallega leitað á suðvesturhorninu
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir að ákveðið verði í fyrramálið hvort lýst verði eftir hópi fimm eða sex Rúmena sem grunur leikur á að hafi umgengist annan hóp Rúmena þar sem hluti fólksins hefur greinst með COVID-19 . Hann segir að eftirgrennslan lögreglu snúi fyrst og fremst að suðvesturhorninu, en litlar upplýsingar liggi fyrir um fólkið sem hvorki hafi gefið upp réttan dvalarstað hér á landi né rétt símanúmer
Viðtal
Ríkislögreglustjóri vill rannsaka kynþáttafordóma
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ,ríkislögreglustjóri, vill rannsaka hvort kynþáttafordómar þrífast innan lögreglunnar og rýna samskipti hennar við innflytjendur. Umræðan um kynþáttafordóma og lögregluofbeldi vestanhafs hafi ýtt við lögreglunni hér og komið þessum þáttum ofar á forgangslistann. Lögregluráð, sem samhæfir aðgerðir milli embætta, fundar um stöðuna á mánudag. 
Sigríði gert að skoða samninga Haraldar við starfsmenn
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýr ríkislögreglustjóri, á að fara yfir og mögulega endurskoða þær launabreytingar sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við tíu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna embættisins síðasta haust. Þetta er samkvæmt tilmælum dómsmálaráðherra og byggt á umsögn Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um samningana. Lögreglustjórafélagið mótmælti breytingunum á sínum tíma og óskaði eftir aðkomu ráðuneytisins.
Upplýsingafundum Almannavarna fækkað í vikunni
Upplýsingafundum almannavarna um stöðu mála vegna COVID-19 faraldursins verður fækkað í þrjá í þessari viku. Haldinn verður fundur í dag klukkan 14:00, sá næsti eftir það verður á miðvikudag og svo á föstudag.
04.05.2020 - 10:39
Myndskeið
Aukið ofbeldi og harka í fíkniefnaheiminum
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur að hægt sé að tengja aukið ofbeldi og hörku í fíkniefnaheiminum með beinum hætti við ástandið sem nú ríkir í samfélaginu vegna Covid-19. Þetta sagði hún á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Eitt COVID-19 smit í smitrakningarteymi
Eitt COVID-19 smit hefur verið greint meðal fólksins sem skipar smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Um helmingur af teyminu er því í svokallaðri vinnusóttkví á hóteli. Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, sem fer fyrir teyminu, þá var manneskjan sem greindist einkennalaus og er enn.
Starfsemi lögreglunnar aðlöguð ástandinu
Ríkislögreglustjóri hvetur fólk til að vera vakandi fyrir svikum tengdum Covid-19 á netsíðum og segir að heimilisofbeldi geti aukist í félagslegri einangrun. Lögreglan aðlagar nú starfsemi sína og setur á laggirnar bakvarðasveit. 
Myndskeið
Farsóttin enn í uppsveiflu
Farsóttin færist enn í aukana hérlendis. 648 tilfelli hafa verið staðfest og smit hefur nú greinst í öllum landshlutum. 61 greindist með veiruna í gær. Fara þarf að leiðbeiningum og ekki gera ráð fyrir að allt virki eins og venjulega, segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Von er á 1000 sýnatökupinnum í dag.
Lét ríkislögreglustjóra eftir lénið covid.is
Salvari Þór Sigurðarsyni var heldur brugðið þegar hann fékk símtal frá einum starfsmanna Ríkislögreglustjóra síðasta föstudagskvöld, enda ekki vanur slíku. Það skýrðist þó fljótt hvert erindið var; að óska eftir því að Salvar léti embættinu eftir lenið covid.is, sem hann hafði stuttu áður skráð á sig og greitt fyrir.
09.03.2020 - 15:31
Verkföll gætu haft ófyrirséðar afleiðingar á lýðheilsu
Yfirstandandi og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir geta ógnað lýðheilsu á Íslandi með ófyrirsjálanlegum afleiðingum. Þetta er mat ríkislögreglustjóra, landlæknis og sóttvarnarlæknis sem skora á deiluaðila að leita allra leiða til að enda þær verkfallaðgerðir sem nú eru í gangi og jafnframt koma í veg fyrir fyrirhugaðar aðgerðir.
05.03.2020 - 09:15