Færslur: Ríkisborgararéttur

Alþingi veitti fimmtán manns ríkisborgararétt
Alþingi samþykkti í gær, á síðasta þingfundi vetrarins, að veita fimmtán manns íslenskan ríkisborgarétt.
13.06.2021 - 14:48
Senegölsku systurnar fá íslenskan ríkisborgararétt
Meðal þeirra sem meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggur til að fái ríkisborgararétt á Íslandi eru senegölsku systurnar Marta og María. Þær eru á fjórða og sjöunda ári og báðar fæddar á Íslandi en mál þeirra vakti athygli í nóvember þegar fjölskyldunni hafði verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi.
28.01.2021 - 19:17
Damon Albarn og 29 aðrir fá ríkisborgararétt
Frumvarpi meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar hefur verið dreift á Alþingi. Í frumvarpinu leggur meirihluti nefndarinnar til að 30 erlendir ríkisborgarar fái íslenskan ríkisborgararétt. 133 umsóknir bárust nefndinni á haustþingi .
28.01.2021 - 16:13
Stórkostleg tilfinning að kjósa í fyrsta skipti
Íslendingar kjósa sér forseta í dag í níunda skipti og er kjörsókn á kjördag nú eitthvað minni en í síðustu kosningum. Einn þeirra 252 þúsunda sem eru á kjörskrá er Kinan Kadoni, Sýrlendingur sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum. 
Fleiri fluttust til landsins en frá því
Í fyrra fluttu 6.556 fleiri til landsins en frá því, eða alls 14.275 einstaklingar. Árið áður fluttu 8.240 til landsins umfram brottflutta, eða 14.929. Flestir þeirra sem fluttu af landi brott fóru til Póllands eða Danmerkur. Erlendir ríkisborgarar voru fleiri en íslenskir í hópi brottfluttra, eða 4.916 á móti 2.803.
Ída komin með vegabréfið í hendurnar
Ída Jónasdóttir Herman endurheimti íslenskan ríkisborgararétt sinn nú á dögunum, um sjötíu árum eftir að hún missti hann. Nú er hún aftur komin með íslenskt vegabréf í hendurnar. Ída fagnaði ríkisborgararéttinum fyrr í mánuðinum og bauð alla velkomna á viðburðinn. 
02.08.2019 - 13:42
Viðtal
Ósammála um mikilvægi „Alþingisleiðarinnar“
Alþingisleiðin hefur verið gagnrýnd, til dæmis talað um að fjölskyldur sem hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum fái frekar ríkisborgararétt en aðrar sem minna hefur borið á, afreksíþróttamenn frekar en aðrir, frægir eins og Bobby Fischer. En þetta hefur samt sem áður verið sú leið, sem þeir sem ekki hafa  passað inn í rammann sem lögin setja hafa getað farið, þeir sem hafa fallið milli skips og bryggju í kerfinu. Nú vill dómsmálaráðherra breyta lögum um ríkisborgararétt.