Færslur: Ríkiskaup
Enginn vildi kaupa Tryggingastofnunarhúsið
Svokallaður Laugavegsreitur á horni Laugavegar og Snorrabrautar, þar sem Sjúkratryggingar og Tryggingastofnun voru áður til húsa, er nú kominn í almennt söluferli eftir að engin tilboð bárust. Á reitnum standa byggingar sem eru yfir átta þúsund fermetrar og tilheyra fjórum húsnúmerum.
02.12.2021 - 14:40
Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú
Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.
06.04.2021 - 19:56
24 fyrirtæki sækjast eftir að koma að sölu Íslandsbanka
Alls 24 bankar eða fjármálafyrirtæki sóttu um að vera sjálfstæður fjármálaráðgjafi eða söluráðgjafi Bankasýslu ríkisins við alþjóðlegt frumútboð á eignarhlutum í Íslandsbanka. Frestur til þess að skila inn yfirlýsingu um áhuga á þátttöku rann út í dag. 14 erlend fyrirtæki eru meðal bjóðenda.
12.02.2021 - 19:17
Björgvin Víkingsson verður nýr forstjóri Ríkiskaupa
Björgvin Víkingsson hefur verið skipaður forstjóri Ríkiskaupa af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Björgvin tekur við sem forstjóri 1. september.
07.07.2020 - 11:38
Ekki hefur verið skipað í stöðu forstjóra Ríkiskaupa
Enginn hefur enn verið skipaður í stöðu forstjóra Ríkiskaupa. Staðan var auglýst í lok apríl og rann umsóknarfrestur út þann 11. maí. 32 sóttu um stöðuna en þeirra á meðal voru Ari Matthíasson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, og Höskuldur Þórhallsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður.
30.06.2020 - 23:15