Færslur: Ríkislögreglustjóri

Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Fólksins aðallega leitað á suðvesturhorninu
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir að ákveðið verði í fyrramálið hvort lýst verði eftir hópi fimm eða sex Rúmena sem grunur leikur á að hafi umgengist annan hóp Rúmena þar sem hluti fólksins hefur greinst með COVID-19 . Hann segir að eftirgrennslan lögreglu snúi fyrst og fremst að suðvesturhorninu, en litlar upplýsingar liggi fyrir um fólkið sem hvorki hafi gefið upp réttan dvalarstað hér á landi né rétt símanúmer
Viðtal
Ríkislögreglustjóri vill rannsaka kynþáttafordóma
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ,ríkislögreglustjóri, vill rannsaka hvort kynþáttafordómar þrífast innan lögreglunnar og rýna samskipti hennar við innflytjendur. Umræðan um kynþáttafordóma og lögregluofbeldi vestanhafs hafi ýtt við lögreglunni hér og komið þessum þáttum ofar á forgangslistann. Lögregluráð, sem samhæfir aðgerðir milli embætta, fundar um stöðuna á mánudag. 
Sigríði gert að skoða samninga Haraldar við starfsmenn
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýr ríkislögreglustjóri, á að fara yfir og mögulega endurskoða þær launabreytingar sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við tíu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna embættisins síðasta haust. Þetta er samkvæmt tilmælum dómsmálaráðherra og byggt á umsögn Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um samningana. Lögreglustjórafélagið mótmælti breytingunum á sínum tíma og óskaði eftir aðkomu ráðuneytisins.
Upplýsingafundum Almannavarna fækkað í vikunni
Upplýsingafundum almannavarna um stöðu mála vegna COVID-19 faraldursins verður fækkað í þrjá í þessari viku. Haldinn verður fundur í dag klukkan 14:00, sá næsti eftir það verður á miðvikudag og svo á föstudag.
04.05.2020 - 10:39
Myndskeið
Aukið ofbeldi og harka í fíkniefnaheiminum
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur að hægt sé að tengja aukið ofbeldi og hörku í fíkniefnaheiminum með beinum hætti við ástandið sem nú ríkir í samfélaginu vegna Covid-19. Þetta sagði hún á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Eitt COVID-19 smit í smitrakningarteymi
Eitt COVID-19 smit hefur verið greint meðal fólksins sem skipar smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Um helmingur af teyminu er því í svokallaðri vinnusóttkví á hóteli. Að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, sem fer fyrir teyminu, þá var manneskjan sem greindist einkennalaus og er enn.
Starfsemi lögreglunnar aðlöguð ástandinu
Ríkislögreglustjóri hvetur fólk til að vera vakandi fyrir svikum tengdum Covid-19 á netsíðum og segir að heimilisofbeldi geti aukist í félagslegri einangrun. Lögreglan aðlagar nú starfsemi sína og setur á laggirnar bakvarðasveit. 
Myndskeið
Farsóttin enn í uppsveiflu
Farsóttin færist enn í aukana hérlendis. 648 tilfelli hafa verið staðfest og smit hefur nú greinst í öllum landshlutum. 61 greindist með veiruna í gær. Fara þarf að leiðbeiningum og ekki gera ráð fyrir að allt virki eins og venjulega, segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Von er á 1000 sýnatökupinnum í dag.
Lét ríkislögreglustjóra eftir lénið covid.is
Salvari Þór Sigurðarsyni var heldur brugðið þegar hann fékk símtal frá einum starfsmanna Ríkislögreglustjóra síðasta föstudagskvöld, enda ekki vanur slíku. Það skýrðist þó fljótt hvert erindið var; að óska eftir því að Salvar léti embættinu eftir lenið covid.is, sem hann hafði stuttu áður skráð á sig og greitt fyrir.
