Færslur: RIFF

Umtöluð nunnuerótík Pauls Verhoevens á RIFF í haust
Sjónum verður beint að Hollandi á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust. Erótísk kvikmynd Pauls Verhoevens, Benedetta, er á meðal mynda sem sýndar verða á hátíðinni.
17.08.2021 - 13:18
Verðlaunamyndir RIFF kynntar
Kvikmyndin Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa hlýtur Gyllta lundann í ár, aðalverðlaun RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
05.10.2020 - 12:18
Faðir reynir að kveðja barn sitt í síðasta sinn
Rúnar Ingi Einarsson leikstjóri frumsýnir á RIFF í dag stuttmyndina Animalia í Bíó Paradís. Myndin fjallar um föður sem hefur misst samband við barn sitt freistar þess að eiga eina lokastund með afkvæminu.
27.09.2020 - 11:07
Áskorun að halda RIFF í núverandi árferði
Það eru ýmsar hindranir í vegi fyrir því að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð eins og RIFF í miðjum heimsfaraldri, að sögn Maríu Ólafsdóttur fjölmiðlafulltrúa. Aðstandendur þurftu meðal annars að sleppa öllum hátíðlegum athöfnum, selja færri sæti í salina og flytja hluta hátíðarinnar yfir á internetið.
24.09.2020 - 12:54
RIFF kemur heim í stofu
RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins er hátíðin með öðru sniði en áður, hún mætir nú heim til áhugasamra, auk þess að fara um landið með bíóbíl. María Ólafsdóttir, kynningarfulltrúi hátíðarinnar segir að þetta fyrirkomulag verði hugsanlega til frambúðar. 
24.09.2020 - 12:34
Myndskeið
RIFF verður á netinu: „Fólk þarf afþreyingu“
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stefnir að því að ná til enn fleiri landsmanna en áður, þrátt fyrir COVID-19, með því að færa hátíðina að stóru leyti á netið. Stjórnandi hátíðarinnar segir afþreyingu sjaldan hafa verið mikilvægari.
Kvikmynd um geðhvörf með fílum og söngvum
Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur verður opnunarmynd RIFF síðar í mánuðinum.
Stelpur filma miðar að því að rétta af kynjahlutfallið
Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Smiðjan var fyrst haldin árið 2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna á Íslandi.
09.09.2020 - 12:48
RIFF verður að miklu leyti rafræn kvikmyndahátíð
RIFF, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, verður haldin í haust þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Sýningar hátíðarinnar verða mikið til á rafrænu formi auk þess sem boðið verður upp á viðburði sem samræmast reglum vegna COVID-19.
13.08.2020 - 14:11
Claire Denis tók við heiðursverðlaunum RIFF
Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis er heiðursgestur RIFF í ár og tók við heiðursverðlaunum hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Forseti Íslands afhenti verðlaunin á Bessastöðum í gær.
04.10.2019 - 10:59
Myndir
Uggvekjandi bíó í Sundhöllinni
Djarfir sundlaugargestir fjölmenntu í Sundhöll Reykjavíkur þar sem suður-kóresk skrímslamynd var sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.
30.09.2019 - 15:25
Viðtal
Hryllingur í brennidepli á RIFF
„Við erum að færa til Íslands það sem er helst á döfinni í heiminum í dag, og maður tekur eftir að það eru dimmir tónar sem eru að slá í gegn,“ segir Börkur Gunnarsson upplýsingafulltrúi kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem hefst eftir viku.
19.09.2019 - 10:47
Síðasta haustið sýnt í Árneshreppi
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg fjallar um síðustu mánuði í búskap á Krossnesi í Árneshreppi á Ströndum. Úlfar Eyjólfsson, bóndi á Krossnesi, er þar í forgrunni ásamt Oddnýju Þórðardóttur, konu hans og fjölskyldu. Um hundrað íbúar og gestir í Árneshreppi sóttu forsýningu á Síðasta haustinu fimmtudaginn 12. september.
John Hawkes gestur RIFF
Bandaríski leikarinn John Hawkes verður gestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF sem haldin verður í september.
