Færslur: Ríkiskaup

Enginn vildi kaupa Tryggingastofnunarhúsið
Svokallaður Laugavegsreitur á horni Laugavegar og Snorrabrautar, þar sem Sjúkratryggingar og Tryggingastofnun voru áður til húsa, er nú kominn í almennt söluferli eftir að engin tilboð bárust. Á reitnum standa byggingar sem eru yfir átta þúsund fermetrar og tilheyra fjórum húsnúmerum.
Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú
Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.
24 fyrirtæki sækjast eftir að koma að sölu Íslandsbanka
Alls 24 bankar eða fjármálafyrirtæki sóttu um að vera sjálfstæður fjármálaráðgjafi eða söluráðgjafi Bankasýslu ríkisins við alþjóðlegt frumútboð á eignarhlutum í Íslandsbanka. Frestur til þess að skila inn yfirlýsingu um áhuga á þátttöku rann út í dag. 14 erlend fyrirtæki eru meðal bjóðenda.
12.02.2021 - 19:17
Björgvin Víkingsson verður nýr forstjóri Ríkiskaupa
Björgvin Víkingsson hefur verið skipaður forstjóri Ríkiskaupa af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Björgvin tekur við sem forstjóri 1. september.
07.07.2020 - 11:38
Ekki hefur verið skipað í stöðu forstjóra Ríkiskaupa
Enginn hefur enn verið skipaður í stöðu forstjóra Ríkiskaupa. Staðan var auglýst í lok apríl og rann umsóknarfrestur út þann 11. maí. 32 sóttu um stöðuna en þeirra á meðal voru Ari Matthíasson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, og Höskuldur Þórhallsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður.
30.06.2020 - 23:15