09.03.2020 - 15:31
Verkföll gætu haft ófyrirséðar afleiðingar á lýðheilsu
Yfirstandandi og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir geta ógnað lýðheilsu á Íslandi með ófyrirsjálanlegum afleiðingum. Þetta er mat ríkislögreglustjóra, landlæknis og sóttvarnarlæknis sem skora á deiluaðila að leita allra leiða til að enda þær verkfallaðgerðir sem nú eru í gangi og jafnframt koma í veg fyrir fyrirhugaðar aðgerðir.
05.03.2020 - 09:15
Sjö sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra
Dómsmálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embætti ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Listi yfir umsækjendur var birtur á vef ráðuneytisins í dag.
Íslenskt samfélag mun finna fyrir auknum mætti Kína
Ákveði íslensk stjórnvöld að taka þátt í Belti og braut, innviða- og fjárfestingaverkefni kínverskra stjórnvalda, mun það hafa mikil bein og óbein samfélagsleg áhrif á Íslandi.
Spár um stórfellda fjölgun fjarri því að rætast
Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi tók að fækka nánast sama dag og ný reglugerð dómsmálaráðherra um meðferð umsókna fólks frá öruggum ríkjum tók gildi. Lögregluyfirvöld eiga ekki von á því að tilhæfulausum umsóknum fari fjölgandi.
Áslaug auglýsir eftir lögreglustjórum og sýslumanni
Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum í þrjú embætti sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þarf að skipa í á næstunni. Embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum eru laus til umsóknar.
Engar reglur um starfslokasamninga
Engar reglur hafa verið settar um starfslokasamninga opinberra starfsmanna þótt árið 2016 hafi verið samþykkt lög þar sem kveðið er á um að ráðherra setji slíkar reglur. Umboðsmaður Alþingis gerði athugsemd við skort á reglum um starfslokasamninga árið 2007.
Myndskeið
Stofnar lögregluráð undir forystu ríkislögreglustjóra
Nýtt lögregluráð undir formennsku ríkislögreglustjóra tekur til starfa 1. janúar á næsta ári. Það er meginbreytingin sem felst í skipulagsbreytingum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem hún kynnti í Ráðherrabústaðnum í dag.
Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri
Haraldur Johannessen ætlar að hætta sem ríkislögreglustjóri um áramót. Hann hefur óskað eftir því við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að fá að láta af embætti frá og með næstu áramótum. Haraldur sendi samstarfsfélögum sínum bréf þess efnis nú í morgun.
Áslaug Arna boðar til blaðamannafundar um lögregluna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í dag klukkan 13. Á fundinum ætlar hún að fjalla um málefni lögreglunnar.
Segir ráðuneytið hafa brugðist sér
Afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins á embættisfærslum Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, er allsendis ófullnægjandi og ekki til þess fallin til að leiða málið til lykta. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Björn Jón Bragason sem telur ráðuneytið hafa brugðist sér í málinu.
Hafði fulla heimild fyrir nýjum samningum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa haft fulla heimild til þess að semja við yfir- og aðstoðayfirlögregluþjóna um nýtt launasamkomulag sem færir þeim aukin lífeyrisréttindi. Ákvörðunin var umdeild og óskaði dómsmálaráðherra skýringa á henni, sem hún hefur nú fengið.
01.11.2019 - 20:15
Einn á Suðurnesjum fékk sama tilboð og hjá RLS
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum fékk sambærilegt launasamkomulag og yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum stóð til boða.
Kastljós
Ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist treysta því að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri vinni af heilindum í sínu starfi. Þá eigi eftir að koma í ljós hversu lengi hann sinni embættinu áfram. Von sé á skipulagsbreytingum innan lögreglunnar.
Sérstaklega ráðinn til að skoða umfjöllun
Ríkislögreglustjóri réð fyrrum lögreglumann til að rannsaka sérstaklega umfjöllun tveggja fjölmiðlamanna um hann og hans embætti. Dómsmálaráðuneytið mat framgöngu ríkislögreglustjóra ámælisverða.