Færslur: Ríkislögreglustjóri

Sjónvarpsfrétt
Útkallið áskorun sem hefði getað farið illa
Samningamaður lögreglu sem ræddi við manninn sem handtekinn var í Hafnarfirði í gær segir að útkallið hafi verið áskorun sem hefði mjög auðveldlega getað farið illa. Útköllum samningahóps lögreglu hefur fjölgað á umliðnum árum. Flest þeirra snúa að andlegum veikindum. Vopnuð útköll sérsveitar vegna notkunar skotvopna voru þrefalt fleiri í fyrra en árið 2016.
23.06.2022 - 19:33
Tugmilljóna króna tjón á lögreglubílum
Tjón á bílum lögreglu og sérsveitar hleypur líklega á tugum milljóna króna, að sögn Helga Valbergs Jenssonar, yfirlögfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Minnst þrír bílar skemmdust þegar lögregla veitti ökumanni eftir för á föstudag, sem endaði með árekstri.
Sér ekki að lögregla hefði getað brugðist öðruvísi við
Ríkislögreglustjóri segist ekki sjá að hægt hefði verið að bregðast öðruvísi við, þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ungan dreng tvívegis í leit sinni að strokufanga. Maðurinn sem leitað var að hafi verið talinn hættulegur, þar sem hann hefur áður stungið fólk með hnífi.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ræðir fræðslu lögreglu um fordóma á opnum fundi
Allsherjar- og menntamálanefnd heldur opinn fund klukkan 9.10 þar sem fundarefnið er fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Börn 61% brotaþola í kynferðisbrotamálum
Samkvæmt tölfræði lögreglunnar eru börn meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent. Hlutfallið hækkar síðan í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota.
Óska eftir fundi vegna afskipta af saklausum dreng
Embætti Umboðsmanns barna hefur sent bréf til ríkislögreglustjóra og óskað eftir fundi vegna afskipta lögreglu í tvígang af saklausum sextán ára dreng.
Björgunarmiðstöð byggð á 30 þúsund fermetra lóð
Björgunarmiðstöðin verður á svæði milli Kleppssvæðisins og Holtagarða. Áætluð þörf fyrir starfsemina er talin um 26 þúsund fermetrar. Dómsmálaráðherra segir að þetta sé risaskref inn í framtíðina.
Sjónvarpsfrétt
Skelfilegt að þetta hafi gerst í annað sinn
Ríkislögreglustjóri segir skelfilegt að saklaus drengur hafi í tvígang lent í að lögregla hafði afskipti af honum því hún taldi hann vera strokufanga. Saklaus ungmenni eigi ekki að þurfa að verða fyrir afskiptum lögreglu og sérsveitar.
Varað við barnasmygli vegna flóttans frá Úkraínu
Það sem af er þessu ári hafa hátt í 1.000 sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af rúmlega 600 frá Úkraínu. Verði áfram svipaður fjöldi umsókna þaðan, má búast við að eftir mánuð hafi samtals um 1.100 flóttamenn frá Úkraínu komið hingað til lands frá innrás Rússa í landið. Landamærasvið ríkislögreglustjóra varar við mansali og smygli á börnum.
Viðtal
Samfélagið vakandi fyrir heimilisofbeldi á covid-tímum
Aldrei hafa fleiri tilkynningar borist lögreglu um heimilisofbeldi eins og síðustu tvö ár. Þolendakannanir benda þó til þess að ofbeldi hafi ekki aukist, heldur séu það fleiri tilkynningar sem berast um ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir þá þróun vera jákvæða.
Sennilegt að glæpahópar helgi sér ákveðin svæði
Raunhæft er talið að nýir innlendir og erlendir glæpahópar reyni að koma sér fyrir hér á landi og sennilegt að erlendir glæpahópar helgi sér ákveðin svæði eða hverfi líkt og gerst hefur á öðrum Norðurlöndum og víðar. Aukin spenna milli glæpahópa geti leitt til alvarlegra árása og jafnvel vopnabeitingar.
Hefur meiri áhyggjur af landsbyggðinni við afléttingar
Þrátt fyrir að stjórnvöld boði afléttingar á sóttvarnaaðgerðum sem kynnt verður í dag þá er búist við töluverðum fjölda smita, jafnvel enn fleirum en verið hefur undanfarið, sem gæti víða skert atvinnustarfsemi. 
