Færslur: Ríkisfjármál

Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti tillögur Bjarna
Meirihluti fjárlaganefndar tekur undir tillögur fjármálaráðherra um aðgerðir gegn þenslu og verðbólgu. Lækka á afslátt af áfengis- og tóbaksgjaldi í fríhöfninni og leggja gjald á ferðamenn.  Þingmaður Samfylkingarinnar segir að nær hefði verið að skoða hærri álögur á sjávarútveginn.
Telur sig ekki geta birt gögn um kaupendur Íslandsbanka
Bankasýslan telur sér ekki fært að birta gögn um þá sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka. Þetta sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, í þætti Dagmála sem birtur var á Mbl.is í dag. Allar líkur séu á því að gögnin falli undir bankaleynd og þá sé nær óþekkt erlendis að upplýst sé kaupendur í sambærilegum útboðum.  
Meira kom í ríkiskassann en búist var við
Ríkissjóður var rekinn með 138 milljarða króna halla fyrsti níu mánuði ársins. Það er þó fimmtíu og einum 51 milljarði minna en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir.
24.11.2021 - 14:01
Morgunvaktin
Heilbrigðisþjónusta ekki eins og að kaupa vöru úr búð
Formaður BSRB segir ekki hægt að sýna fram á með vísindalegum rökum að markaðurinn leysi vanda heilbrigðiskerfisins. Brýnt sé að tryggja fjármagn, jafna möguleika og samhæfingu kerfisins.
Talsmaður Talibana kveðst fordæma allt ofbeldi
Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana segir að það séu skýr skilaboð til liðsmanna samtakanna að þeir skuli ekki láta hendur skipta í samskiptum við fólk. 
Mótvægisaðgerðir ríkisins vegna COVID um 200 milljarðar
Beinar aðgerðir ríkisins vegna kórónuveirufaraldursins eru meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.  Mótvægisaðgerðir í ríkisfjármálum vegna faraldursins í fyrra og í ár nema samtals rúmlega 200 milljörðum króna sem samsvarar 7% af vergri landsframleiðslu ársins 2019 og gert er ráð fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs nemi rúmum 80 milljörðum á árinu 2020, 55 milljörðum meira en fjárlög gerðu ráð fyrir.