04.09.2019 - 09:36
Claire Denis heiðursgestur á RIFF
Franska kvikmyndaleikstýran Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur verðlaun kvikmyndahátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn.
15.05.2019 - 12:28
Sovéskir hippar leiddir í lágkúrulega gildru
Tómas Ævar Ólafsson rekur sögu sovésku hippahreyfingarinnar eins og hún birtist í nýlegri heimildarmynd sem sýnd var á RIFF.
14.10.2018 - 11:00
Gagnrýni
Heillandi tilraun í kvenlægri kvikmyndagerð
Kvikmyndin Touch Me Not, sem sýnd er á RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, er óhefðbundin mynd um nánd, kynhneigðir og líkamleika. Myndin er virðingarverð tilraun þar sem berskjöldun og kvenleg þrá brýst fram í sviðsljósið.
04.10.2018 - 17:08
Gagnrýni
Fáránleiki, ofbeldi, dauði og múgæsingur
Í Donbass, opnunarmynd RIFF – alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, er áhorfandanum hent inn í miðja atburðarrás þar sem hann fær innsýn í flókinn pólitískan og félagslegan veruleika í Úkraínu dagsins í dag, segir kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1.
03.10.2018 - 10:23
Fékk að vera hún sjálf í World of Warcraft
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur verið afar virk í réttindabaráttu transgender og kynsegin fólks á síðustu misserum. Um þessar mundir býr hún í Brighton ásamt maka sínum, Fox Fisher, en saman skrifuðu þau nýverið bók sem á að hjálpa ungu fólki að fóta sig í hinum flókna heimi kynjatvíhyggjunnar.
01.10.2018 - 16:27
Best að vinna við kvikmyndir á Íslandi
Mads Mikkelsen, stórleikarinn danski, hefur mikið dálæti á því að vinna á Íslandi. Hann er staddur hér á landi til að taka á móti verðlaunum á RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem hófst í gær.
28.09.2018 - 13:14
Hamingjan er alltaf horfin
„Mekas lýsir sjálfum sér ekki sem leikstjóra eða kvikmyndagerðamanni, heldur lítur hann á sig sem einstakling sem kvikmyndar,“ segir Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði og menningarfræði við HÍ um Jonas Mekas, kvikmyndagerðamann, myndlistarmann og ljóðskáld, en hann er heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár.
28.09.2018 - 10:33
RIFF opnar fyrir umsóknir
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefur opnað fyrir umsóknir um þáttöku á fimmtándu hátíðinni sem haldin verður í september. Á síðasta ári hreppti stuttmyndin The Rider eftir Chloé Zhao Gullna lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar sem veitt eru í flokki verka eftir nýja höfunda.
Kúrekinn hlaut Gullna lundann
Kvikmyndin Kúrekinn, eða Rider, hlaut Gullna lundann, aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF. Þetta var tilkynnt á lokahófi hátíðarinnar í kvöld. Kúrekinn er eftir leikstjórann Chloé Zhao og atti kappi við tólf aðrar myndir, en aðalverðlaun RIFF eru jafnan veitt fyrir fyrsta eða annað verk leikstjóra.
07.10.2017 - 22:43
Þrjár sjálfssögur á RIFF
Gunnar Theodór Eggertsson hitar upp fyrir lokasprettinn á RIFF – alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Hér fjallar hann um þrjár sjálfssögulegar kvikmyndir á hátíðinni, Irmu Vep eftir heiðursgestinn Olivier Assayas, Looking for Oum Kulthum í leikstjórn Shirin Neshat og mynd Ivönu Mladenovic Hermenn: Saga frá Ferentari.
06.10.2017 - 19:05
Ástsveltir Vetrarbræður
„Ég kalla þetta stundum „lack of love story,“ segir Hlynur Pálmason, leikstjóri Vetrarbræðra, opnunarmyndar RIFF í ár. „Kvikmyndin er bræðraódysseia. Hjartað, eða kjarninn í henni er vöntun á ást.“
04.10.2017 - 14:45