Viðtal
Þolandi kynferðisofbeldis fái meiri aðstoð
Ráðist verður í forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreitni. „Við heyrum mikla óánægju frá þolendum kynferðisbrota og viljum reyna að horfa dálítið heildstætt á þetta, þróa áfram lausnir og íbúar sitji við sama borð. Að við séum að hlusta á okkar viðskiptafólk, finna út úr hvað við getum gert betur og öðru vísi.“
Skoða að lýsa yfir neyðarstigi í heilbrigðiskerfinu
Ríkislögreglustjóri skoðar nú þann möguleika að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna fjölgunar smita og vaxandi álags á heilbrigðiskerfið.
Óvissustigi vegna öryggisgalla í Log4j aflétt
Óvissustigi Almannavarna vegna öryggisgalla í kóðasafninu Log4j hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra.
Mega ekki afhenda lögreglu bólusetningarvottorð
Heilsugæslur og öðrum heilbrigðisstofnunum er ekki heimilt að afhenda embætti ríkislögreglustjóra mótefna- eða bólusetningarvottorð án samþykkis hlutaðeigandi aðila. Þetta segir í áliti sem Persónuvernd birti í gær.
Myndbönd
Sigdældir myndast við Grímsfjall
Við hlaupið úr Grímsvötnum, sem hófst fyrir tæpum þremur vikum, hefur myndast 60 metra djúpur og tæplega 600 metra breiður sigketill suðaustur af Grímsfjalli. Austan við fjallið myndaðist að auki 1300 metra löng og 600 metra breið sigdæld. Sprungur hafa myndast á ferðaleið austan við Grímsfjall og er enn varað við ferðum á þeim slóðum.
Óvissustigi Almannavarna lýst yfir vegna netöryggis
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við netöryggissveit CERT-IS og fjarskiptastofu vegna Log4j veikleikans. Nú er unnið að viðbragðsáætlun um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að almenningur þurfi ekki að óttast veikleikann þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Von er á leiðbeiningum fyrir rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við veikleikanum síðar í dag.
Níu ára börn verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi
Börn allt niður í níu ára hafa verið fórnarlömb stafræns kynferðisofbeldis hér á landi. Lögregla merkir aukningu í kjölfar umfjöllunar um vefsíður þar sem fólk selur aðgang að kynferðislegu efni. Ríkislögreglustjóri hefur nú hafið herferð gegn stafrænu ofbeldi hjá unglingum.
Gunnar ráðinn samskiptastjóri ríkislögreglustjóra
Gunnar Hörður Garðarsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu samskiptastjóra ríkislögreglustjóra. Gunnar starfaði áður sem aðstoðarmaður þingflokks Samfylkingarinnar, en hefur jafnframt starfað hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og Markaðsstofu Reykjaness.
10.11.2021 - 10:57
Felur ríkislögreglustjóra að kanna umdeilda fullyrðingu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því að ríkislögreglustjóri taki til skoðunar fullyrðingar lögmanns um meinta mismunun við rannsókn kynferðisbrotamála.
Hald lagt á um 100 kíló af marijúana á fyrri hluta árs
Lögregla og tollgæsla lagði hald á rúmlega 96 og hálft kíló af marijúana á fyrri hluta ársins 2021. Það er meira en hald var lagt á allt árið í fyrra og umtalsvert meira en undanfarin ár.
Aðsókn í ráðgjöf Heimilisfriðs jókst mjög í faraldrinum
Eftirspurn eftir þjónustu Heimilisfriðs, meðferðarstöðvar fyrir fólk sem beitir ofbeldi í nánum samböndum, hefur aukist mjög í faraldrinum. Á árinu 2019 voru að meðaltali 42 einstaklingsviðtöl við gerendur á mánuði. Í byrjun árs 2020 fór að bera á aukinni aðsókn og í apríl voru viðtölin yfir 100 á mánuði og hefur sá fjöldi haldist nokkuð stöðugur síðan, að því er fram kemur í samantekt frá Ríkislögreglustóra.
Fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi enn í hæstu hæðum
Yfir tvö hundruð manns fara daglega á vefgátt Neyðarlínunnar vegna ofbeldis. Þar geta þolendur ofbeldis, gerendur og aðstandendur leitað aðstoðar og nálgast fræðslu. Enn fjölgar tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglu og eins tilkynningum til barnaverndar.
26.10.2021 - 15:35
33 vilja tala máli ríkislögreglustjóra
Þrjátíu og þrír sóttu um nýtt starf samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur rann út um miðjan síðasta mánuð. Starfið er tímabundið til eins árs, en með möguleika á framlengingu að því er fram kom í starfslýsingu. Enn hefur ekki verið ráðið í starfið.