Færslur: Ríkislögmaður

Ríkislögmaður útvistaði dómsmáli ráðherra gegn Hafdísi
Embætti ríkislögmanns útvistaði máli íslenska ríkisins, og ráðherra mennta- og menningarmála, gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Það er fremur sjaldgæft að ríkislögmaður útvisti málum og sömuleiðis er það afar fátítt að íslenska ríkið fari sjálft í mál, sérstaklega við einstaklinga. Málið er því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Enn hefur ekki tekist að fá viðtöl við ráðamenn vegna dómsins sem féll á föstudagsmorgunn. Áfrýjunarferlið fyrir Landsrétti getur tekið heilt ár. 
Fanney Rós sett ríkislögmaður tímabundið
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sett Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í þrjá mánuði í embætti ríkislögmanns. Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður er í ótímabundnu veikindaleyfi, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns.
23.01.2020 - 12:00
Tókust á um aðkomu Capacent
Þingvallanefnd kom saman til fundar í dag þar sem formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti nefndarmönnum samkomulag sem ríkislögmaður gerði við Ólínu Þorvarðardóttur og fól í sér 20 milljóna króna bótagreiðslu.
Bótaskyldan blasti við
Ólína Þorvarðardóttir segir að ríkið hefði getað komist hjá því að greiða henni 20 milljónir króna í bætur ef Þingvallanefnd hefði axlað ábyrgð um leið og hún varð uppvís að því að brjóta jafnréttislög með ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ríkislögmaður segir bótaskyldu ríkisins hafa blasað við eftir að niðurstaða kærunefndar jafnréttismála varð ljós.
Myndskeið
Í engum sérstökum félagsskap við Pólverja
Dómsmálaráðherra lítur ekki svo á að Ísland sé í félagsskap með pólskum stjórnvöldum þótt þau hafi lýst yfir stuðningi við málstað Íslands í Landsréttarmálinu. Stuðningsyfirlýsingin breyti engu um hvernig Ísland reki málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Myndskeið
Ríkið grípur til fullra varna ef ekki nást sættir
Viðræður um bótagreiðslur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefjast að nýju nú í desember, að sögn setts ríkislögmanns. Vonast er til að niðurstöður náist um fullnaðarbætur og að dómsmál verði þá felld niður. Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög um bótagreiðslur til hinna sýknuðu og erfingja þeirra sem látnir eru. Þá hefur forsætisráðuneytið gefið út leiðbeiningar um verklag í samskiptum ráðuneyta og stofnana við embætti ríkislögmanns.
Fréttaskýring
„Ætla að láta okkur sækja málið að fullu“
„Gærdagurinn var ömurlegur,“ segir Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, og vísar þar í að ríkið hafi hafnað bótum og krafist sýknu í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, í gær. Það hafi þó verið jákvætt að raunveruleg viðhorf ríkisstjórnarinnar hafi loks verið opinberuð.
Myndband
Ríkið reynir að flækja málið sem mest
Íslenska ríkið hafnaði 1,3 milljarða króna bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, og krefst sýknu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, telur hann eiga skilyrðislausan bótarétt. Málið snúist um fjárhæð, ekki sýknu.
Ríkið hafnar öllum kröfum Guðjóns
Íslenska ríkið hafnar öllum bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar vegna Geirfinnsmálsins og krefst fullrar sýknu og greiðslu málskostnaðar af hálfu Guðjóns. Fréttablaðið greinir frá þessu. Lögmaður Guðjóns segir ríkisvaldið traðka á mannréttindum borgaranna og ákveðið í að reyna allt til að komast upp með dómsmorðin sem framin voru í málinu.